Boeing ber fullt traust til 737 MAX Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. mars 2019 15:39 Boeing 737 MAX 8 vél á flugbraut í Renton í Washington. Getty/Stephen Brashear Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir hrap þotu Ethiopian Airlines um helgina. Engu að síður beri Boeing áfram fullt traust til Boeing 737 MAX-véla sinna, sem fjölmörg ríki og flugfélög hafa kyrrsett síðustu daga. Í tilkynningu sem Boeing sendi frá sér nú á fjórða tímanum segir að grundvallarmarkmið flugvélaframleiðandans sé að standa vörð um öryggi. Því muni Boeing áfram eiga í reglulegum samskiptum við þá viðskiptavini sína sem tekið hafa ákvörðun um að leggja 737 MAX-vélunum eftir flugslys helgarinnar; eins og Norwegian og Icelandair.Það muni flugvélaframleiðandinn gera svo að tryggja megi að viðskiptavinirnir „hafi allar nauðsynlegar upplýsingar svo að þeir geti áfram stýrt flota sínum með fullri vissu.“ Boeing segist jafnframt ekki ætla að beina nýjum tilmælum til viðskipavina sinna um hvernig þeir skuli bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Það gerði flugvélaframleiðandinn hins vegar eftir sambærilegt slys í október í fyrra þegar 737 MAX-þota Lion Air fórst skömmu eftir flugtak. Þá áréttaði Boeing að flugmenn ættu að fara eftir því sem fram kemur í handbók vélanna. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15 Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Flugvélaframleiðandinn Boeing segist hafa fullan skilning á þeim aðgerðum sem gripið hefur verið til eftir hrap þotu Ethiopian Airlines um helgina. Engu að síður beri Boeing áfram fullt traust til Boeing 737 MAX-véla sinna, sem fjölmörg ríki og flugfélög hafa kyrrsett síðustu daga. Í tilkynningu sem Boeing sendi frá sér nú á fjórða tímanum segir að grundvallarmarkmið flugvélaframleiðandans sé að standa vörð um öryggi. Því muni Boeing áfram eiga í reglulegum samskiptum við þá viðskiptavini sína sem tekið hafa ákvörðun um að leggja 737 MAX-vélunum eftir flugslys helgarinnar; eins og Norwegian og Icelandair.Það muni flugvélaframleiðandinn gera svo að tryggja megi að viðskiptavinirnir „hafi allar nauðsynlegar upplýsingar svo að þeir geti áfram stýrt flota sínum með fullri vissu.“ Boeing segist jafnframt ekki ætla að beina nýjum tilmælum til viðskipavina sinna um hvernig þeir skuli bregðast við þeirri stöðu sem upp er komin. Það gerði flugvélaframleiðandinn hins vegar eftir sambærilegt slys í október í fyrra þegar 737 MAX-þota Lion Air fórst skömmu eftir flugtak. Þá áréttaði Boeing að flugmenn ættu að fara eftir því sem fram kemur í handbók vélanna.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15 Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43 Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Rúm 40 prósent allra 737 Max verið kyrrsettar Ástralir, Singapúrar og stærðarinnar flugfélög í Brasilíu og Mexikó hafa öll kyrrsett vélar af gerðinni Boeing 737 Max 8. 12. mars 2019 11:15
Bretar banna Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi Bresk flugmálayfirvöld hafa bannað flugvélum af gerðinni Boeing 737 MAX í sinni lofthelgi. 12. mars 2019 13:43
Icelandair kyrrsetur Boeing 737 MAX 8-vélarnar Icelandair Group hefur ákveðið að taka Boeing 737 MAX 8 flugvélar sínar úr rekstri um óákveðinn tíma. Félagið er með þrjár slíkar vélar í rekstri. 12. mars 2019 14:43