
Dauðaslys eru ekki náttúrulögmál
Já, en hvernig?
Fjölmargar og samverkandi ástæður liggja að baki þessum góða árangri. Almenn viðhorfsbreyting hefur orðið í átt til bættrar öryggismenningar við sjósókn. Skylt er að lögskrá alla sjómenn á báta og skip sem gerð eru út í atvinnuskyni. Skilyrði fyrir lögskráningu eru að skipið hafi gilt haffærisskírteini. Að baki útgáfu þess liggur reglulegt skipaeftirlit og skoðanir á öryggisbúnaði auk þess sem skipið skal vera fullmannað. Allir í áhöfn þurfa að hafa lokið öryggisnámskeiði hjá Slysavarnaskóla sjómanna og þurfa að endurnýja þjálfun sína á fimm ára fresti. Skólinn er mikilvægur liður í því að skapa og viðhalda öryggismenningu í hópi íslenskra sjómanna. Skipstjórnar- og vélstjórnarmenn þurfa að hafa gild atvinnuskírteini sem krefjast sérstakrar fagmenntunar. Sífellt fleiri útgerðir nota aðferðir öryggisstjórnunar með því að meta mögulegar hættur og undirbúa viðbrögð við þeim.
Samvinna margra
Ísland tekur mikinn þátt í samstarfi þjóða um siglingaöryggi. Í tengslum við þetta samstarf hafa íslensk stjórnvöld m.a. lögfest og innleitt alþjóðlegar kröfur um öryggi fiskiskipa sem er grunnur að eftirliti með smíði, búnaði og ástandi skipa og báta. Á síðasta áratug síðustu aldar var ráðist í sérstakt átak til að auka stöðugleika íslenskra skipa í kjölfar tíðra slysa á árunum þar á undan. Betri fjarskipti og nákvæmari upplýsingar um veður og sjólag stuðla að auknu öryggi og breytt fiskveiðistjórnun hefur dregið úr þrýstingi um að sigla í tvísýnum aðstæðum. Stórbætt aðstaða við leit og björgun á sjó hefur bjargað mörgum mannslífum. Skráning og greining slysa og atvika á sjó nýtist til að koma í veg fyrir sambærileg atvik. Um árabil hefur verið unnið eftir áætlun um öryggi sjófarenda sem felur m.a. í sér stefnumörkun á sviði siglingaöryggis, öryggisstjórnunar, skráningar og greiningar. Áætlunin er unnin í samvinnu við helstu hagaðila og er markmið hennar að treysta og auka öryggi íslenskra skipa og fækka slysum á sjó.
Engin banaslys á sjó eru þannig ekki tilviljun heldur skýr árangur samvinnu margra aðila. Smátt og smátt hefur orðið til sameiginleg sýn um að dauðaslys séu ekki eðlilegur fórnarkostnaður sjósóknar, heldur að með réttum aðferðum megi koma í veg fyrir þau.
Sýn um engin banaslys í samgöngum
Það eru mikil forréttindi að starfa í þágu öryggis allra samgöngugreina og leggja með því lóð á vogarskálar þeirrar baráttu að koma í veg fyrir slys og mannskaða. Áríðandi er að muna að árangur um engin banaslys á sjó kom ekki af sjálfu sér og honum þarf að halda við.
Árangurinn sýnir okkur einnig að banaslys í samgöngum yfirhöfuð eru ekki náttúrulögmál. Skýr sýn og markmið um að engin manneskja láti lífið á sjó, í flugi eða umferð eru mikilvæg forsenda. Fjölbreyttar aðgerðir með fræðslu og forvörnum til að auka öryggi með breyttum viðhorfum og betri hegðun hafa skilað ávinningi og geta nýst okkur áfram og enn betur í öllum samgöngugreinum.
Skoðun

Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki?
Sigvaldi Einarsson skrifar

Ráðherra gengur fram án laga
Svanur Guðmundsson skrifar

Hagkvæmur kostur utan friðlands
Jóna Bjarnadóttir skrifar

Gagnsæi og inntak
Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar

Sumargjöf
Þórunn Sigurðardóttir skrifar

Hannað fyrir miklu stærri markaði
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Grafarvogur framtíðar verður til
Sara Björg Sigurðardóttir skrifar

Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja
Sigurjón Þórðarson skrifar

Menntastefna 2030
Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar

Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands
Uggi Jónsson skrifar

Ferðamannaþorpin - Náttúruvá
Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar

Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun
Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar

Laxaharmleikur
Jóhannes Sturlaugsson skrifar

Lýðræðið í skötulíki!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!)
Brynjólfur Þorvarðsson skrifar

Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin
Margrét Gísladóttir skrifar

Til varnar jafnlaunavottun
Magnea Marinósdóttir skrifar

Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi
Auður Guðmundsdóttir skrifar

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar