

Að stjórna - Opið bréf til Katrínar og Bjarna
1. Ríkisstjórnin hafi milligöngu um að leikskólar yrðu ókeypis. Það myndi létta byrðina svo um munaði hjá ungu fólki. Það er skringilegt að það skuli vera skólagjöld á því eina stigi skólakerfisins þar sem börn þeirra sem minnst eiga eru í meirihluta.
2. Hætt yrði að innheimta greiðslu af þeim sem leita til heilbrigðiskerfisins, það yrði fjármagnað alfarið af skattfé. Þegar það er skattlagt til þess að greiða fyrir heilbrigðisþjónustu er ekki verið að taka fé úr umferð sem gæti búið til meira verðmæti annars staðar sem er algeng röksemd fyrir því að lækka skatta, vegna þess að heilbrigðisþjónustan er ekki munaður heldur nauðsyn og það er borgað fyrir hana hvort sem er. Það má leiða að því rök að um væri að ræða greiðsludreifingu sem lenti að vísu þyngra á þeim ríku en þeim fátæku, sem er kostur í stöðunni.
3. Auka stuðning við grunnskólana vegna þess að þeir eru sá staður þar sem hægt er vinna að því að börn í erfiðum aðstæðum fái tækifæri til jafns við önnur börn.
4. Ríkisstjórnin sjái til þess að verð á rafmagni og hita haldist innan ákveðinna marka. Landsvirkjun, sem er í eigu ríkisins, skilaði betri afkomu á síðasta ári en nokkru sinni fyrr en gaf samt út yfirlýsingu um að hún ætlaði að hækka gjaldskrá sína töluvert. Meira að segja í Bandaríkjunum, heimalandi hins óhefta kapítalisma, er fyrirtækjum sem selja rafmagn og hita (utilities) sniðinn þröngur stakkur við verðlagningu.
5. Ríkisstjórnin sjái til þess að laun forstjóra ríkisfyrirtækja og stofnana og annarra á vegum hins opinbera yrðu færð til samræmis við það sem fólkinu í landinu finnst eðlilegt.
6. Fjármagnstekjuskattur verði hækkaður í 38%.
7. Ríkið leggi af mörkum til þess að koma á fót eðlilegum leigumarkaði.
Það væri í hæsta máta óvanalegt að ríkisstjórnin byði upp á þessa sjö liða kjarabót sem framlag til sátta á vinnumarkaði og það myndi kosta sitt. Það er hins vegar líklegt að sá kostnaður myndi blikna við hliðina á því tekjutapi íslensks samfélags sem hlytist af löngum verkföllum. Það er einfaldlega verkefni ríkisstjórnarinnar að leysa þann vanda á vinnumarkaði sem blasir við okkur í dag, og er það klárlega mikilvægasta verkefni sem hún hefur staðið frammi fyrir. Ef hún treystir sér ekki til þess að bretta upp ermar og hoppa ofan í skurðinn er eins gott fyrir ráðherra hennar að fara að leita sér að vinnu annars staðar. Ef ríkisstjórnin leggur af mörkum á þann máta sem er rakið hér að ofan og verkalýðsforystan neitar að meta það að verðleikum yrðum við að komast að þeirri niðurstöðu að henni þyki vænna um átökin en umbjóðendur sína.
Skoðun

Barnaræninginn Pútín
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar

Um þjóð og ríki
Gauti Kristmannsson skrifar

Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins
Helga Vala Helgadóttir skrifar

Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi
Ingólfur Ásgeirsson skrifar

Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ?
Ólafur Ívar Jónsson skrifar

Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista
Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind
Jón Daníelsson skrifar

Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi?
Björn Ólafsson skrifar

Hægri sósíalismi
Jón Ingi Hákonarson skrifar

5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki!
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu
Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar

Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá
Viðar Hreinsson skrifar

Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu
Helen Ólafsdóttir skrifar

Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir
Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar

Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Þingmenn auðvaldsins
Karl Héðinn Kristjánsson skrifar

Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum
Elliði Vignisson skrifar

Verðugur bandamaður?
Steinar Harðarson skrifar

Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn
Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar

Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst?
Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar

Rán um hábjartan dag
Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar

Af hverju er verðbólga ennþá svona há?
Ólafur Margeirsson skrifar

Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu
Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar

Uppbygging hjúkrunarheimila
Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar

Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Með skynsemina að vopni
Anton Guðmundsson skrifar

Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna?
Grímur Atlason skrifar

Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar
Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar

80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish
Jón Kaldal skrifar