Að barma sér Haukur Örn Birgisson skrifar 22. janúar 2019 11:00 Ég var eitt sinn staddur á hóteli í Svíþjóð þar sem megnið af herbergjunum hafði verið leigt af moldríkum Bandaríkjamanni. Blessaður maðurinn var víst eitthvað viðkvæmur fyrir nekt og hafði því beðið hótelið um að hylja öll málverk sem bæru slíkan ófögnuð. Hvít blöð voru límd yfir geirvörtur verkanna svo maðurinn gæti gengið öruggur um gistirýmið, laus við klámið. „Að hótelið skuli láta þetta eftir honum,“ sagði einhver gestur og við hin hlógum að vitleysunni. Ég hélt að þessi maður væri orðinn viðskiptavinur Seðlabankans þegar ég las fréttir síðustu viku. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal, einn af meisturum íslenskrar myndlistar, hafa nú verið fjarlægð þar sem þau sýna kvenmannsbrjóst. Starfsmaður mun hafa kvartað. Stundum finnst mér eins og ég sé staddur í Fóstbræðraþætti. Fórnarlambavæðingin er í herskárri sókn og alltaf kemur einhver vitleysa sem toppar þá fyrri. Þeir sem fara með ákvörðunarvaldið þora ekki öðru en að elta ruglið til að sýna meintum „þolendum“ nærgætni. Við hringsnúumst í rétttrúnaðarruglinu og vitum ekki í hvorn fótinn skal stíga. Einn daginn missum við okkur yfir því að sundlaugarvörður vísi berbrjósta konu úr lauginni eða kvartað sé yfir brjóstagjöf á almannafæri. Þá spretta fram hálfnaktar konur, arkandi að Austurvelli undir slagorðinu FreeTheNipple. Næsta dag eru klassísk málverk fjarlægð af veggjum opinberra stofnanna. Það er vandlifað. Á tímum sem þessum leitar hugur manns til starfsmanna Louvre-safnsins, sem hljóta að líða vítiskvalir innan um kviknaktar marmarastyttur Forn-Grikkja og klámfengin málverk Picasso. Rétt væri að setja þetta allt ofan í geymslu, áður en tjón hlýst af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var eitt sinn staddur á hóteli í Svíþjóð þar sem megnið af herbergjunum hafði verið leigt af moldríkum Bandaríkjamanni. Blessaður maðurinn var víst eitthvað viðkvæmur fyrir nekt og hafði því beðið hótelið um að hylja öll málverk sem bæru slíkan ófögnuð. Hvít blöð voru límd yfir geirvörtur verkanna svo maðurinn gæti gengið öruggur um gistirýmið, laus við klámið. „Að hótelið skuli láta þetta eftir honum,“ sagði einhver gestur og við hin hlógum að vitleysunni. Ég hélt að þessi maður væri orðinn viðskiptavinur Seðlabankans þegar ég las fréttir síðustu viku. Málverk eftir Gunnlaug Blöndal, einn af meisturum íslenskrar myndlistar, hafa nú verið fjarlægð þar sem þau sýna kvenmannsbrjóst. Starfsmaður mun hafa kvartað. Stundum finnst mér eins og ég sé staddur í Fóstbræðraþætti. Fórnarlambavæðingin er í herskárri sókn og alltaf kemur einhver vitleysa sem toppar þá fyrri. Þeir sem fara með ákvörðunarvaldið þora ekki öðru en að elta ruglið til að sýna meintum „þolendum“ nærgætni. Við hringsnúumst í rétttrúnaðarruglinu og vitum ekki í hvorn fótinn skal stíga. Einn daginn missum við okkur yfir því að sundlaugarvörður vísi berbrjósta konu úr lauginni eða kvartað sé yfir brjóstagjöf á almannafæri. Þá spretta fram hálfnaktar konur, arkandi að Austurvelli undir slagorðinu FreeTheNipple. Næsta dag eru klassísk málverk fjarlægð af veggjum opinberra stofnanna. Það er vandlifað. Á tímum sem þessum leitar hugur manns til starfsmanna Louvre-safnsins, sem hljóta að líða vítiskvalir innan um kviknaktar marmarastyttur Forn-Grikkja og klámfengin málverk Picasso. Rétt væri að setja þetta allt ofan í geymslu, áður en tjón hlýst af.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun