Blankfein fær ekki bónusinn strax Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. febrúar 2019 08:00 Lloyd Blankfein, fyrrverandi bankastjóri Goldman Sachs. Nordicphotos/Getty Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur ákveðið að fresta því að greiða fyrrverandi bankastjóranum Lloyd Blankfein og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum bankans bónusa vegna rannsóknar yfirvalda á fjármálahneykslinu í kringum fjárfestingarsjóðinn 1MDB. Í tilkynningu frá stjórn fjárfestingarbankans kom fram að ákvarðanir er varða bónusgreiðslurnar yrðu ekki teknar „fyrr en frekari upplýsingar eru tiltækar“ um rannsókn málsins. Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði í desember Goldman Sachs og tvo bankamenn fyrir auðgunarbrot í tengslum við fjárfestingarsjóðinn sem var sem kunnugt er í eigu malasíska ríkisins. Bandaríski fjárfestingarbankinn þáði 600 milljónir dala í þóknanir fyrir að hafa séð um 6,5 milljarða dala sölu á skuldabréfum 1MDB en megnið af andvirði skuldabréfasölunnar rann meðal annars til malasískra embættis- og stjórnmálamanna í gegnum flókinn vef mútugreiðslna og peningaþvættis. Tim Leissner, fyrrverandi meðeigandi Goldman Sachs, hefur játað sök sína í málinu en bankinn hefur hins vegar þráfaldlega neitað sök. Þá hefur bankinn verið krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða dala fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema allt að 2,7 milljörðum dala. Auk Blankfeins mun Goldman Sachs fresta bónusgreiðslum til Mike Evans, sem sat meðal annars í stjórn bankans, og Michaels Sherwood, fyrrverandi yfirmanns alþjóðamála hjá bankanum. Í tilfellum Blankfeins og Evans nema greiðslurnar um sjö milljónum dala. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Bandaríski fjárfestingarbankinn Goldman Sachs hefur ákveðið að fresta því að greiða fyrrverandi bankastjóranum Lloyd Blankfein og tveimur öðrum fyrrverandi stjórnendum bankans bónusa vegna rannsóknar yfirvalda á fjármálahneykslinu í kringum fjárfestingarsjóðinn 1MDB. Í tilkynningu frá stjórn fjárfestingarbankans kom fram að ákvarðanir er varða bónusgreiðslurnar yrðu ekki teknar „fyrr en frekari upplýsingar eru tiltækar“ um rannsókn málsins. Embætti ríkissaksóknara í Malasíu ákærði í desember Goldman Sachs og tvo bankamenn fyrir auðgunarbrot í tengslum við fjárfestingarsjóðinn sem var sem kunnugt er í eigu malasíska ríkisins. Bandaríski fjárfestingarbankinn þáði 600 milljónir dala í þóknanir fyrir að hafa séð um 6,5 milljarða dala sölu á skuldabréfum 1MDB en megnið af andvirði skuldabréfasölunnar rann meðal annars til malasískra embættis- og stjórnmálamanna í gegnum flókinn vef mútugreiðslna og peningaþvættis. Tim Leissner, fyrrverandi meðeigandi Goldman Sachs, hefur játað sök sína í málinu en bankinn hefur hins vegar þráfaldlega neitað sök. Þá hefur bankinn verið krafinn um greiðslu sekta upp á þrjá milljarða dala fyrir að hafa komið að stórfelldum fjárdrætti sem er talinn nema allt að 2,7 milljörðum dala. Auk Blankfeins mun Goldman Sachs fresta bónusgreiðslum til Mike Evans, sem sat meðal annars í stjórn bankans, og Michaels Sherwood, fyrrverandi yfirmanns alþjóðamála hjá bankanum. Í tilfellum Blankfeins og Evans nema greiðslurnar um sjö milljónum dala.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Viðskipti innlent „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ Viðskipti innlent Sendi kærustuna með fiðluna svo hann kæmist í flugið Neytendur Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar Viðskipti innlent Loforð um milljarða í vasa neytenda „fuglar í skógi“ Neytendur Tappareglurnar innsiglaðar með lögum Neytendur Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Milljarðaviðskipti í bönkunum í morgunsárið Viðskipti innlent „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Viðskipti innlent Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira