Gulleyjan Hörður Ægisson skrifar 1. febrúar 2019 07:00 Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008. Slíkar fullyrðingar, sem virðast yfirleitt byggja á óljósum tilfinningum fólks, stangast hins vegar oftar en ekki á við raunveruleikann – sem betur fer. Einn helsti lærdómurinn af gjaldeyris- og bankakreppunni, að minnsta kosti í efnahagslegu tilliti, er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði þjóðarbúsins við útlönd. Aldrei aftur megum við komast í þá stöðu að hagkerfið verði rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er ástæða til að hafa áhyggjur af harðri lendingu. Óhætt er að segja að algjör umskipti hafi orðið til hins betra í þessum efnum á skömmum tíma. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi síðustu ár, jafnvel samhliða miklum hagvexti og hækkandi raungengi, og aldrei mælst meiri á lýðveldistímanum. Þrátt fyrir góðæri hafa Íslendingar með öðrum orðum ekki verið að eyða um efni fram. Þjóðhagslegur sparnaður, sem er ávallt birtingarmynd viðskiptaafgangs, er enn í hæstu hæðum. Fátt er í kortunum um að á þessu verði breyting á komandi árum. Þessi efnahagsþróun hefur valdið því að hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur farið ört batnandi og er nú orðin ein sú besta í Evrópu. Staðan var jákvæð um 370 milljarða í september 2018, eða sem nemur 13,3 prósentum af landsframleiðslu, en aðeins sex ríki í Evrópusambandinu skora betur en Ísland á þann mælikvarða, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Ísland er komið í hóp með ríkjum á borð við Þýskaland, Holland, Lúxemborg og Svíþjóð í stað þess að verma botninn ásamt ríkjum í Suður-Evrópu. Litið nokkur ár aftur í tímann, þegar raunverulegar áhyggjur voru fyrir hendi um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun fjármagnshafta, þá er þessi árangur um margt ótrúlegur. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og vel heppnuð áætlun um afnám hafta, þar sem kröfuhafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, skipti sköpum. Ekkert er því til fyrirstöðu, með skynsamlegri hagstjórn og stöðugleika á vinnumarkaði, að staða þjóðarbúsins styrkist enn frekar á næstu árum. Hvaða þýðingu hefur það að Ísland hafi breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptahalla, líkt og 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á að sökum þessa ætti jafnvægisgengið að geta verið hærra en ella og langtímavextir farið lækkandi sem hefur einnig þau áhrif að við fáum til okkar vaxtatekjur frá útlendingum í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu. Niðurstaðan er meiri kaupmáttur almennings. Sögulega séð hefur fylgifiskur uppsveiflna á Íslandi iðulega verið mikill viðskiptahalli sem hefur síðan að lokum framkallað gengisfall og verðbólgu. Aðeins meiriháttar stórslys, sem yrði þá vegna heimatilbúinna aðgerða, gæti leitt til sömu niðurstöðu í þetta sinn nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Sterkar stoðir þjóðarbúsins þýða að erfitt er að sjá fyrir sér atburðarás þar sem krónan mun gefa verulega eftir. Kjarasamningar um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir, sem hefðu þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að viðskiptaafgangurinn myndi snúast í halla innan fárra ára, gætu hins vegar ógnað þessari stöðu. Það er því alls ekki útilokað að okkur takist að klúðra þessu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Leyfum loganum að lifa í Grindavík Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Trump 2.0 Ameríka og ný heimsskipan Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Framtíð óperunnar á Íslandi Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Köngulóarvefur kerfisins Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Samorka – Sterk samtök í 30 ár Finnur Beck skrifar Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Rétti tíminn er núna! Kjósum Björn! Valur Brynjar Antonsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur félagsráðgjafar Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Lýðræði, gagnsæi og valddreifing í Sósíalistaflokknum Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Utanríkis- og varnarmál Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Samkeppni er lykillinn að arðsemi fyrirtækja Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Bréf til síungra sósíalista um land allt Oddný Eir Ævarsdóttir skrifar Skoðun Hamas; orsök eða afleiðing? Hlédís Sveinsdóttir skrifar Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar Skoðun A Strong International University Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kirsuberjatínsla félagsmálaráðherra Gunnar Úlfarsson skrifar Skoðun Hreint vatn frá Heiðmörk til framtíðar Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar Skoðun Skrautfjöðurin jafnlaunavottun Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fjármál og akademískt frelsi Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Silja Bára rektor Háskóla Íslands Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að Íslendingar hafi lítið lært af fjármálahruninu 2008. Slíkar fullyrðingar, sem virðast yfirleitt byggja á óljósum tilfinningum fólks, stangast hins vegar oftar en ekki á við raunveruleikann – sem betur fer. Einn helsti lærdómurinn af gjaldeyris- og bankakreppunni, að minnsta kosti í efnahagslegu tilliti, er sá að fyrir lítið, opið hagkerfi eins og Ísland skiptir öllu að viðhalda jafnvægi á greiðslujöfnuði þjóðarbúsins við útlönd. Aldrei aftur megum við komast í þá stöðu að hagkerfið verði rekið með blússandi viðskiptahalla ár eftir ár. Þá fyrst er ástæða til að hafa áhyggjur af harðri lendingu. Óhætt er að segja að algjör umskipti hafi orðið til hins betra í þessum efnum á skömmum tíma. Viðskiptaafgangur hefur verið mikill og viðvarandi síðustu ár, jafnvel samhliða miklum hagvexti og hækkandi raungengi, og aldrei mælst meiri á lýðveldistímanum. Þrátt fyrir góðæri hafa Íslendingar með öðrum orðum ekki verið að eyða um efni fram. Þjóðhagslegur sparnaður, sem er ávallt birtingarmynd viðskiptaafgangs, er enn í hæstu hæðum. Fátt er í kortunum um að á þessu verði breyting á komandi árum. Þessi efnahagsþróun hefur valdið því að hrein erlend staða þjóðarbúsins hefur farið ört batnandi og er nú orðin ein sú besta í Evrópu. Staðan var jákvæð um 370 milljarða í september 2018, eða sem nemur 13,3 prósentum af landsframleiðslu, en aðeins sex ríki í Evrópusambandinu skora betur en Ísland á þann mælikvarða, eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Ísland er komið í hóp með ríkjum á borð við Þýskaland, Holland, Lúxemborg og Svíþjóð í stað þess að verma botninn ásamt ríkjum í Suður-Evrópu. Litið nokkur ár aftur í tímann, þegar raunverulegar áhyggjur voru fyrir hendi um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun fjármagnshafta, þá er þessi árangur um margt ótrúlegur. Þetta gerðist ekki af sjálfu sér. Stöðugleikaskilyrði stjórnvalda og vel heppnuð áætlun um afnám hafta, þar sem kröfuhafar framseldu innlendar eignir að jafnvirði meira en 500 milljarða endurgjaldslaust til ríkisins, skipti sköpum. Ekkert er því til fyrirstöðu, með skynsamlegri hagstjórn og stöðugleika á vinnumarkaði, að staða þjóðarbúsins styrkist enn frekar á næstu árum. Hvaða þýðingu hefur það að Ísland hafi breyst frá því að vera fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptahalla, líkt og 1945 til 2008, og til þess að vera fjármagnsútflytjandi með viðskiptaafgang? Ásgeir Jónsson hagfræðingur hefur bent á að sökum þessa ætti jafnvægisgengið að geta verið hærra en ella og langtímavextir farið lækkandi sem hefur einnig þau áhrif að við fáum til okkar vaxtatekjur frá útlendingum í stað þess að við séum að greiða vexti út úr landinu. Niðurstaðan er meiri kaupmáttur almennings. Sögulega séð hefur fylgifiskur uppsveiflna á Íslandi iðulega verið mikill viðskiptahalli sem hefur síðan að lokum framkallað gengisfall og verðbólgu. Aðeins meiriháttar stórslys, sem yrði þá vegna heimatilbúinna aðgerða, gæti leitt til sömu niðurstöðu í þetta sinn nú þegar hagkerfið er tekið að kólna. Sterkar stoðir þjóðarbúsins þýða að erfitt er að sjá fyrir sér atburðarás þar sem krónan mun gefa verulega eftir. Kjarasamningar um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir, sem hefðu þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að viðskiptaafgangurinn myndi snúast í halla innan fárra ára, gætu hins vegar ógnað þessari stöðu. Það er því alls ekki útilokað að okkur takist að klúðra þessu.
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Tökum höndum saman og kveðum niður þennan mannskæða faraldur! Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Forystukrísa Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði á sér margar kostulegar birtingarmyndir! Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Foreldrar – tæmið öskubakkana og setjið börnin í bílstóla Guðný Helga Herbertsdóttir skrifar
Skoðun Samvinnufélög og brothættar byggðir – leið til sjálfbærrar þróunar Ásdís Helga Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Að rjúfa vopnahlé – 300 myrt á svipstundu Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir,Yousef Tamimi skrifar
Skoðun Þrjú lykilskref í átt að betri háskóla. Ingibjörg Gunnarsdóttir mun stíga þau Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta raddir ungmenna af erlendum uppruna máli? Guðrún Elsa Tryggvadóttir skrifar
Skoðun Við kjósum Silju Báru í dag! Agla Elín Davíðsdóttir,Ari Borg Helgason,Hekla Sól Hafsteinsdóttir,Margrét Bo Wan Waage Reynisdóttir,Nína Kristín Gunnarsdóttir,Ragnheiður Dóra H. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Gervigreind í skólastarfi – hvað getum við lært af Eistlandi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar
Samráðsbörn, kílómetragjald og yfirvofandi brengluð verðvitund við dæluna Arnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hvað á að verja með íslensku vopnavaldi sem Íslendingar nenna ekki verja með lögum? Arnar Þór Jónsson Skoðun
Er systir þín skyld þér, fáum við rétt borgað og af hverju megum við ekki vita? Þórður Snær Júlíusson Skoðun