Látum ekki skemmtikraft að sunnan... Gunnar V. Andrésson skrifar 21. febrúar 2019 07:00 Mig rak í rogastans er ég horfði á Ferðastiklur, sjónvarpsþátt Láru Ómarsdóttur, þann 14. febrúar sl. Þar fór hún um Norðausturland í fylgd föður síns, Ómars Ragnarssonar, landsfrægs landkönnuðar og fréttamanns til hálfrar aldar. Það sem ég hnaut um var heimsóknin í Vopnafjörð þar sem sagt var að Vopnafjörður, búsældarleg sveitin, væri að mestu kominn í eyði. Rétt er að margar jarðir þar eru í eyði eins og víða annars staðar á landinu eða nýttar með öðrum hætti, t.d. veiða þar sem sveitin skartar nokkrum af flottustu laxveiðiám landsins. En búskapur er blómlegur í öllum dölunum og mjólkurframleiðsla sveitarinnar meiri en nokkurn tíma fyrr. Í ferðaþættinum sást ekkert til búskaparhátta en til að staðfesta eyðibyggðina var tekið hús á Guðmundarstöðum, býli sem fór í eyði um 1980. Árið 1976 gerði Ómar sjálfur ógleymanlegan Stikluþátt um búskaparhætti á Guðmundarstöðum og tók heimilisfólkið á bænum tali. Þessi eftiráskýring Ómars í þætti Láru af kynnum hans við fólkið finnst okkur sem til þekkjum sérkennileg. Hann byrjar á að segja að honum hafi verið ráðið frá því á sínum tíma að taka hús á þeim bræðrum og því þurft að drýgja þá hetjudáð að lenda flugvél sinni á veginum fyrir ofan bæinn. En þá hafi þeir bræður komið og tekið hann tali og þar með ísinn verið brotinn. Það vildi nú þannig til að ég kom á staðinn aðvífandi, þar sem ég var gestur á næsta bæ og varð vitni að þessu flugi og síðan heimsókninni sjálfri. Og eins og alltaf var til siðs á Guðmundarstöðum var honum boðið til bæjar eins og öllum sem þangað komu, gestrisnin í hávegum höfð. Ómar bar upp löngun sína til að gera sjónvarpsþátt um þeirra lífshlaup og var því vel tekið, sagðist mundu koma síðar, „dengja“ sér til þeirra síðar og vísaði þar til gamallar vinnuaðferðar sem þarna var notuð við að brýna ljái. En það var einmitt það sem gerði fólkið á Guðmundarstöðum svo forvitnilegt, öll bústörfin voru upp á gamla mátann, vélaöldin fór þar hjá garði og það voru engir að amast við þeim lífsmáta, þetta var þeirra val. Sveitungar voru líka hjálplegir og komu stundum með sínar vélar og léttu aðeins undir bústörfin með þeim. Bústofninn var ekki stór, þeir voru með sauðfé, hesta, kýr, hænur og hunda, þetta dugði þeim til heimilisbrúks, sjálfsþurftarbúskapur. Ég naut þeirrar gæfu sem strákur að vera í sveit á sumrin, var níu sumur á næsta bæ og kom oft í Guðmundarstaði og var ævinlega tekið hlýlega á móti mér, strákhvolpinum. Öll sumrin sem ég var þarna voru krakkar úr bænum í sveit hjá þeim bræðrum og undu hag sínum vel, mörg þeirra komu sumar eftir sumar. Þegar ég ungur maður hóf störf á dagblaðinu Tímanum með myndavélina um öxl, ferðaðist ég um allt landið vegna vinnunnar. Ég heimsótti t.d. fólkið á Guðmundarstöðum sem tók á móti mér einum þrisvar sinnum í erindum blaða og var ég í öll skiptin velkominn og við áttum saman skemmtilega stund. Heimilisfólkið var meðvitað um sína hagi og var heiðarlegt í tilsvörum, þau drógu ekkert undan. Þeim dugði það sem búið gaf þeim og fetuðu ekki sömu slóð og nágrannarnir sem fóru í uppbyggingu með lántökum sem léku margan bóndann grátt í verðbólgu þess tíma. Stikluþáttur Ómars um Guðmundarstaðafólkið var eftirtektarverður um margt á sínum tíma. Þar meðal annars sagðist Stefán Ásbjarnarson bóndi vera nítjándu aldar maður og það væru lífsgildi þeirra, þeirra val. Til að lýsa persónu Stefáns betur er hægt að bæta við að hann var gleðinnar maður, fór á skemmtanir og hafði gaman af að klæða sig upp á, ónískur á kaup á fallegum fötum, hann söng í kirkjukórnum á Hofi og naut lífsins með sínu sniði. Í fyrrnefndum sjónvarpsþætti dóttur sinnar kemur skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson með ýmsar endurminningar frá sinni þáttagerð á Guðmundarstöðum. Segir heimilisfólkið hafa liðið fyrir veikindi Stefáns og hryggbrot sem hann hafi orðið fyrir er hann dvaldi sem nemi á Akureyri fyrir margt löngu. Heimilisfólkið hafi verið í „festum“ eins og hann orðaði það og dregur þar upp ýmsar ástæður og aðstæður, að sögn Ómars allar hinar ömurlegustu. Telur meðal annars húsaskipan í túninu fáránlega og segir ráðskonu þeirra bræðra, Jóhönnu Lúðvíksdóttur, flökkubarn, sem enginn kannast við. Hún var barn sem tekið var þangað í fóstur af afa og ömmu bræðranna. Á Guðmundarstöðum voru mörg börn á nítjándu og tuttugustu öldinni tekin af ábúendum í fóstur vegna landlægrar fátæktar þjóðarinnar og fengu þau öll gott atlæti og nutu menntunar bæði upp á bókina og við ýmsar hannyrðir. Ómar fékk heiðarlegt svar hjá Jóhönnu er hann spurði hana um hennar hagi. Hún svaraði því til að henni leiddust eldhúsverkin, var það nema furða búin að standa við þá iðju í áratugi, sem hann svo útleggur með þeim hætti að hún hafi verið ambátt aðstæðna. Frænka þeirra, Sesselía Stefánsdóttir, bjó líka á Guðmundarstöðum en var fallin frá þegar Ómar var í sinni þáttagerð en hún var saumakona sveitarinnar og vegna þess ferðaðist hún milli bæja eða fólk kom með óskir sínar um saumaskap til hennar í Guðmundarstaði. Sesselía var velgjörðarmaður Stefáns og þeirra systkina á bænum og kom þeim til manns og sumum til mennta. Þvæla Ómars um skólastyrk og skömm hans yfir að hafa ekki klárað námið kannast enginn við. Afar sorglegt hvernig farið var með minningu látins fólks. Við sem kynntumst fólkinu á Guðmundarstöðum, þeim Stefáni, Sighvati og Jóhönnu, geymum með okkur fallegar minningar um þau og látum ekki skemmtikraft að sunnan skemma þær. Og svona til áréttingar þá eru Guðmundarstaðir í Hofsárdal í mynni Sunnudals en ekki í Vesturárdal eins og fram kom í sérkennilegum þætti Láru Ómarsdóttur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 16.11.2024 Halldór Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Er 0,145% bankaskattur virkilega nóg? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur íslenskrar tungu 2024: Væntumþykja í 60 ár Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til næsta heilbrigðisráðherra Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Einkavæðing súrefnisins Björn Þorláksson skrifar Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Á að vera landbúnaður á Íslandi? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Miðflokkurinn stendur vörð um bændur Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Fjármál Kópavogsbæjar - hin hliðin Theódóra Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Feður eiga undir högg að sækja í forsjármálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Frír hádegisverður í boði Friedmans Róbert Björnsson skrifar Skoðun Höldum áfram með íslenskuna og konuna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ekki láta kaupa atkvæði þitt Alexandra Briem skrifar Skoðun Afnemum fátæktina Helgi Máni Sigurðsson skrifar Skoðun Krónur, evrur og fullveldi Bjarni Benediktsson skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Farsældarlögin snúast ekki um börnin Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Víðtæk og öflug barátta gegn einmanaleika á Íslandi Guðrún Svava Viðarsdóttir skrifar Skoðun Framsókn í geðheilbrigðismálum Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun 200 þúsund til að búa í fatahengi LOL Derek T. Allen skrifar Skoðun Kennari í verkfalli Hólmfríður Þorgeirsdóttir skrifar Skoðun Við viljum – kröfugerð fólks með fötlun! Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Óæskilegar uppskerur Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Úreltar og óréttmætar hvalveiðar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Bætum umhverfið svo öll börn geti blómstrað Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage skrifar Skoðun Neglum niður vextina Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Áhyggjulaust ævikvöld Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Verðbólga í boði Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Mig rak í rogastans er ég horfði á Ferðastiklur, sjónvarpsþátt Láru Ómarsdóttur, þann 14. febrúar sl. Þar fór hún um Norðausturland í fylgd föður síns, Ómars Ragnarssonar, landsfrægs landkönnuðar og fréttamanns til hálfrar aldar. Það sem ég hnaut um var heimsóknin í Vopnafjörð þar sem sagt var að Vopnafjörður, búsældarleg sveitin, væri að mestu kominn í eyði. Rétt er að margar jarðir þar eru í eyði eins og víða annars staðar á landinu eða nýttar með öðrum hætti, t.d. veiða þar sem sveitin skartar nokkrum af flottustu laxveiðiám landsins. En búskapur er blómlegur í öllum dölunum og mjólkurframleiðsla sveitarinnar meiri en nokkurn tíma fyrr. Í ferðaþættinum sást ekkert til búskaparhátta en til að staðfesta eyðibyggðina var tekið hús á Guðmundarstöðum, býli sem fór í eyði um 1980. Árið 1976 gerði Ómar sjálfur ógleymanlegan Stikluþátt um búskaparhætti á Guðmundarstöðum og tók heimilisfólkið á bænum tali. Þessi eftiráskýring Ómars í þætti Láru af kynnum hans við fólkið finnst okkur sem til þekkjum sérkennileg. Hann byrjar á að segja að honum hafi verið ráðið frá því á sínum tíma að taka hús á þeim bræðrum og því þurft að drýgja þá hetjudáð að lenda flugvél sinni á veginum fyrir ofan bæinn. En þá hafi þeir bræður komið og tekið hann tali og þar með ísinn verið brotinn. Það vildi nú þannig til að ég kom á staðinn aðvífandi, þar sem ég var gestur á næsta bæ og varð vitni að þessu flugi og síðan heimsókninni sjálfri. Og eins og alltaf var til siðs á Guðmundarstöðum var honum boðið til bæjar eins og öllum sem þangað komu, gestrisnin í hávegum höfð. Ómar bar upp löngun sína til að gera sjónvarpsþátt um þeirra lífshlaup og var því vel tekið, sagðist mundu koma síðar, „dengja“ sér til þeirra síðar og vísaði þar til gamallar vinnuaðferðar sem þarna var notuð við að brýna ljái. En það var einmitt það sem gerði fólkið á Guðmundarstöðum svo forvitnilegt, öll bústörfin voru upp á gamla mátann, vélaöldin fór þar hjá garði og það voru engir að amast við þeim lífsmáta, þetta var þeirra val. Sveitungar voru líka hjálplegir og komu stundum með sínar vélar og léttu aðeins undir bústörfin með þeim. Bústofninn var ekki stór, þeir voru með sauðfé, hesta, kýr, hænur og hunda, þetta dugði þeim til heimilisbrúks, sjálfsþurftarbúskapur. Ég naut þeirrar gæfu sem strákur að vera í sveit á sumrin, var níu sumur á næsta bæ og kom oft í Guðmundarstaði og var ævinlega tekið hlýlega á móti mér, strákhvolpinum. Öll sumrin sem ég var þarna voru krakkar úr bænum í sveit hjá þeim bræðrum og undu hag sínum vel, mörg þeirra komu sumar eftir sumar. Þegar ég ungur maður hóf störf á dagblaðinu Tímanum með myndavélina um öxl, ferðaðist ég um allt landið vegna vinnunnar. Ég heimsótti t.d. fólkið á Guðmundarstöðum sem tók á móti mér einum þrisvar sinnum í erindum blaða og var ég í öll skiptin velkominn og við áttum saman skemmtilega stund. Heimilisfólkið var meðvitað um sína hagi og var heiðarlegt í tilsvörum, þau drógu ekkert undan. Þeim dugði það sem búið gaf þeim og fetuðu ekki sömu slóð og nágrannarnir sem fóru í uppbyggingu með lántökum sem léku margan bóndann grátt í verðbólgu þess tíma. Stikluþáttur Ómars um Guðmundarstaðafólkið var eftirtektarverður um margt á sínum tíma. Þar meðal annars sagðist Stefán Ásbjarnarson bóndi vera nítjándu aldar maður og það væru lífsgildi þeirra, þeirra val. Til að lýsa persónu Stefáns betur er hægt að bæta við að hann var gleðinnar maður, fór á skemmtanir og hafði gaman af að klæða sig upp á, ónískur á kaup á fallegum fötum, hann söng í kirkjukórnum á Hofi og naut lífsins með sínu sniði. Í fyrrnefndum sjónvarpsþætti dóttur sinnar kemur skemmtikrafturinn Ómar Ragnarsson með ýmsar endurminningar frá sinni þáttagerð á Guðmundarstöðum. Segir heimilisfólkið hafa liðið fyrir veikindi Stefáns og hryggbrot sem hann hafi orðið fyrir er hann dvaldi sem nemi á Akureyri fyrir margt löngu. Heimilisfólkið hafi verið í „festum“ eins og hann orðaði það og dregur þar upp ýmsar ástæður og aðstæður, að sögn Ómars allar hinar ömurlegustu. Telur meðal annars húsaskipan í túninu fáránlega og segir ráðskonu þeirra bræðra, Jóhönnu Lúðvíksdóttur, flökkubarn, sem enginn kannast við. Hún var barn sem tekið var þangað í fóstur af afa og ömmu bræðranna. Á Guðmundarstöðum voru mörg börn á nítjándu og tuttugustu öldinni tekin af ábúendum í fóstur vegna landlægrar fátæktar þjóðarinnar og fengu þau öll gott atlæti og nutu menntunar bæði upp á bókina og við ýmsar hannyrðir. Ómar fékk heiðarlegt svar hjá Jóhönnu er hann spurði hana um hennar hagi. Hún svaraði því til að henni leiddust eldhúsverkin, var það nema furða búin að standa við þá iðju í áratugi, sem hann svo útleggur með þeim hætti að hún hafi verið ambátt aðstæðna. Frænka þeirra, Sesselía Stefánsdóttir, bjó líka á Guðmundarstöðum en var fallin frá þegar Ómar var í sinni þáttagerð en hún var saumakona sveitarinnar og vegna þess ferðaðist hún milli bæja eða fólk kom með óskir sínar um saumaskap til hennar í Guðmundarstaði. Sesselía var velgjörðarmaður Stefáns og þeirra systkina á bænum og kom þeim til manns og sumum til mennta. Þvæla Ómars um skólastyrk og skömm hans yfir að hafa ekki klárað námið kannast enginn við. Afar sorglegt hvernig farið var með minningu látins fólks. Við sem kynntumst fólkinu á Guðmundarstöðum, þeim Stefáni, Sighvati og Jóhönnu, geymum með okkur fallegar minningar um þau og látum ekki skemmtikraft að sunnan skemma þær. Og svona til áréttingar þá eru Guðmundarstaðir í Hofsárdal í mynni Sunnudals en ekki í Vesturárdal eins og fram kom í sérkennilegum þætti Láru Ómarsdóttur.
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Skoðun Mikill má máttur Viðreisnar og áhrif um alla Evrópu, líka á Pútín, vera Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Ný ríkisstjórn styrki meistarakerfi löggiltra iðngreina Hópur formanna fag- og meistarafélaga innan SI skrifar
Skoðun Stefnubreyting Miðflokksins gegn hagsmunum bænda Þórarinn Ingi Pétursson,Þuríður Lillý Sigurðardóttir,Jóhann Friðrik Friðriksson,Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson,Stefán Vagn Stefánsson,Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar
Geðdeild Akureyrar aðeins með 10 pláss á legudeild fyrir sjúklinga með alvarlegan geðrænan vanda Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun