Af hverju hamfarir? Jóhannes Þór Skúlason skrifar 13. mars 2019 07:00 Að undanförnu hefur heilmikil umræða farið fram um boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR sem beinast gegn ferðaþjónustufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja við aðstæður sem þessar eru sjónarmiðin sem fram hafa komið ansi ólík eftir því hvorum megin samningaborðsins álitsgjafarnir sitja. Á það hefur verið bent að sífellt stærri orð séu notuð í þessum orða- og pennaskylmingum á síðum og ljósvakaöldum fjölmiðlanna. Undirrituðum hefur þar meðal annars verið legið á hálsi að nota orð eins og árásir og hamfarir um aðgerðirnar og afleiðingar þeirra. Og víst eru það afgerandi orð. En þegar staðreyndirnar eru skoðaðar kemur í ljós að það er einfaldlega ekki hægt að lýsa þessu á annan hátt.Tjónið er þegar hafið Þegar þetta er skrifað hafa mánaðarlangar verkfallahrinur með hléum verið boðaðar á tugum hótela og hópferðafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Tjónið vegna þeirra er hins vegar þegar hafið og byrjað að safnast hratt upp. Tjón fyrirtækjanna sem verða fyrir aðgerðunum, tjón annarra ferðaþjónustufyrirtækja um allt land, tjón fyrirtækja sem þjónusta þessi fyrirtæki á ýmsan hátt (bakarinn, þvottahúsið, bifreiðaverkstæðið o.s.frv.), tjón ríkis og sveitarfélaga sem tapa skattgreiðslum, tjón launafólks sem mun missa störf, tjón samfélagsins í heild sem tapar gjaldeyristekjum sem annars myndu nýtast til uppbyggingar atvinnulífs og viðhalds lífskjara um allt land. Það er ósköp einfalt að afgreiða svona upptalningu sem hræðsluáróður auðvaldsins. Það eru ódýr orð. En staðreyndirnar tala sínu máli og það þarf ekki að hlusta á atvinnurekendur til að heyra þær. Það er hægt að spyrja Seðlabankann, Hagstofuna, fjármálaráðuneytið, hagfræðiprófessora – nánast alla leikmennina á skákborði efnahagslífsins nema formenn fjögurra verkalýðsfélaga – og fá sama svar. Beint fjárhagslegt tjón þeirra fyrirtækja sem eru skotmörk verkfalla, hótela og hópferðafyrirtækja, getur numið rúmlega 250 milljónum á dag ef allt fer á versta veg. Átján dagar af slíku valda um 4,5 milljarða tjóni hjá þessum fyrirtækjum einum. Þess konar tjón þýðir að samfélagið tapar tæpum 600 milljónum af nettó skatttekjum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekkert afleitt tjón er inni í þessum tölum. Ofan á það bætast öll óbein og afleidd áhrif á önnur fyrirtæki og atvinnulífið í heild. Óbein áhrif eru gjarnan metin allt að tvöföld á við beinu áhrifin.Fordæmalaus óvissa Þetta ástand bætist ofan á spá um fækkun farþega á árinu og 10% fækkun flugsæta yfir háönnina og þar með minni tekjumöguleika fyrirtækjanna til að vinna upp á móti auknum kostnaði. Nýjustu tölur sýna að nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er 10-12% lægra það sem af er árinu 2019 en í fyrra. Og það þýðir undantekningarlaust að nýtingarhlutfallið lækkar enn meira á landsbyggðinni. Á sama tíma er rekstur flugfélags sem flytur tugi prósenta af ferðamönnum til Íslands í óvissu. Ekkert af þessu eykur líkur ferðaþjónustufyrirtækja á því að standa undir hækkun launa um tugi prósenta. Ofan á þetta og ýmsa fleiri svipaða þætti bætist að erlend fyrirtæki sem verkföll taka ekki til herja nú á viðskiptamenn íslenskra fyrirtækja með undirboðum og þeim skilaboðum að það sé ekkert verkfall hjá þeim. Slíkt er bæði þegar búið að tryggja fækkun starfa hjá hópferðafyrirtækjum og vinnur beint gegn sameiginlegum markmiðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að berjast gegn félagslegum undirboðum og skattaundanskotum. Vinnur sem sagt beint gegn hagsmunum bæði fyrirtækja, launafólks og samfélagsins í heild.Af hverju að velja hamfarir? Á meðan formenn Eflingar, VR, VLFA og VLGRV skipuleggja hamfarir í ferðaþjónustu sem valda munu öllum í samfélaginu gífurlegu tjóni sitja reyndustu verkalýðsleiðtogar landsins við samningaborðið í Karphúsinu og freista þess að ná sameiginlegri sýn á álitamálin og finna lausnir á áskorunum kjaraviðræðnanna. Og stóra spurningin sem ekki virðist fást skýrt svar við er þessi: Af hverju eru þau ekki líka þar? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóhannes Þór Skúlason Mest lesið Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur heilmikil umræða farið fram um boðaðar verkfallsaðgerðir Eflingar og VR sem beinast gegn ferðaþjónustufyrirtækjum. Eins og gefur að skilja við aðstæður sem þessar eru sjónarmiðin sem fram hafa komið ansi ólík eftir því hvorum megin samningaborðsins álitsgjafarnir sitja. Á það hefur verið bent að sífellt stærri orð séu notuð í þessum orða- og pennaskylmingum á síðum og ljósvakaöldum fjölmiðlanna. Undirrituðum hefur þar meðal annars verið legið á hálsi að nota orð eins og árásir og hamfarir um aðgerðirnar og afleiðingar þeirra. Og víst eru það afgerandi orð. En þegar staðreyndirnar eru skoðaðar kemur í ljós að það er einfaldlega ekki hægt að lýsa þessu á annan hátt.Tjónið er þegar hafið Þegar þetta er skrifað hafa mánaðarlangar verkfallahrinur með hléum verið boðaðar á tugum hótela og hópferðafyrirtækja á höfuðborgarsvæðinu. Tjónið vegna þeirra er hins vegar þegar hafið og byrjað að safnast hratt upp. Tjón fyrirtækjanna sem verða fyrir aðgerðunum, tjón annarra ferðaþjónustufyrirtækja um allt land, tjón fyrirtækja sem þjónusta þessi fyrirtæki á ýmsan hátt (bakarinn, þvottahúsið, bifreiðaverkstæðið o.s.frv.), tjón ríkis og sveitarfélaga sem tapa skattgreiðslum, tjón launafólks sem mun missa störf, tjón samfélagsins í heild sem tapar gjaldeyristekjum sem annars myndu nýtast til uppbyggingar atvinnulífs og viðhalds lífskjara um allt land. Það er ósköp einfalt að afgreiða svona upptalningu sem hræðsluáróður auðvaldsins. Það eru ódýr orð. En staðreyndirnar tala sínu máli og það þarf ekki að hlusta á atvinnurekendur til að heyra þær. Það er hægt að spyrja Seðlabankann, Hagstofuna, fjármálaráðuneytið, hagfræðiprófessora – nánast alla leikmennina á skákborði efnahagslífsins nema formenn fjögurra verkalýðsfélaga – og fá sama svar. Beint fjárhagslegt tjón þeirra fyrirtækja sem eru skotmörk verkfalla, hótela og hópferðafyrirtækja, getur numið rúmlega 250 milljónum á dag ef allt fer á versta veg. Átján dagar af slíku valda um 4,5 milljarða tjóni hjá þessum fyrirtækjum einum. Þess konar tjón þýðir að samfélagið tapar tæpum 600 milljónum af nettó skatttekjum. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að ekkert afleitt tjón er inni í þessum tölum. Ofan á það bætast öll óbein og afleidd áhrif á önnur fyrirtæki og atvinnulífið í heild. Óbein áhrif eru gjarnan metin allt að tvöföld á við beinu áhrifin.Fordæmalaus óvissa Þetta ástand bætist ofan á spá um fækkun farþega á árinu og 10% fækkun flugsæta yfir háönnina og þar með minni tekjumöguleika fyrirtækjanna til að vinna upp á móti auknum kostnaði. Nýjustu tölur sýna að nýtingarhlutfall hótela á höfuðborgarsvæðinu er 10-12% lægra það sem af er árinu 2019 en í fyrra. Og það þýðir undantekningarlaust að nýtingarhlutfallið lækkar enn meira á landsbyggðinni. Á sama tíma er rekstur flugfélags sem flytur tugi prósenta af ferðamönnum til Íslands í óvissu. Ekkert af þessu eykur líkur ferðaþjónustufyrirtækja á því að standa undir hækkun launa um tugi prósenta. Ofan á þetta og ýmsa fleiri svipaða þætti bætist að erlend fyrirtæki sem verkföll taka ekki til herja nú á viðskiptamenn íslenskra fyrirtækja með undirboðum og þeim skilaboðum að það sé ekkert verkfall hjá þeim. Slíkt er bæði þegar búið að tryggja fækkun starfa hjá hópferðafyrirtækjum og vinnur beint gegn sameiginlegum markmiðum aðila vinnumarkaðarins og stjórnvalda um að berjast gegn félagslegum undirboðum og skattaundanskotum. Vinnur sem sagt beint gegn hagsmunum bæði fyrirtækja, launafólks og samfélagsins í heild.Af hverju að velja hamfarir? Á meðan formenn Eflingar, VR, VLFA og VLGRV skipuleggja hamfarir í ferðaþjónustu sem valda munu öllum í samfélaginu gífurlegu tjóni sitja reyndustu verkalýðsleiðtogar landsins við samningaborðið í Karphúsinu og freista þess að ná sameiginlegri sýn á álitamálin og finna lausnir á áskorunum kjaraviðræðnanna. Og stóra spurningin sem ekki virðist fást skýrt svar við er þessi: Af hverju eru þau ekki líka þar?
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar
Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir Skoðun