Dýrkeypt fórn Gunnlaugur Stefánsson skrifar 27. febrúar 2019 07:45 Með því að leyfa opið sjókvíaeldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það. Það er líka pólitísk ákvörðun og tekin á upplýstum grundvelli. Getgátur eldismanna um að laxeldi með norskum stofnum í opnum sjókvíum fari vel með verndum villtra laxastofna eru ekki aðeins léttvægar, heldur beinlínis rangar. En áhættan er mikil fyrir lífskjör fólksins í brotthættum byggðum sem byggir framtíð sína á opnu sjókvíaeldi. Svo er táknrænt fyrir norsku eldisfyrirtækin, að höfuðstöðvar þeirra á Íslandi eru ekki á eldissvæðunum, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Samherji réðst í uppbyggingu í laxeldi á tíunda áratug síðustu aldar í Norðfirði og Mjóafirði, byggði m.a. fullkomið laxasláturhús í Neskaupstað og stór orð féllu um nýsköpun í atvinnulífinu og Grandi lét til sín taka í eldinu í Berufirði. Bæði þessi íslensku fyrirtæki gáfust upp. Í eldi Samherja var það marglyttan sem gerði útslagið. Hvað verður um byggðirnar og fólkið, sem treystir á norska laxeldið, þegar uppgjöfin blasir við og norsku auðrisarnir hverfa af braut ævintýra sinna á Íslandi? Eitt hafísár gæti valdið því, myndarleg hvalaganga sem engum netkvíum eirir eða samstaða neytenda í heiminum um að sniðganga afurðir úr svona eldi. Eftir stendur þá fólkið í byggðunum með enn eitt hrunið í fanginu og villtir laxastofnar í sárum. Opið sjókvíaeldi á Íslandi er þyrnum stráð. Norska bylgjan í eldinu hefur ekki farið varhluta af því. Fiskur sleppur og veldur erfðablöndun í íslenskum stofnum, mengun skaðar lífríkið, sjúkdómar og lúsin herja, ytri aðstæður með köldum sjó og vályndum veðrum ógna. En skammtímagróðinn er freistandi. Stofnkostnaður er lítill og einfalt að hætta og fara. Norsku auðrisarnir eru á flótta frá heimkynnum sínum vegna slæmrar reynslu þar fyrir umhverfið og leita logandi ljósi að nýjum svæðum með netin sín. Á Íslandi er þeim tekið opnum örmum, boðið upp á ókeypis eldissvæði, sem þarf að borga marga milljarða fyrir í Noregi, gatslitin eftirlitskerfi og stjórnmálamenn sem láta sig umhverfið litlu skipta. Þar gildir að lafir á meðan ég lifi. Við höfum einstakt tækifæri til að setja okkur metnaðarfull markmið í fiskeldi. Allt eldi upp á land eða í lokuð kerfi. Unnið er markvisst samkvæmt því víða í nágrannalöndum okkar í ljósi hrikalegrar reynslu af opna sjókvíaeldinu. Norsku auðrisarnir segja að það sé ekki nógu gróðavænlegt og hóta þá að hætta eldinu í brothættum byggðum á Íslandi. Samt á sér stað lokað fiskeldi hér á landi og myndarlega að verki staðið. Það er hagkvæmara en sjókvíaeldið þegar til lengri tíma er litið og alltaf umhverfis- og búsetuvænna. En norsku auðrisarnir horfa í skammtímagróða og ganga eins langt og þeir geta. Hvaða tryggingar hefur fólkið í eldisbyggðunum þegar allt fer á versta veg? Tímabært er að spyrja um það í ljósi reynslunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Með því að leyfa opið sjókvíaeldi með norskum laxi er verið að fórna villtum íslenskum laxastofnum. Það er dýrkeypt fórn. Reynslan af eldinu í nágrannalöndunum staðfestir það. Það er líka pólitísk ákvörðun og tekin á upplýstum grundvelli. Getgátur eldismanna um að laxeldi með norskum stofnum í opnum sjókvíum fari vel með verndum villtra laxastofna eru ekki aðeins léttvægar, heldur beinlínis rangar. En áhættan er mikil fyrir lífskjör fólksins í brotthættum byggðum sem byggir framtíð sína á opnu sjókvíaeldi. Svo er táknrænt fyrir norsku eldisfyrirtækin, að höfuðstöðvar þeirra á Íslandi eru ekki á eldissvæðunum, heldur á höfuðborgarsvæðinu. Samherji réðst í uppbyggingu í laxeldi á tíunda áratug síðustu aldar í Norðfirði og Mjóafirði, byggði m.a. fullkomið laxasláturhús í Neskaupstað og stór orð féllu um nýsköpun í atvinnulífinu og Grandi lét til sín taka í eldinu í Berufirði. Bæði þessi íslensku fyrirtæki gáfust upp. Í eldi Samherja var það marglyttan sem gerði útslagið. Hvað verður um byggðirnar og fólkið, sem treystir á norska laxeldið, þegar uppgjöfin blasir við og norsku auðrisarnir hverfa af braut ævintýra sinna á Íslandi? Eitt hafísár gæti valdið því, myndarleg hvalaganga sem engum netkvíum eirir eða samstaða neytenda í heiminum um að sniðganga afurðir úr svona eldi. Eftir stendur þá fólkið í byggðunum með enn eitt hrunið í fanginu og villtir laxastofnar í sárum. Opið sjókvíaeldi á Íslandi er þyrnum stráð. Norska bylgjan í eldinu hefur ekki farið varhluta af því. Fiskur sleppur og veldur erfðablöndun í íslenskum stofnum, mengun skaðar lífríkið, sjúkdómar og lúsin herja, ytri aðstæður með köldum sjó og vályndum veðrum ógna. En skammtímagróðinn er freistandi. Stofnkostnaður er lítill og einfalt að hætta og fara. Norsku auðrisarnir eru á flótta frá heimkynnum sínum vegna slæmrar reynslu þar fyrir umhverfið og leita logandi ljósi að nýjum svæðum með netin sín. Á Íslandi er þeim tekið opnum örmum, boðið upp á ókeypis eldissvæði, sem þarf að borga marga milljarða fyrir í Noregi, gatslitin eftirlitskerfi og stjórnmálamenn sem láta sig umhverfið litlu skipta. Þar gildir að lafir á meðan ég lifi. Við höfum einstakt tækifæri til að setja okkur metnaðarfull markmið í fiskeldi. Allt eldi upp á land eða í lokuð kerfi. Unnið er markvisst samkvæmt því víða í nágrannalöndum okkar í ljósi hrikalegrar reynslu af opna sjókvíaeldinu. Norsku auðrisarnir segja að það sé ekki nógu gróðavænlegt og hóta þá að hætta eldinu í brothættum byggðum á Íslandi. Samt á sér stað lokað fiskeldi hér á landi og myndarlega að verki staðið. Það er hagkvæmara en sjókvíaeldið þegar til lengri tíma er litið og alltaf umhverfis- og búsetuvænna. En norsku auðrisarnir horfa í skammtímagróða og ganga eins langt og þeir geta. Hvaða tryggingar hefur fólkið í eldisbyggðunum þegar allt fer á versta veg? Tímabært er að spyrja um það í ljósi reynslunnar.
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun