Bandaríska loftferðaeftirlitið, FAA, hefur gefið forsamþykki fyrir uppfærslu Boeing á stýrikerfi 737 Max-þotanna sem nú hafa sætt kyrrsetningu í meira en tíu daga.
Um er að ræða búnaðinn MCAS sem hindra á að vélarnar ofrísi á flugi. Samkvæmt The Wall Street Journal kynnir Boeing uppfærsluna fyrir bandarísku flugfélögunum American, Southwest og United auk TUI fly Belgium og annars ónefnds flugfélags utan Bandaríkjanna.
Þá segir að endanlegt samþykki FAA fáist aðeins eftir fleiri prófanir og staðfestingar á næstu vikum.
Auk hugbúnaðar uppfærslunnar er Boeing sagt hafa lokið við að uppfæra flug- og flugmannshandbækur eins og FAA krafðist
