Nú þarf að blása til sóknar Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 29. mars 2019 16:19 Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot. Samstundis voru viðbragðsáætlanir stjórnvalda virkjaðar, en megininnihald þeirra er að koma þeim farþegum flugfélagsins til bjargar, sem áttu bókað flug með félaginu annað hvort heim til sín frá Íslandi eða til landsins. Sömuleiðis er fylgst grannt með umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, þar sem ljóst er að neikvæð umfjöllun í tengslum við gjaldþrot WOW air og afleiðingar þess fyrir neytendur, þessa fyrstu daga, geta verið skaðleg fyrir áfangastaðinn til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir orðspor landsins að bregðast hratt og vel við og tryggja sanngjarna lausn fyrir þá ferðamenn, viðskiptavini WOW air, sem lent hafa í vandræðum. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að leysa hratt og vel úr málum þessara ferðamanna á næstu dögum.Áhrifin ótvíræð Eftir standa áhrif falls WOW air á íslenskt samfélag og á fyrirtæki í ferðaþjónustu, en atvinnugreinin hefur verið burðarstoð atvinnulífs hér á landi síðustu ár. WOW air flutti undanfarin ár hundruð þúsunda ferðamanna til Íslands. Ljóst er að margir erlendir endursöluaðilar og ferðamenn sitja nú einhvers staðar í Evrópu og Ameríku með flugmiða til Íslands, sem ekki verður hægt að nota. Þetta eru gestir, sem eru búnir að taka ákvörðun um að heimsækja Ísland – ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum og stórir hópar ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem slæmt er að missa af. Áhrifin eru því ótvíræð.Versnandi rekstrarskilyrði Rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja hafa snarversnað undanfarin ár, ekki síst vegna hækkandi launakostnaðar og sterks gengis íslensku krónunnar sem hefur dregið verulega úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta eru þættir sem nú þegar hafa þrýst verðlagi í erlendri mynt upp úr öllu valdi. Ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum standa þessi misserin í ströngu, allflest standa þau í hagræðingaraðgerðum, uppsögnum á starfsfólki og samþjöppun af ýmsu tagi. Gjaldþrot WOW air með tilheyrandi óvissu um framboð flugsæta til Íslands, eykur vandann og er grafalvarlegt mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi og fyrir þjóðarbúið í heild. Þessu til viðbótar er ferðaþjónustan með erfiða kjaradeilu í fanginu, þar sem handvalin fyrirtæki eru eina skotmark verkalýðshreyfingarinnar. Við þetta tækifæri vil ég beina því til verkalýðshreyfingarinnar að áframhaldandi verkföll í ferðaþjónustu eru á þessum tímapunkti algjörlega fráleit og má í raun líkja við spark í liggjandi mann.Tapaðar gjaldeyristekjur Þrátt fyrir að önnur flugfélög nái að auka framboð af flugsætum til áfangastaðarins, til að bæta úr fækkun flugsæta vegna brotthvarfs WOW air, þá er ekki ósennilegt að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka um rúmlega 300 þúsund milli ára. Þetta mun valda því að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, í verslun og annarri þjónustu og óbeinum sköttum gætu lækkað sem nemur um 80 milljörðum króna. Hér á landi starfa um 20-25 þúsund manns í ferðaþjónustu, en vöxtur í greininni hefur sannarlega runnið til launþega í landinu. Full ástæða er til að minna á að atvinnuleysi á árunum eftir hrun hvarf með vexti atvinnugreinarinnar og lífskjör hafa sjaldan verið betri. Nú er ekki rétti tíminn til óraunhæfra launahækkana sem munu eingöngu leiða til fleiri uppsagna en eru nú þegar í kortunum.Áhyggjur ferðaþjónustunnar Framundan er háannatími í ferðaþjónustu og áhyggjur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu eru töluverðar. Á þeim tíma afla flest ef ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki um allt land þeirra tekna sem eru grundvöllur rekstrar allt árið um kring. Verði sá framboðsskortur sem nú er að raungerast varanlegur og viðvarandi á næstu mánuðum, þá mun það verða mikið högg og fyrir sum fyrirtæki jafnvel banvænt högg.Viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustu Það er því lífsnauðsynlegt fyrir atvinnugreinina að virkjuð verði sérstök viðbragðsáætlun til þess að lágmarka þann skaða sem er í uppsiglingu. Hún þarf að hafa það að megininnihaldi að leita allra leiða til að fá þau flugfélög sem þegar eru að fljúga til og frá Íslandi til að auka við flugframboð frá þeim flugvöllum erlendis, þar sem ljóst má vera að eftirspurnin er fyrir hendi. Takist það þyrfti að fara í sértækt markaðsátak á þeim svæðum sem við höfum skilgreint sem lykilmarkaði í þeim tilgangi að örva eftirspurn, bæði nú fyrir sumarið og ekki síður fyrir veturinn 2019-2020. Nú þarf að blása til sóknar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa áður sýnt hvað í þeim býr þegar áföll hafa dunið yfir og nú er einmitt tíminn til að snúa bökum saman og lágmarka skaðann. Það er þegar upp er staðið, öllum í hag.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Ferðamennska á Íslandi WOW Air Mest lesið Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Nóvember er tími netsvikara Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Hvernig eigum við að mæta gervigreind í skólanum? Geir Finnsson skrifar Skoðun Valkvæð Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar Skoðun Virkjanir í byggð – er farið að lögum? Gerður Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Sjá meira
Það er óhætt að segja að íslenskt samfélag hafi farið á hliðina fimmtudagsmorguninn 28. mars, þegar ljóst varð að flugfélagið WOW air væri komið í þrot. Samstundis voru viðbragðsáætlanir stjórnvalda virkjaðar, en megininnihald þeirra er að koma þeim farþegum flugfélagsins til bjargar, sem áttu bókað flug með félaginu annað hvort heim til sín frá Íslandi eða til landsins. Sömuleiðis er fylgst grannt með umfjöllun erlendra fjölmiðla um málið, þar sem ljóst er að neikvæð umfjöllun í tengslum við gjaldþrot WOW air og afleiðingar þess fyrir neytendur, þessa fyrstu daga, geta verið skaðleg fyrir áfangastaðinn til lengri tíma. Það er mikilvægt fyrir orðspor landsins að bregðast hratt og vel við og tryggja sanngjarna lausn fyrir þá ferðamenn, viðskiptavini WOW air, sem lent hafa í vandræðum. Við gerum ráð fyrir að hægt verði að leysa hratt og vel úr málum þessara ferðamanna á næstu dögum.Áhrifin ótvíræð Eftir standa áhrif falls WOW air á íslenskt samfélag og á fyrirtæki í ferðaþjónustu, en atvinnugreinin hefur verið burðarstoð atvinnulífs hér á landi síðustu ár. WOW air flutti undanfarin ár hundruð þúsunda ferðamanna til Íslands. Ljóst er að margir erlendir endursöluaðilar og ferðamenn sitja nú einhvers staðar í Evrópu og Ameríku með flugmiða til Íslands, sem ekki verður hægt að nota. Þetta eru gestir, sem eru búnir að taka ákvörðun um að heimsækja Ísland – ferðamenn sem koma hingað á eigin vegum og stórir hópar ferðamanna í skipulögðum ferðum, sem slæmt er að missa af. Áhrifin eru því ótvíræð.Versnandi rekstrarskilyrði Rekstrarskilyrði ferðaþjónustufyrirtækja hafa snarversnað undanfarin ár, ekki síst vegna hækkandi launakostnaðar og sterks gengis íslensku krónunnar sem hefur dregið verulega úr samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar fyrir ferðamenn. Þetta eru þættir sem nú þegar hafa þrýst verðlagi í erlendri mynt upp úr öllu valdi. Ferðaþjónustufyrirtæki af öllum stærðum og gerðum standa þessi misserin í ströngu, allflest standa þau í hagræðingaraðgerðum, uppsögnum á starfsfólki og samþjöppun af ýmsu tagi. Gjaldþrot WOW air með tilheyrandi óvissu um framboð flugsæta til Íslands, eykur vandann og er grafalvarlegt mál fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu hér á landi og fyrir þjóðarbúið í heild. Þessu til viðbótar er ferðaþjónustan með erfiða kjaradeilu í fanginu, þar sem handvalin fyrirtæki eru eina skotmark verkalýðshreyfingarinnar. Við þetta tækifæri vil ég beina því til verkalýðshreyfingarinnar að áframhaldandi verkföll í ferðaþjónustu eru á þessum tímapunkti algjörlega fráleit og má í raun líkja við spark í liggjandi mann.Tapaðar gjaldeyristekjur Þrátt fyrir að önnur flugfélög nái að auka framboð af flugsætum til áfangastaðarins, til að bæta úr fækkun flugsæta vegna brotthvarfs WOW air, þá er ekki ósennilegt að erlendum ferðamönnum hér á landi muni fækka um rúmlega 300 þúsund milli ára. Þetta mun valda því að tekjur fyrirtækja í ferðaþjónustu, í verslun og annarri þjónustu og óbeinum sköttum gætu lækkað sem nemur um 80 milljörðum króna. Hér á landi starfa um 20-25 þúsund manns í ferðaþjónustu, en vöxtur í greininni hefur sannarlega runnið til launþega í landinu. Full ástæða er til að minna á að atvinnuleysi á árunum eftir hrun hvarf með vexti atvinnugreinarinnar og lífskjör hafa sjaldan verið betri. Nú er ekki rétti tíminn til óraunhæfra launahækkana sem munu eingöngu leiða til fleiri uppsagna en eru nú þegar í kortunum.Áhyggjur ferðaþjónustunnar Framundan er háannatími í ferðaþjónustu og áhyggjur þeirra sem starfa í ferðaþjónustu eru töluverðar. Á þeim tíma afla flest ef ekki öll ferðaþjónustufyrirtæki um allt land þeirra tekna sem eru grundvöllur rekstrar allt árið um kring. Verði sá framboðsskortur sem nú er að raungerast varanlegur og viðvarandi á næstu mánuðum, þá mun það verða mikið högg og fyrir sum fyrirtæki jafnvel banvænt högg.Viðbragðsáætlun fyrir ferðaþjónustu Það er því lífsnauðsynlegt fyrir atvinnugreinina að virkjuð verði sérstök viðbragðsáætlun til þess að lágmarka þann skaða sem er í uppsiglingu. Hún þarf að hafa það að megininnihaldi að leita allra leiða til að fá þau flugfélög sem þegar eru að fljúga til og frá Íslandi til að auka við flugframboð frá þeim flugvöllum erlendis, þar sem ljóst má vera að eftirspurnin er fyrir hendi. Takist það þyrfti að fara í sértækt markaðsátak á þeim svæðum sem við höfum skilgreint sem lykilmarkaði í þeim tilgangi að örva eftirspurn, bæði nú fyrir sumarið og ekki síður fyrir veturinn 2019-2020. Nú þarf að blása til sóknar. Ferðaþjónustan og stjórnvöld hafa áður sýnt hvað í þeim býr þegar áföll hafa dunið yfir og nú er einmitt tíminn til að snúa bökum saman og lágmarka skaðann. Það er þegar upp er staðið, öllum í hag.Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar.
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Kæra foreldri, verður barnið þitt af verulegum árs- og ævitekjum ? Jón Pétur Zimsen skrifar
Skoðun Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir skrifar
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun
Draumurinn um jafna foreldraábyrgð sem varð að martröð þolenda ofbeldis í nánum samböndum Sigrún Sif Eyfeld Jóelsdóttir,Kolbrún Dögg Arnardóttir Skoðun