Nýta á fjármagnið til vaxtar. Rebag rekur fimm verslanir í New York City og Los Angeles og er stefnt að því að fjölga þeim í 30 til meðallangs tíma. Enn fremur verður fjárfest til að bæta leiðir til að verðmeta töskurnar.

Birgir Ragnarsson, meðeigandi í Novator, segir að þetta muni bylta viðskiptaháttum og sé til hagsbóta fyrir umhverfið. Mikil vaxtartækifæri séu fólgin í endursölu á lúxusvörum. Neytendur líti á gæðatöskur sem fjárfestingu. Rebag bjóði upp á leið inn á markaðinn og vettvang til að eiga viðskipti með töskurnar.
„Endursala mun verða einn af hornsteinum lúxusmarkaðarins þegar vörumerki og verslanir sjá samlegðina,“ segir hann í tilkynningu í lauslegri þýðingu.