

Datt rektor HÍ á höfuðið; á að hundraðfalda dráp langreyða?
Helzta niðurstaða og tillaga höfunda skýrslunnar virðist vera, að fækka skuli langreyðum um 40%, en það muni auka verðmæti íslenzks fiskafla um á annan tug milljarða á ári.
Skv. upplýsingum Gísla Víkingssonar, hvalasérfræðings Hafrannsóknarstofnunar, munu vera 40.000 langreyðar á svæðinu um Ísland. Þessi tillaga þýðir því, að drepa skuli 16.000 langreyðar, væntanlega helzt í hvelli.
Í fyrra mátti Hvalur hf veiða 209 langreyðar, en fyrirtækinu tókst ekki að veiða nema 144 dýr. Frá 2009-2018 hefði Hvalur mátt veiða um 2.000 dýr, en tókst ekki að veiða nema 843.
Miðað við afkastagetu Hvals hf 2018, tæki það fyrirtækið því 111 ár að veiða 16.000 dýr!
Auðvitað á spurningin í fyrirsögn ekki síður við um höfunda skýrslunnar, en blessaðan rektorinn. Kannske vilja þeir skapa nýtt Rauðahaf við Ísland?
Síðasta vitneskja um meint afrán hvala og þátt þeirra í lífríki sjávar virðist líka hafa farið algjörlega fram hjá skýrsluhöfundum, en þeir liggja helzt í því, að lista upp og tína til alls konar eldgamlar og úreltar upplýsingar og talnaverk.
2017 var haldið málþing í Öskju um „Hlutverk hvala í lífríkinu“. Þar kynntu þeir Gísli Víkingsson og Joe Roman, rannsóknarprófessor, niðurstöður umfangsmikilla rannsókna sinna á hlutverki og þætti hvala í lífríkinu.
Þann 27. apríl 2017 birti Fréttablaðið frétt af málþinginu undir þessari fyrirsögn: „Hvalurinn gefur mun meira en hann tekur“. Inngangur fréttarinnar var: „Unnið er með þá kenningu að sterkir hvalastofnar styðji við vistkerfið og byggi undir stofna smádýra og fiska. Gengur þvert á kenninguna um að nauðsynlegt sé að veiða hval til að stöðva afrán þeirra á nytjastofnum“.
Að öðru leyti hlýtur matið á hvalveiðum að byggjast á þessum 4 spurningum: (1) Samræmast þær nútímalegum sjónarmiðum um dýra-, náttúru- og umhverfisvernd? (2) Hver er efnahagslegur ávinningur af þeim? (3) Hverjir eru efnhagslegir ókostir veiðanna? (4) Hvaða áhrif hafa þær á ímynd og orðspor Íslendinga á alþjóðavettvangi?
Skýrsluhöfundar koma ekki mikið inn á þessar lykil-spurningar, en á bls. 41 virðast höfundar telja það gott mál, að, skv. veiðiskýrslum frá 2014, hafi 84% langreyðanna, sem þá voru veiddar, drepist samstundis, og, að aðeins 8 mínútur hafi þurft að meðaltali til að drepa hin 16% dýranna.
Í lífverum talið - útfært á langreyðaveiðar 2018 – þýðir þetta, að minnst 23 dýr hafi þá þurft að ganga í gegnum skelfilegt dauðastríð, en þessi 23 dýr hefur þurft að skjóta tvisvar, og mun endurhleðsla skutulbyssu taka 6-8 mínútur.
Þurfa dýrin þá að berjast um með skutul fyrsta skotsins í holdinu - en hann breytist í stálkló, sem rífur og tætir innyfli, líffæri og hold - minnst þann tíma.
Vart er þetta dýra- eða umhverfisvænt.
Skýrsluhöfundar viðurkenna á bls. 16: „Veiðarnar stóðu ekki undir sér rekstrarárin 2014-2017“. Enda engin furða, þar sem allar helztu þjóðir heims eru aðilar að CITES-samkomulaginu, sem bannar verzlun með afurðir langreyða og sömuleiðis flutning á þeim í lögsögu þeirra.
Efnahagslegur ávinningur er því skýrlega ekki til staðar.
Steypireyður og langreyður eru stærstu spendýr veraldar. Þetta eru háþróuð dýr, sem verða allt að 100 ára. Talið er meira að segja, að Grænlandshvalurinn geti orið 200 ára, en hann mun hafa sigrast á krabbameini. Grænlandshvalur, sem fæddist, þegar Napóleon var að herja á nágranna sína, gæti því enn verið á lífi.
Þúsundir og milljónir manna um allan heim dá og elska þessi einstöku dýr, enda fóru fleiri en öll íslenzka þjóðin í friðsamlegar hvalaskoðanir hér í fyrra.
Augljóst er, að langreyðaveiðar Íslendinga fara illa í allt þetta fólk, og er sjálfgefið, að hvalveiðarnar draga úr velvild til Íslands og vilja milljóna manna til að kaupa íslenzkar vörur og/eða sækja Ísland heim.
Skýrsluhöfundar nefna líka sjálfir dæmi þess, að leiðandi verzlanakeðjur, eins og Aldi, hafi hætt að selja íslenzkar afurðir, vegna hvalveiðanna, og, að Guðmundir í Brimi hafi skýrt frá því í fyrrahaust, að vandi hafi komið upp í hans fyrirtækjum við sölu erlendis , vegna hvalveiðanna.
Efnahagslegir ókostir veiðanna eru því augljósir.
Skýrsluhöfundar benda á, að ferðamannastraumur til landsins hafi aukizt, þrátt fyrir hvalveiðar. Á þetta að sanna, að hvalveiðar hafi ekki neikvæð áhrif á komu ferðamanna. Þetta er algjör hundalógik.
Spurningin er ekki, hvort ferðamannastraumur hafi aukizt, heldur, hver áhrif hvalveiðarnar hafi á hann. Ekki höfðu höfundar samráð við Samtök ferðaþjónustunnar, Íslandsstofu eða Hvalaskoðunarsamtökin um þessa grunn-spurningu.
Allir, sem til þekkja - ofangreind samtök meðtalin - sjá margvísleg merki þess, að ferðamannastaumurinn hefði getað aukist miklu meira, en orðið er, ef Íslendingar hefðu látið af hvalveiðum.
Í nýlegri greiningu Google, lendir Ísland í þriðja sæti yfir draumastaði netverja, næst á eftir Ítalíu og París, væntanlega einkum vegna einstakrar og að miklu leyti óspilltrar náttúru og dýralífs.
Skoðun

Mega blaðamenn ljúga?
Páll Steingrímsson skrifar

Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis
Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Hvað hefur áunnist á 140 dögum?
Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar

Samstarf er lykill að framtíðinni
Magnús Þór Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæði?
Dagur B. Eggertsson skrifar

Hver erum við? Hvert stefnum við?
Arnar Þór Jónsson skrifar

Í skugga virkjana, þegar náttúran fær ekki að tala: Hvammsvirkjun lamin í gegn með góðu og illu
Gunnar Þór Jónsson,Svanborg R. Jónsdóttir skrifar

Fjármálalæsi í fríinu – fjárfesting sem endist lengur en sólbrúnkan!
Íris Björk Hreinsdóttir skrifar

Hugtakið valdarán gengisfellt
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Ábyrgðin er þeirra
Vilhjálmur Árnason skrifar

Dæmt um form, ekki efni
Hörður Arnarson skrifar

Að þröngva lífsskoðun upp á annað fólk
Sævar Þór Jónsson skrifar

Um fundarstjórn forseta
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hjálpartæki – fyrir hverja?
Júlíana Magnúsdóttir skrifar

Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar
Matthías Arngrímsson skrifar

Áform um að eyðileggja Ísland!
Jóna Imsland skrifar

Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins
Grímur Atlason skrifar

Tekur ný ríkisstjórn af skarið?
Árni Einarsson skrifar

Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir
Árni Björn Kristbjörnsson skrifar

Rölt að botninum
Smári McCarthy skrifar

Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja
Einar G. Harðarson skrifar

Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi
Jón Frímann Jónsson skrifar

Lýðskrum Skattfylkingarinnar
Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar

Krabbamein – reddast þetta?
Halla Þorvaldsdóttir skrifar

Valdið yfir sjávarútvegsmálunum
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Lummuleg áform heilbrigðisráðherra
Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar

Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst?
Davíð Bergmann. skrifar

Baráttan um kjör eldra fólks
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið
Karen Rúnarsdóttir skrifar

Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík
Dagmar Valsdóttir skrifar