Handbolti

Óðinn Þór með sjö mörk í íslenska toppslagnum

Anton Ingi Leifsson skrifar
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð.
Óðinn í leik með FH á síðustu leiktíð. vísir/ernir
Íslendingaliðið Álaborg og GOG gerðu jafntefli, 21-21, er liðin mættust í toppslag í dönsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Álaborg var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og var 11-8 yfir í hálfleik en dramatíkin var mikil undir lok leiks. GOG jafnaði er þrjár sekúndur voru eftir og þar við sat.

Ómar Ingi Magnússon skoraði þrjú mörk úr þeim sjö skotum sem hann tók fyrir Álaborg og gaf eina stoðsendingu en Janus Daði Smárason gerði eitt.

Óðinn Þór Ríkharðsson var frábær í horninu hjá GOG en hann skoraði sjö mörk úr níu skotum en hann var markahæstur hjá GOG ásamt Lasse Kjær sem skoraði einnig sjö mörk.

GOG er á toppnum með 30 stig, áfram með eins stigs forskot á Álaborg, sem er í öðru sætinu. Árhúsar-liðið er svo í þriðja sætinu með 26 stig.

Sigvaldi Guðjónsson og Þráinn Orri Jónsson voru í sigurliði í norsku úrvalsdeildinni er Elverum vann eins marks sigur, 28-27, gegn Halden en sigurmarkið kom úr vítakasti eftir að tíminn rann út.

Eftir sigurinn er Elverum í öðru sæti deildarinnar, stigi á eftir toppliði Arendal, en Elverum tapaði fyrir Arendal í vikunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×