Kæra dagbók Þórarinn Þórarinsson skrifar 29. mars 2019 07:00 Árla morguns fór ég á hestvagninum í Bónus á Fiskislóð vegna þess að ég átti að sækja aðföng fyrir götuna í þessari viku. Margnota dömubindi, fjölnota skeinituskur, linsubaunir og tófústeikur eru komnar á sína staði og þetta tók mig nú ekki nema rétt tæpar tvær klukkustundir. Sámur 2.1 var með í för og hann skeit þrisvar á leiðinni og skíturinn er enn á sínum stað. Hvað vorum við eiginlega að spá þarna þegar við vorum undir oki plastmenningarinnar og tróðum lífrænum úrgangi í baneitraða plastpoka? Á heimleiðinni leyfði ég huganum að reika í ómengaðri þögninni á meðan Boxari dró vagninn sínum letilega takti. Spurði klóninn hvort honum þætti ekki heiður himininn fagur og lífið bara almennt svona nokkuð gott með tilliti til alls og hliðsjónar af hinu liðna. Hann horfði á mig með þessum krúttlega morðglampa sem vill stundum einkenna afrit af afriti af afriti einhvers sem aldrei átti að endurtaka og lét skína í beittar tennurnar. Sérkennilegur fulltrúi sjúkra tíma, hann Sámur 2.1. Hundspottinu til varnar var hann ekki einu sinni byrjaður að gerjast í tilraunaglasinu 28. mars 2019 þegar hinir skammsýnu fengu móðursýkiskast yfir því að flugvélar hættu að fljúga og nú myndi allt breytast. Akkúrat á þeim stað í sögu okkar sem hugsandi fólk vissi að við yrðum einmitt að hugsa allt upp á nýtt ef við ættum að lifa af. 19. öldin er alls ekkert svo slæm á þeirri 21. þegar við vitum allt sem við vitum og höfum vit á því að læra af sögunni og reynslunni. Úti í garði eru sætu kartöflurnar að potast upp úr moldinni og landnámshænurnar gagga. Ætli það verði ekki bara ommiletta í kvöldmat og svo rís enn einn fagur dagur á morgun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Árla morguns fór ég á hestvagninum í Bónus á Fiskislóð vegna þess að ég átti að sækja aðföng fyrir götuna í þessari viku. Margnota dömubindi, fjölnota skeinituskur, linsubaunir og tófústeikur eru komnar á sína staði og þetta tók mig nú ekki nema rétt tæpar tvær klukkustundir. Sámur 2.1 var með í för og hann skeit þrisvar á leiðinni og skíturinn er enn á sínum stað. Hvað vorum við eiginlega að spá þarna þegar við vorum undir oki plastmenningarinnar og tróðum lífrænum úrgangi í baneitraða plastpoka? Á heimleiðinni leyfði ég huganum að reika í ómengaðri þögninni á meðan Boxari dró vagninn sínum letilega takti. Spurði klóninn hvort honum þætti ekki heiður himininn fagur og lífið bara almennt svona nokkuð gott með tilliti til alls og hliðsjónar af hinu liðna. Hann horfði á mig með þessum krúttlega morðglampa sem vill stundum einkenna afrit af afriti af afriti einhvers sem aldrei átti að endurtaka og lét skína í beittar tennurnar. Sérkennilegur fulltrúi sjúkra tíma, hann Sámur 2.1. Hundspottinu til varnar var hann ekki einu sinni byrjaður að gerjast í tilraunaglasinu 28. mars 2019 þegar hinir skammsýnu fengu móðursýkiskast yfir því að flugvélar hættu að fljúga og nú myndi allt breytast. Akkúrat á þeim stað í sögu okkar sem hugsandi fólk vissi að við yrðum einmitt að hugsa allt upp á nýtt ef við ættum að lifa af. 19. öldin er alls ekkert svo slæm á þeirri 21. þegar við vitum allt sem við vitum og höfum vit á því að læra af sögunni og reynslunni. Úti í garði eru sætu kartöflurnar að potast upp úr moldinni og landnámshænurnar gagga. Ætli það verði ekki bara ommiletta í kvöldmat og svo rís enn einn fagur dagur á morgun.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun