Jón eða séra Jóna Haukur Örn Birgisson skrifar 19. febrúar 2019 07:00 „Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu,“ segir í glænýju svari forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar þingmanns um stöðuna á kynbundnum launamun innan stjórnarráðsins, þ.e. á meðal starfsmanna ráðuneytanna. Oftar en ekki rata upplýsingar um svona gróft og ástæðulaust kynjamisrétti í fjölmiðla og er haldið á lofti með háværum kröfum verkalýðsforystunnar, femínista og stjórnmálamanna um tafarlausar úrbætur. Að þessu sinni kvað við annan tón. Það voru engin mótmæli og enginn sá ástæðu til að senda frá sér ályktun eða tjá sig við fjölmiðla, a.m.k. ekki svo ég hafi orðið þess var. Ætli ástæða þess hafi verið sú að launamunurinn var starfskonum ráðuneytanna í hag? Þær voru nefnilega með hærri laun en karlarnir. Kannski felst minna óréttlæti í því. Ég leyfi mér reyndar að efast um að nokkurt einasta fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag ákveði viljandi að greiða konu lægri laun heldur en karlmanni fyrir sömu vinnuna – nú eða öfugt. Enginn hefur slíkan ásetning og ég hef aldrei heyrt nokkra manneskju nafngreinda í því samhengi. Næg ættu samt dæmin að vera, miðað við umræðuna. Á launamuninum eru nefnilega aðrar skýringar en kynferði en í vandaðri skýrslu velferðarráðuneytisins „Launamunur karla og kvenna“, frá því í maí 2015, sögðu skýrsluhöfundar að þeir gætu „ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis“. Hverju sem þessu líður þá treysti ég því að karlkyns starfsmönnum stjórnarráðsins verði sýndur skilningur þegar þeir ákveða að leggja niður störf í dag kl. 15:39 til að vekja athygli á þessu gargandi óréttlæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Jafnréttismál Mest lesið Ormagryfjan í íslenskum skólum – þegar kerfið bregst Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Reykjavíkurflugvöllur, það er verið (reyna) að plata okkur Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Öryggi, jafnrétti og framfarir á vorþingi Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun VR og ungt fólk Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Til rektorsframbjóðenda: Mun HÍ fara að samkeppnislögum? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Innviðaskuld. Tifandi tímasprengja? Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Gervigreind: Hraðall þekkingar – en ekki gallalaus Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Skaut kennaraforystan sig í fótinn Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun „Þú veist, herra, að líf hunda er betra en líf okkar á Gaza“ Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Það gerðist aftur - Alþingiskosningar 2024 Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Ég er karl með vesen Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna: Hamhleypa til verka Þórður Gunnarsson skrifar Skoðun Félagslegt netöryggi er þjóðaröryggismál Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Aukin framrúðutjón á vegum landsins Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Ísland í hnotskurn Hanna Lára Steinsson skrifar Skoðun „Löngum var ég læknir minn ...“ Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Hinir ósnertanlegu Björn Ólafsson skrifar Skoðun Þaulhugsuð brella og þrálát heimþrá Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar misvitringar leika listina að ljúga Kristján Logason skrifar Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar Skoðun Kæra sjálfstæðisfólk Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er ein alda Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nóg af þögn – nú er kominn tími á aðgerðir Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Virðum kennara – þeir móta framtíðina Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Háskólinn okkar – rektorskjör Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Táknmál Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar Skoðun Hvernig talar þú um netöryggi við barnið þitt? Berglind Jónsdóttir skrifar Skoðun Lærdómar helfararinnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar Sjá meira
„Kynbundinn launamunur reyndist hins vegar vera 4,3% þegar greining var gerð á öllu úrtakinu,“ segir í glænýju svari forsætisráðherra við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar þingmanns um stöðuna á kynbundnum launamun innan stjórnarráðsins, þ.e. á meðal starfsmanna ráðuneytanna. Oftar en ekki rata upplýsingar um svona gróft og ástæðulaust kynjamisrétti í fjölmiðla og er haldið á lofti með háværum kröfum verkalýðsforystunnar, femínista og stjórnmálamanna um tafarlausar úrbætur. Að þessu sinni kvað við annan tón. Það voru engin mótmæli og enginn sá ástæðu til að senda frá sér ályktun eða tjá sig við fjölmiðla, a.m.k. ekki svo ég hafi orðið þess var. Ætli ástæða þess hafi verið sú að launamunurinn var starfskonum ráðuneytanna í hag? Þær voru nefnilega með hærri laun en karlarnir. Kannski felst minna óréttlæti í því. Ég leyfi mér reyndar að efast um að nokkurt einasta fyrirtæki, stofnun eða sveitarfélag ákveði viljandi að greiða konu lægri laun heldur en karlmanni fyrir sömu vinnuna – nú eða öfugt. Enginn hefur slíkan ásetning og ég hef aldrei heyrt nokkra manneskju nafngreinda í því samhengi. Næg ættu samt dæmin að vera, miðað við umræðuna. Á launamuninum eru nefnilega aðrar skýringar en kynferði en í vandaðri skýrslu velferðarráðuneytisins „Launamunur karla og kvenna“, frá því í maí 2015, sögðu skýrsluhöfundar að þeir gætu „ekki með vissu ályktað að sá óskýrði launamunur sem hér hefur verið metinn sé eingöngu vegna kynferðis“. Hverju sem þessu líður þá treysti ég því að karlkyns starfsmönnum stjórnarráðsins verði sýndur skilningur þegar þeir ákveða að leggja niður störf í dag kl. 15:39 til að vekja athygli á þessu gargandi óréttlæti.
Skoðun Aðgengi og jafnrétti eru ekki sérréttindi heldur mannréttindi Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Formaður Leiðsagnar semur um aðild að VR án samráðs - félagsmenn peð á taflborði Atli Sigurðarson,Sigrún Pálsdóttir skrifar
Skoðun Nauðsynlegt að nýr meirihluti borgarinnar skipti um kúrs Sigurður Hannesson,Jóhanna Klara Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börnum farnast betur þegar fullorðna fólkið tekur höndum saman Hákon Sigursteinsson,Hulda Björk Finnsdóttir skrifar
Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir skrifar