Greiða 17.500 krónur fyrir nóttina í neyðarskýli Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2019 21:00 Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur lengi talað fyrir því að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við þjónustu fyrir heimilislausa. Í nóvember samþykkti velferðarráð borgarinnar að heimila sviðsstjóra að setja gjaldskrá fyrir gistingu í neyðarskýlum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Þjónustan er fólki í boði að kostnaðarlausu en nóttin kostar nú 17.500 krónur fyrir sveitarfélögin. „Við sendum þeim bréf um áramótin og sögðum þeim tölurnar fyrir 2018 og óskuðum eftir samkomulagi um 2019," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tölurnar sýna að 58 einstaklingar sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur gistu alls 624 nætur í neyðarskýlum borgarinnar; gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti. Alls gistu 301 í neyðarskýlunum og eru íbúar utan Reykjavíkur því um fimmtungur notenda. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nú samþykkt að greiða gistináttagjaldið og málið verður tekið fyrir í Kópavogi á mánudag. Af hópnum eiga Kópavogsbúar tæpan helming gistináttanna, eða 277 nætur. „Peningurinn fer í rekstrarkostnað. Við erum að borga í dag um tvö hundruð milljónir fyrir tvö gistiskýli og svo er þriðja skýlið að bætast við í Grandagarði þannig við verðum komin með yfir fimmtíu pláss í neyðarskýlum," segir Regína. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn fari upp í þrjú hundruð milljónir þegar nýja skýlið að Grandagarði verður tekið í notkun. Bregðist öll sveitarfélögin við gætu gistináttagjöldin á árinu numið tæplega ellefu milljónum króna. „Þannig að þetta er ekkert hátt hlutfall af heildarkostnaðinum en það munar um allt," segir Regína. Félagsmál Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Borgarstjórn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira
Garðabær og Hafnafjörður hafa gengið að óskum Reykjavíkurborgar um að greiða 17.500 króna gistináttagjald fyrir íbúa sveitafélagsins sem gista í neyðarskýlum borgarinnar. Kópavogur tekur málið fyrir í næstu viku. Reykjavíkurborg hefur lengi talað fyrir því að önnur sveitarfélög taki þátt í kostnaði við þjónustu fyrir heimilislausa. Í nóvember samþykkti velferðarráð borgarinnar að heimila sviðsstjóra að setja gjaldskrá fyrir gistingu í neyðarskýlum fyrir íbúa annarra sveitarfélaga. Þjónustan er fólki í boði að kostnaðarlausu en nóttin kostar nú 17.500 krónur fyrir sveitarfélögin. „Við sendum þeim bréf um áramótin og sögðum þeim tölurnar fyrir 2018 og óskuðum eftir samkomulagi um 2019," segir Regína Ásvaldsdóttir, sviðsstjóri velferðarsviðs Reykjavíkurborgar. Tölurnar sýna að 58 einstaklingar sem eiga lögheimili utan Reykjavíkur gistu alls 624 nætur í neyðarskýlum borgarinnar; gistiskýlinu við Lindargötu og í Konukoti. Alls gistu 301 í neyðarskýlunum og eru íbúar utan Reykjavíkur því um fimmtungur notenda. Hafnarfjörður og Garðabær hafa nú samþykkt að greiða gistináttagjaldið og málið verður tekið fyrir í Kópavogi á mánudag. Af hópnum eiga Kópavogsbúar tæpan helming gistináttanna, eða 277 nætur. „Peningurinn fer í rekstrarkostnað. Við erum að borga í dag um tvö hundruð milljónir fyrir tvö gistiskýli og svo er þriðja skýlið að bætast við í Grandagarði þannig við verðum komin með yfir fimmtíu pláss í neyðarskýlum," segir Regína. Gert er ráð fyrir að rekstrarkostnaðurinn fari upp í þrjú hundruð milljónir þegar nýja skýlið að Grandagarði verður tekið í notkun. Bregðist öll sveitarfélögin við gætu gistináttagjöldin á árinu numið tæplega ellefu milljónum króna. „Þannig að þetta er ekkert hátt hlutfall af heildarkostnaðinum en það munar um allt," segir Regína.
Félagsmál Garðabær Hafnarfjörður Kópavogur Borgarstjórn Mest lesið Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Innlent Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Innlent Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Innlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Innlent Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga Innlent Fleiri fréttir Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi almennings að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fór huldu höfði í þrjú ár og fleygði sér svo niður stiga „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum Sjá meira