Lýðheilsuógn Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. mars 2019 07:00 Með alvarlegustu ógnum sem steðja að heilsu manna eru rangar og falskar upplýsingar; moðreykur hvers kyns sem er til þess fallinn, meðvitað eða ómeðvitað, að grafa undan tiltrú almennings á læknavísindunum og heilbrigðisyfirvöldum. Rangar upplýsingar hafa fylgt bólusetningum frá upphafi, og byggjast oftar en ekki á misskilningi eða fáfræði. Aftur á móti eru falskar upplýsingar þær sem ætlað er að sá fræjum efasemda í hugum fólks; sjálf lýðheilsan er gerð að fleyg til að reka milli mismunandi hópa til að auka á sundrung og grafa undan samheldni um þann sáttmála sem almenningur og yfirvöld hafa gert til að halda lífshættulegum og óþörfum sjúkdómum í skefjum. Sáttmáli þessi byggist á trausti. Almenningur treystir á skilvirkt og ódýrt bóluefni sem aðgengilegt er öllum, meðan yfirvöld treysta almenningi til að nýta sér bóluefnið. Þegar rangar og falskar upplýsingar um bólusetningar fá að grassera er þessu trausti ógnað. Mislingafaraldurinn sem nú geisar víða um heim – faraldur sem kostaði 110 þúsund manns lífið árið 2017 – virðist að stórum hluta eiga uppruna sinn að rekja til áróðurs gegn bólusetningum. Þetta er áróður sem fengið hefur að dafna óáreittur á samfélagsmiðlum, þeim vettvangi sem eitt sinn var ætlað að færa okkur nær hvert öðru en er nú lítið annað en samfelldur og ærandi kliður upplýsinga sem birtar eru án ritstjórnar og ábyrgðar. Blessunarlega eru fáar vísbendingar um að þessi áróður hafi haft áhrif á afstöðu þeirra sem hér búa. Raunar er það svo að nánast allir sem spurðir voru um bólusetningarskyldu í könnun, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, telja að bólusetningar verði leiddar í lög. Þó að þátttaka í bólusetningum mætti sannarlega vera betri, þá er fátt sem gefur til kynna að samfélagssáttamála okkar um hjarðónæmi sé ógnað að einhverju ráði. En þar með er ekki sagt að slíkt geti ekki gerst. Jonathan Swift sagði eitt sinn að lygin fljúgi hratt, og að sannleikurinn komi jafnan haltrandi á eftir henni, og það er mikið til í þessum orðum. Ákveðinn hópur samfélagsins mun ávallt afneita traustum og óyggjandi vísbendingum og þess í stað leita staðfestingar á fyrirfram mótuðum hugmyndum. Því ætti það að vera algjört forgangsatriði að stórefla fræðslu um bólusetningar og allt sem þeim tengist til að fyrirbyggja það að skaðlegur áróður eins og sá sem nú veldur hörmungum víða um heim fái að skjóta lífseigum rótum hér á landi. Þetta útheimtir mikla frumkvæðisvinnu af hálfu heilbrigðisyfirvalda og þeirra sem getu og þekkingu hafa til að miðla réttum og nauðsynlegum upplýsingum til almennings. En ávinningurinn verður alltaf sá að renna styrkari stoðum undir jákvætt viðhorf til bólusetninga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Með alvarlegustu ógnum sem steðja að heilsu manna eru rangar og falskar upplýsingar; moðreykur hvers kyns sem er til þess fallinn, meðvitað eða ómeðvitað, að grafa undan tiltrú almennings á læknavísindunum og heilbrigðisyfirvöldum. Rangar upplýsingar hafa fylgt bólusetningum frá upphafi, og byggjast oftar en ekki á misskilningi eða fáfræði. Aftur á móti eru falskar upplýsingar þær sem ætlað er að sá fræjum efasemda í hugum fólks; sjálf lýðheilsan er gerð að fleyg til að reka milli mismunandi hópa til að auka á sundrung og grafa undan samheldni um þann sáttmála sem almenningur og yfirvöld hafa gert til að halda lífshættulegum og óþörfum sjúkdómum í skefjum. Sáttmáli þessi byggist á trausti. Almenningur treystir á skilvirkt og ódýrt bóluefni sem aðgengilegt er öllum, meðan yfirvöld treysta almenningi til að nýta sér bóluefnið. Þegar rangar og falskar upplýsingar um bólusetningar fá að grassera er þessu trausti ógnað. Mislingafaraldurinn sem nú geisar víða um heim – faraldur sem kostaði 110 þúsund manns lífið árið 2017 – virðist að stórum hluta eiga uppruna sinn að rekja til áróðurs gegn bólusetningum. Þetta er áróður sem fengið hefur að dafna óáreittur á samfélagsmiðlum, þeim vettvangi sem eitt sinn var ætlað að færa okkur nær hvert öðru en er nú lítið annað en samfelldur og ærandi kliður upplýsinga sem birtar eru án ritstjórnar og ábyrgðar. Blessunarlega eru fáar vísbendingar um að þessi áróður hafi haft áhrif á afstöðu þeirra sem hér búa. Raunar er það svo að nánast allir sem spurðir voru um bólusetningarskyldu í könnun, sem Fréttablaðið greinir frá í dag, telja að bólusetningar verði leiddar í lög. Þó að þátttaka í bólusetningum mætti sannarlega vera betri, þá er fátt sem gefur til kynna að samfélagssáttamála okkar um hjarðónæmi sé ógnað að einhverju ráði. En þar með er ekki sagt að slíkt geti ekki gerst. Jonathan Swift sagði eitt sinn að lygin fljúgi hratt, og að sannleikurinn komi jafnan haltrandi á eftir henni, og það er mikið til í þessum orðum. Ákveðinn hópur samfélagsins mun ávallt afneita traustum og óyggjandi vísbendingum og þess í stað leita staðfestingar á fyrirfram mótuðum hugmyndum. Því ætti það að vera algjört forgangsatriði að stórefla fræðslu um bólusetningar og allt sem þeim tengist til að fyrirbyggja það að skaðlegur áróður eins og sá sem nú veldur hörmungum víða um heim fái að skjóta lífseigum rótum hér á landi. Þetta útheimtir mikla frumkvæðisvinnu af hálfu heilbrigðisyfirvalda og þeirra sem getu og þekkingu hafa til að miðla réttum og nauðsynlegum upplýsingum til almennings. En ávinningurinn verður alltaf sá að renna styrkari stoðum undir jákvætt viðhorf til bólusetninga.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar