Til Danmerkur eða Grænlands Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 1. mars 2019 06:00 Thomas Møller Olswen mun ekki afplána dóm sinn hér á landi. Fréttablaðið/Anton Brink „Mér fannst nú fullt tilefni til að taka málið til endurskoðunar,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller sem synjað var í gær um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Björgvin mun nú fara yfir þessa niðurstöðu með Thomasi. Ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir álitaefni, einkum varðandi brot á reglum um réttláta málsmeðferð, hefðu átt að gefa fullt tilefni til endurskoðunar. Björgvin segir Thomas munu afplána í Danmörku eða á Grænlandi. Í beiðni Thomasar til Hæstaréttar var lögð áhersla á meint vanhæfi dómsformannsins, Sigurðar Tómasar Magnússonar, annars vegar vegna greiðslna frá ákæruvaldinu fyrir útselda vinnu áður en Sigurður var skipaður dómari og hins vegar vegna góðs vinskapar dómsformannsins og Jóns H.B. Snorrasonar sem stýrði aðgerðum sérsveitar um borð í Polar Nanoq, en úrlausn málsins varðaði meðal annars lögmæti þeirra aðgerða. Vísað er til þess að Sigurður og Jón séu meðal annars saman í matarklúbbi. Þá var einnig sagt að handtaka Thomasar utan refsilögsögu landsins hafi verið ólögleg. Landsréttur hafi fallist á að hún hafi ekki lagastoð. Það eigi að leiða til þess að íslenska dómstóla bresti lögsögu til að leggja dóm á sök í málinu. Í beiðninni er einkum vísað til fíkniefnabrotsins um þetta atriði. Hæstiréttur taldi úrlausn um þessi atriði ekki hafa verulega almenna þýðingu eða að önnur mikilvæg rök væru til að heimila áfrýjun og hafnaði beiðninni. Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Dómsmál Grænland Tengdar fréttir Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
„Mér fannst nú fullt tilefni til að taka málið til endurskoðunar,“ segir Björgvin Jónsson, verjandi Thomasar Møller sem synjað var í gær um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar. Björgvin mun nú fara yfir þessa niðurstöðu með Thomasi. Ekki hafi verið tekin endanleg ákvörðun um að leita til Mannréttindadómstóls Evrópu. Hann segir álitaefni, einkum varðandi brot á reglum um réttláta málsmeðferð, hefðu átt að gefa fullt tilefni til endurskoðunar. Björgvin segir Thomas munu afplána í Danmörku eða á Grænlandi. Í beiðni Thomasar til Hæstaréttar var lögð áhersla á meint vanhæfi dómsformannsins, Sigurðar Tómasar Magnússonar, annars vegar vegna greiðslna frá ákæruvaldinu fyrir útselda vinnu áður en Sigurður var skipaður dómari og hins vegar vegna góðs vinskapar dómsformannsins og Jóns H.B. Snorrasonar sem stýrði aðgerðum sérsveitar um borð í Polar Nanoq, en úrlausn málsins varðaði meðal annars lögmæti þeirra aðgerða. Vísað er til þess að Sigurður og Jón séu meðal annars saman í matarklúbbi. Þá var einnig sagt að handtaka Thomasar utan refsilögsögu landsins hafi verið ólögleg. Landsréttur hafi fallist á að hún hafi ekki lagastoð. Það eigi að leiða til þess að íslenska dómstóla bresti lögsögu til að leggja dóm á sök í málinu. Í beiðninni er einkum vísað til fíkniefnabrotsins um þetta atriði. Hæstiréttur taldi úrlausn um þessi atriði ekki hafa verulega almenna þýðingu eða að önnur mikilvæg rök væru til að heimila áfrýjun og hafnaði beiðninni.
Birna Brjánsdóttir Birtist í Fréttablaðinu Danmörk Dómsmál Grænland Tengdar fréttir Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42 Mest lesið Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Erlent Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Innlent Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Innlent Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Innlent Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Innlent Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Innlent Appelsínugular viðvaranir og vegir víða lokaðir Veður Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Vísnabók gefin til nýrra Hvergerðinga frá Hveragerðisbæ Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Komust með flugvélinni á ögurstundu Stærstu mál stjórnarinnar bíða til 2026 Sjá meira
Thomas Møller fær ekki að áfrýja til Hæstaréttar Lögmaður Thomasar hafði óskað eftir leyfi til að áfrýja dómi Landsréttar í málinu til Hæstaréttar. 28. febrúar 2019 17:42