Sjálfræði Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 29. janúar 2019 07:00 Umsagnarfrestur fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um þungunarrof – frumvarp sem í óbreyttri mynd heimilar þungunarrof til loka 22. viku þungunar – er liðinn og ef það er eitthvað sem blasir við þegar rýnt er í innsend erindi þá er það sú staðreynd að trúfélög eiga lítið erindi í þarfa umræðu um líkamlegt sjálfræði kvenna. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafa boðberar fagnaðarerindis af öllum gerðum gert tilkall til yfirráða yfir æxlunarfærum kvenna í gegnum aldirnar. Á sama tíma er gleðilegt að sjá þau jákvæðu viðbrögð sem frumvarpið fær frá þeim sem löngun hafa haft til að kynna sér málið af yfirvegun. Umræðan um þungunarrof verður aldrei einföld. Því sem betur fer eru skiptar skoðanir um málið. Við erum nefnilega svo lánsöm að búa í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi þar sem allir eiga rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri. En til þess að eiga farsæla umræðu um þungunarof þurfum við að hafa í huga hver kjarni málsins er í raun og veru. Í gær voru 84 ár síðan Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að lögleiða fóstureyðingar. Erfiður veruleiki fóstureyðinga hefur verið hluti af okkar samfélagi í hartnær öld, og engin breyting mun verða þar á í fyrirsjáanlegri framtíð. Umræðan um fóstureyðingar snýst því um ákveðna grunnþjónustu í okkar samfélagi og hvernig við veitum hana með skilvirkum og skynsamlegum hætti þar sem við virðum sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra og, umfram allt, treystum dómgreind þeirra. Okkur ber skylda til að veita konum sem finna sig í þeirri átakanlegu stöðu að taka ákvörðun um framhald þungunar bestu mögulegu þjónustu, líkamlega og andlega. Það frumvarp sem nú er til umræðu byggir greinilega á þessari mikilvægu hugsjón og hún virðist vandlega rökstudd af nýjustu vísindum og þekkingu á þessu sviði. Og um leið ber að hafa í huga að örfá tilfelli á ári koma upp þar sem þungunarrof eftir 22. viku meðgöngu er gert. En með rýmri viðmiðunartíma fá verðandi foreldrar mun betri mynd af stöðu mála og heilsu ófædds barns. Þungunarrof er vafalaust siðferðilegt álitaefni, en það verður seint talið siðferðilegt vandamál. Sem álitamál á það erindi í upplýsta umræðu um hvenær líf raunverulega kviknar; af hverju sum pör vilja ekki eignast börn sem líklega munu glíma við fötlun, hver réttur ófædds barns er og önnur margslungin siðferðileg álitaefni. Baráttufólk fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna sem og þau sem eru á öndverðum meiði ættu að vera óhrædd við að ræða þessar mikilvægu spurningar. Það er hér, á vettvangi sálgæslu og stuðnings, sem trúfélög eiga að beita sér, líkt og þau hafa gert svo ágætlega í aldanna rás. Í komandi umræðu um þungunarrof munum við fylgjast með þeim sem sjá pólitísk sóknarfæri í fordæmingunni. Þau munu lítið hjálpa við að afmá þá skömm sem margir upplifa við þungunarrof og munu gera lítið úr þeim félagslegu aðstæðum sem oft og tíðum búa að baki ákvörðuninni. Þau sem raunverulega hafa áhuga á að hjálpa til munu yfirgefa skotgrafirnar, viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt kvenna og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Um siðfræðingsvandamálið Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Umsagnarfrestur fyrir frumvarp heilbrigðisráðherra um breytingar á lögum um þungunarrof – frumvarp sem í óbreyttri mynd heimilar þungunarrof til loka 22. viku þungunar – er liðinn og ef það er eitthvað sem blasir við þegar rýnt er í innsend erindi þá er það sú staðreynd að trúfélög eiga lítið erindi í þarfa umræðu um líkamlegt sjálfræði kvenna. Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart, enda hafa boðberar fagnaðarerindis af öllum gerðum gert tilkall til yfirráða yfir æxlunarfærum kvenna í gegnum aldirnar. Á sama tíma er gleðilegt að sjá þau jákvæðu viðbrögð sem frumvarpið fær frá þeim sem löngun hafa haft til að kynna sér málið af yfirvegun. Umræðan um þungunarrof verður aldrei einföld. Því sem betur fer eru skiptar skoðanir um málið. Við erum nefnilega svo lánsöm að búa í lýðræðislegu fjölhyggjusamfélagi þar sem allir eiga rétt á að koma sínum skoðunum á framfæri. En til þess að eiga farsæla umræðu um þungunarof þurfum við að hafa í huga hver kjarni málsins er í raun og veru. Í gær voru 84 ár síðan Ísland varð eitt fyrsta landið í heiminum til að lögleiða fóstureyðingar. Erfiður veruleiki fóstureyðinga hefur verið hluti af okkar samfélagi í hartnær öld, og engin breyting mun verða þar á í fyrirsjáanlegri framtíð. Umræðan um fóstureyðingar snýst því um ákveðna grunnþjónustu í okkar samfélagi og hvernig við veitum hana með skilvirkum og skynsamlegum hætti þar sem við virðum sjálfsákvörðunarrétt verðandi mæðra og, umfram allt, treystum dómgreind þeirra. Okkur ber skylda til að veita konum sem finna sig í þeirri átakanlegu stöðu að taka ákvörðun um framhald þungunar bestu mögulegu þjónustu, líkamlega og andlega. Það frumvarp sem nú er til umræðu byggir greinilega á þessari mikilvægu hugsjón og hún virðist vandlega rökstudd af nýjustu vísindum og þekkingu á þessu sviði. Og um leið ber að hafa í huga að örfá tilfelli á ári koma upp þar sem þungunarrof eftir 22. viku meðgöngu er gert. En með rýmri viðmiðunartíma fá verðandi foreldrar mun betri mynd af stöðu mála og heilsu ófædds barns. Þungunarrof er vafalaust siðferðilegt álitaefni, en það verður seint talið siðferðilegt vandamál. Sem álitamál á það erindi í upplýsta umræðu um hvenær líf raunverulega kviknar; af hverju sum pör vilja ekki eignast börn sem líklega munu glíma við fötlun, hver réttur ófædds barns er og önnur margslungin siðferðileg álitaefni. Baráttufólk fyrir sjálfsákvörðunarrétti kvenna sem og þau sem eru á öndverðum meiði ættu að vera óhrædd við að ræða þessar mikilvægu spurningar. Það er hér, á vettvangi sálgæslu og stuðnings, sem trúfélög eiga að beita sér, líkt og þau hafa gert svo ágætlega í aldanna rás. Í komandi umræðu um þungunarrof munum við fylgjast með þeim sem sjá pólitísk sóknarfæri í fordæmingunni. Þau munu lítið hjálpa við að afmá þá skömm sem margir upplifa við þungunarrof og munu gera lítið úr þeim félagslegu aðstæðum sem oft og tíðum búa að baki ákvörðuninni. Þau sem raunverulega hafa áhuga á að hjálpa til munu yfirgefa skotgrafirnar, viðurkenna sjálfsákvörðunarrétt kvenna og stuðla að upplýstri ákvarðanatöku.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Skoðun Mótmæli bænda í Evrópu halda áfram – þegar viðvaranir fá engin svör Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Setjum endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna í forgang Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun