Góð þjónusta í Garðabæ Gunnar Einarsson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Á dögunum voru niðurstöður í árlegri þjónustukönnun Gallup kynntar þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögunum eru mæld. Garðbæingar geta verið stoltir þar sem sveitarfélagið lendir í 1. sæti í sex af þrettán viðhorfsspurningum. Garðabær lendir í fyrsta sæti þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu leikskóla, grunnskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, almennt um skipulagsmál og þjónustuna á heildina litið. Einnig lendir Garðabær í fyrsta sæti þar sem spurt er um hversu vel eða illa starfsfólk bæjarins hefur leyst úr erindum íbúa. Garðabær er í flestum spurningum í efstu sætum og meðaltal úr öllum spurningum er hærra í öllum tilvikum nema í einni spurningu í samanburði við önnur sveitarfélög. Þessar góðu niðurstöður eru fyrst og fremst framúrskarandi starfsfólki að þakka. Garðabær hefur nýtt þessa árlegu könnun Gallup sem tæki til að bæta þjónustu bæjarins. Á þar síðasta ári voru settir á fót rýnihópar til að greina hvað mætti bæta í þjónustu við fatlað fólk, barnafjölskyldur, eldri borgara og við úrlausn erinda. Eftir þá vinnu var m.a. bætt við starfsmanni á fjölskyldusviði og uppbygging á búsetukjarna fyrir fatlað fólk hefur verið í fullum gangi. Niðurstöður nýrrar könnunnar sýna að enn meira þarf að leggja t.d. í málaflokk fatlaðs fólks. Við viljum gera enn betur og munum setja aukna vinnu í þann málaflokk. Við erum stolt af háu þjónustustigi á sama tíma og álögum er haldið í lágmarki. Garðabær var það sveitarfélag sem skoraði hæst í rekstrarsamanburði í skýrslu Samtaka atvinnulífsins þar sem fjármál 12 stærstu sveitarfélaga landsins voru skoðuð. Þar kom fram að ánægja íbúa með leik- og grunnskóla er mest þar sem reksturinn er traustur og skilvirkni mikil. Garðbæingar eru almennt kröfuharðir um góða þjónustu og reglulega berast góðar ábendingar um bætta þjónustu bæjarins. Alltaf er hægt að bæta þjónustuna og við viljum gera Garðabæ enn betri!Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Á dögunum voru niðurstöður í árlegri þjónustukönnun Gallup kynntar þar sem viðhorf íbúa til þjónustu í 19 stærstu sveitarfélögunum eru mæld. Garðbæingar geta verið stoltir þar sem sveitarfélagið lendir í 1. sæti í sex af þrettán viðhorfsspurningum. Garðabær lendir í fyrsta sæti þegar spurt er um ánægju íbúa með þjónustu leikskóla, grunnskóla, þjónustu við barnafjölskyldur, almennt um skipulagsmál og þjónustuna á heildina litið. Einnig lendir Garðabær í fyrsta sæti þar sem spurt er um hversu vel eða illa starfsfólk bæjarins hefur leyst úr erindum íbúa. Garðabær er í flestum spurningum í efstu sætum og meðaltal úr öllum spurningum er hærra í öllum tilvikum nema í einni spurningu í samanburði við önnur sveitarfélög. Þessar góðu niðurstöður eru fyrst og fremst framúrskarandi starfsfólki að þakka. Garðabær hefur nýtt þessa árlegu könnun Gallup sem tæki til að bæta þjónustu bæjarins. Á þar síðasta ári voru settir á fót rýnihópar til að greina hvað mætti bæta í þjónustu við fatlað fólk, barnafjölskyldur, eldri borgara og við úrlausn erinda. Eftir þá vinnu var m.a. bætt við starfsmanni á fjölskyldusviði og uppbygging á búsetukjarna fyrir fatlað fólk hefur verið í fullum gangi. Niðurstöður nýrrar könnunnar sýna að enn meira þarf að leggja t.d. í málaflokk fatlaðs fólks. Við viljum gera enn betur og munum setja aukna vinnu í þann málaflokk. Við erum stolt af háu þjónustustigi á sama tíma og álögum er haldið í lágmarki. Garðabær var það sveitarfélag sem skoraði hæst í rekstrarsamanburði í skýrslu Samtaka atvinnulífsins þar sem fjármál 12 stærstu sveitarfélaga landsins voru skoðuð. Þar kom fram að ánægja íbúa með leik- og grunnskóla er mest þar sem reksturinn er traustur og skilvirkni mikil. Garðbæingar eru almennt kröfuharðir um góða þjónustu og reglulega berast góðar ábendingar um bætta þjónustu bæjarins. Alltaf er hægt að bæta þjónustuna og við viljum gera Garðabæ enn betri!Höfundur er bæjarstjóri Garðabæjar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar