Tækifæri Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 19. febrúar 2019 07:00 Fimmtán ára löngum leiðangri könnunarfarsins Opportunity á rauðu plánetunni Mars lauk með formlegum hætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísindamenn á Jörðu niðri höfðu reynt mánuðum saman að vekja geimfarið litla úr dvala sínum, en án árangurs. Og nú, þegar harðneskjulegir vetrarmánuðir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opportunity hefur valið sér sinn hinsta dvalarstað. Afrek Opportunity-verkefnisins eru slík að ómögulegt er að tíunda þau í stuttum pistli sem þessum. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geimfar hefur á undanförnum árum bylt hugmyndum okkar um Mars og varpað nýju ljósi á aðstæður þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opportunity vitum við til að mynda að vatn í vökvaformi var eitt sinn á Mars og að aðstæður voru lífvænlegar fyrir örverur. Opportunity og aðrir sambærilegir leiðangrar sem mannkyn hefur annað hvort farið sjálft eða útvistað til vélrænna framlenginga á sér eru án undantekninga vitnisburður um stórkostlega tæknilega getu tegundarinnar okkar. En um leið vekja þessi verkefni aðrar hugmyndir og tilfinningar sem eru okkur „nútímafólkinu“ að mörgu leyti framandi, enda aðeins rúm 50 ár síðan geimkönnun hófst í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þó svo að Íslendingar hafi sannarlega átt sína fulltrúa í geimkönnun síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur staðið á hliðarlínunni á meðan aðrar þjóðir hafa tekið höndum saman um könnun alheimsins. Þetta er synd og skömm, enda hafa íslenskir vísindamenn margsannað það að þeir eiga erindi í þá fylkingu er skipar framvarðarsveit vísindalegrar þekkingar. Auðvelt er að kveða niður raddir efasemdarmanna sem sjá lítinn tilgang í vísindavinnu sem þessari. Nægir að vísa í þann óumdeilda ávinning sem felst í geimkönnun og þeirri nýsköpun sem hún krefst. Annar ávinningur af geimkönnun og -vísindum snertir menningu okkar og það hvernig djörf vísindi eiga það til að blása okkur eldmóð í brjóst. Nægir að nefna Opportunity og aðra sambærilegra leiðangra. Þetta eru verkefni sem hjálpa okkur að fræðast um stað okkar í alheiminum og svara grundvallarspurningum um tilvist okkar, tilurð og framtíð. Verðmætin sem fólgin eru í slíkri þekkingu verða ekki metin til fjár. Auðvelt skref til að hjálpa íslenskum vísindamönnum að gera sig enn frekar gildandi í þessum fræðum er aðild að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Eftir skjóta afgreiðslu á Alþingi árið 2016 var þingsályktunartillaga þess efnis að sú aðild yrði könnuð samþykkt nær einróma. Lítið hefur heyrst af málinu síðan þá. Markviss skref í átt að frekari þátttöku Íslands í geimvísindum eru nauðsynleg. Geimkönnun er ekki sú draumahöll sem hún eitt sinn var, heldur málefni sem snerta með beinum hætti komandi kynslóðir og hagsmuni þeirra. Það væru mikil mistök að leggjast ekki á eitt með nágrönnum okkar um að virkja tækifærin sem leynast milli stjarnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Geimurinn Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Að apa eða skapa Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar Skoðun Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía? Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar Skoðun Lífsnauðsynlegt aðgengi Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna var Úlfar rekinn? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Sjá meira
Fimmtán ára löngum leiðangri könnunarfarsins Opportunity á rauðu plánetunni Mars lauk með formlegum hætti á þriðjudaginn í síðustu viku. Vísindamenn á Jörðu niðri höfðu reynt mánuðum saman að vekja geimfarið litla úr dvala sínum, en án árangurs. Og nú, þegar harðneskjulegir vetrarmánuðir Mars eru á næsta leiti, er ljóst að Opportunity hefur valið sér sinn hinsta dvalarstað. Afrek Opportunity-verkefnisins eru slík að ómögulegt er að tíunda þau í stuttum pistli sem þessum. En, í stuttu máli má segja að þetta litla geimfar hefur á undanförnum árum bylt hugmyndum okkar um Mars og varpað nýju ljósi á aðstæður þar í dag og einnig hvernig þær voru eitt sinn. Þökk sé Opportunity vitum við til að mynda að vatn í vökvaformi var eitt sinn á Mars og að aðstæður voru lífvænlegar fyrir örverur. Opportunity og aðrir sambærilegir leiðangrar sem mannkyn hefur annað hvort farið sjálft eða útvistað til vélrænna framlenginga á sér eru án undantekninga vitnisburður um stórkostlega tæknilega getu tegundarinnar okkar. En um leið vekja þessi verkefni aðrar hugmyndir og tilfinningar sem eru okkur „nútímafólkinu“ að mörgu leyti framandi, enda aðeins rúm 50 ár síðan geimkönnun hófst í þeirri mynd sem við þekkjum hana í dag. Þó svo að Íslendingar hafi sannarlega átt sína fulltrúa í geimkönnun síðustu áratuga, þá er staðreyndin sú að Ísland hefur staðið á hliðarlínunni á meðan aðrar þjóðir hafa tekið höndum saman um könnun alheimsins. Þetta er synd og skömm, enda hafa íslenskir vísindamenn margsannað það að þeir eiga erindi í þá fylkingu er skipar framvarðarsveit vísindalegrar þekkingar. Auðvelt er að kveða niður raddir efasemdarmanna sem sjá lítinn tilgang í vísindavinnu sem þessari. Nægir að vísa í þann óumdeilda ávinning sem felst í geimkönnun og þeirri nýsköpun sem hún krefst. Annar ávinningur af geimkönnun og -vísindum snertir menningu okkar og það hvernig djörf vísindi eiga það til að blása okkur eldmóð í brjóst. Nægir að nefna Opportunity og aðra sambærilegra leiðangra. Þetta eru verkefni sem hjálpa okkur að fræðast um stað okkar í alheiminum og svara grundvallarspurningum um tilvist okkar, tilurð og framtíð. Verðmætin sem fólgin eru í slíkri þekkingu verða ekki metin til fjár. Auðvelt skref til að hjálpa íslenskum vísindamönnum að gera sig enn frekar gildandi í þessum fræðum er aðild að Geimferðastofnun Evrópu (ESA). Eftir skjóta afgreiðslu á Alþingi árið 2016 var þingsályktunartillaga þess efnis að sú aðild yrði könnuð samþykkt nær einróma. Lítið hefur heyrst af málinu síðan þá. Markviss skref í átt að frekari þátttöku Íslands í geimvísindum eru nauðsynleg. Geimkönnun er ekki sú draumahöll sem hún eitt sinn var, heldur málefni sem snerta með beinum hætti komandi kynslóðir og hagsmuni þeirra. Það væru mikil mistök að leggjast ekki á eitt með nágrönnum okkar um að virkja tækifærin sem leynast milli stjarnanna.
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Eru forsætisráðherra og ríkisstjórn hrædd við vilja fólksins; lýðræðið? Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir Skoðun