Vonandi var hann ekki sannkristinn Þórlindur Kjartansson skrifar 22. mars 2019 08:00 Þann 13. nóvember árið 2015 var framið í París hryðjuverk þar sem hópar vopnaðra manna gerðu árásir á saklaust fólk víða um borgina. 130 féllu, þar af voru 90 ungmenni á tónleikum. Heimurinn sýndi mikla samstöðu með sorg og reiði frönsku þjóðarinnar. Árásin vakti skiljanlega mikinn óhug því hún var bersýnilega vel skipulögð og morðingjarnir voru flestir ríkisborgarar í Frakklandi og Belgíu auk tveggja Íraka. Forsprakkarnir höfðu ferðast til Sýrlands og urðu meðlimir í þéttu neti svipað þenkjandi einstaklinga sem ýmist hafa hug á eða samúð með voðaverkum á Vesturlöndum þar sem skotmörkin eru almennir borgarar. Um einu og hálfu ári eftir árásirnar mannskæðu í París bárust fréttir af svipuðu hryðjuverki. Fórnarlömbin voru sárasaklaus ungmenni að njóta lífsins, skemmta sér, daðra og dansa, vera ung og leika sér. Þá þurfti bara einn mann til að breyta græskulausu æskufjöri í blóðugan hrylling. Byssukúlur þutu í gegnum loftið og það var miðað til að drepa. Ungt fólk á harðahlaupum fyrir lífi sínu vissi ekki hvar var skjól og í kringum þá sem sluppu hrundu niður líflausir líkamar sem örfáum mínútum áður höfðu verið uppfullir af gleði, lífskrafti og kærulausum fögnuði. 58 féllu og á níunda hundrað særðust, ýmist af skotsárum eða í troðningnum. Þegar fréttir byrjuðu að berast af hryðjuverkinu í Las Vegas 1. október 2017 er öruggt að milljónir múslima um heim allan hafi gripið andann á lofti, fengið kökk í hálsinn og fundið hjá sér heita og nístandi ósk—og skammast sín fyrir hugsunina en ekki getað varist henni: „Ég vona að þetta hafi ekki verið múslimi…“ Og það var heldur ekki múslimi heldur amerískur bókhaldari sem hafði efnast á fjárhættuspilum en tapað miklum upphæðum skömmu áður en hann gerði árásina. Hann hafði skipulagt árásina vandlega mánuðina á undan og virst undarlegri en venjulega í háttum; heltekinn af ótta við sýkla og bakteríur og þjakaður af þunglyndi og kvíða. Það voru hins vegar engin teikn á lofti um að hann hefði í huga annað eins illvirki. Líklega datt ekki mörgum íbúum á Vesturlöndum í hug að spyrja sérstaklega um trúrækni hans. Sama hefur eflaust verið upp á teningnum þegar fréttir fóru að berast í síðustu viku af hryðjuverkum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Árásirnar voru, ef eitthvað er, jafnvel ennþá kaldrifjaðri heldur en mörg þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið undanfarin ár á Vesturlöndum. Menn, konur og börn í Christchurch krupu saman í bæn til sama almættis og flestir trúræknir Vesturlandabúar tilbiðja. Það er siður múslima á föstudögum. Bænirnar eru svipaðar og við þekkjum, þær snúast um þakklæti og beiðni um leiðsögn til þess að verða betri manneskjur. Þessi kyrrðarstund var brotin upp í Al-Noor moskunni þegar þungvopnaður maður ruddist inn í helgidóminn. Safnaðarmeðlimur mætti honum og heilsaði með orðunum „sæll, bróðir“ og upphófst þá miskunnarlaus skothríð á söfnuðinn þar sem 42 féllu. Fimmtán mínútum síðar var gerð sambærileg árás á annan bænastað múslima. Þar létust sjö en einn dó á sjúkrahúsi af sárum sínum. Um fimmtíu særðust. Yngsta fórnarlambið, skotmark miskunnarlausrar heiftar hryðjuverkamannsins, var þriggja ára barn sem hann miðaði á og skaut. Eins hryllileg og þessi árás var þá hafa eflaust mjög fáir íbúar á Vesturlöndum dokað við, með kökkinn í hálsinum og leyft sér að hugsa: „Ég vona að þetta hafi ekki verið sannkristinn maður.“ Við þurfum ekki að velta því fyrir okkur, því við vitum það öll með algjörri bjargfastri vissu að maður sem fremur annað eins ódæði getur ekki verið kristinn maður; hann er andstæðan við kristilegt hugarfar—hann er óvinurinn sjálfur. En það virðist vera álitið réttlætanlegt að velta sambærilegum spurningum fyrir sér þegar hópar hryðjuverkamanna fara fram í nafni íslam. Flestum á Vesturlöndum er tamt að líta á hryðjuverk hvítra öfgamanna sem sjálfstæða og einangraða glæpi sturlaðra manna—en voðaverk manna frá múslimaheiminum sem hluta af þaulskipulögðu og stórhættulegu samsæri. Hér er vert að staldra við. Hryðjuverkamennirnir í Christchurch virðast hafa verið innblásnir af öðrum hryðjuverkamanni, Anders Breivik, sem drap 77 manns árið 2011, þar af 69 frjálslynd ungmenni á eyjunni Útey. Víðtækar ályktanir, og afdrifaríkar ákvarðanir um stríðsrekstur, hafa verið dregnar út frá veikari vísbendingum um samsæri. Sífellt glannalegri umræða stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks á Vesturlöndum er smám saman að hafa þær afleiðingar að úti á ystu jöðrum samfélagsins fjölgar í hópum ungra hvítra manna sem lifa og hrærast í heimi samsæriskenninga, ofsóknaræðis og ofbeldisóra. Þeir fara í gegnum algjörlega sambærilegan heilaþvott og árásarmennirnir í París og aðrir þeir sem gengist hafa hinu svokallaða íslamska ríki á hönd. Í báðum tilvikum sogast villuráfandi ungir menn, margir í viðjum fíknar eða glæpa, ofan í hugmyndafræðilegt svarthol hatursins og verða hluti af samfélagi sem er bundið saman af botnlausri fyrirlitningu á þeim sem eru utan hópsins og skilyrðislausri hollustu við þá sem gengist hafa öfgunum á hönd. Það eru blikur á lofti á Vesturlöndum og allir þeir sem njóta virðingar og tekið er mark á í opinberri umræðu þurfa að gera sér vel grein fyrir því að í hinum ýmsu skúmaskotum vanlíðunar og tilgangsleysis leggja menn við hlustir; tilbúnir til þess að túlka jafnvel minnstu vísbendingar sem réttlætingu fyrir meira hatri og ofbeldi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Skoðun Skoðun Tómstundamenntun sem meðferðarúrræði Brynja Dögg Árnadóttir skrifar Skoðun Partíið er búið – allir þurfa að fóta sig í breyttum heimi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Stuttflutt“ Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Sjá meira
Þann 13. nóvember árið 2015 var framið í París hryðjuverk þar sem hópar vopnaðra manna gerðu árásir á saklaust fólk víða um borgina. 130 féllu, þar af voru 90 ungmenni á tónleikum. Heimurinn sýndi mikla samstöðu með sorg og reiði frönsku þjóðarinnar. Árásin vakti skiljanlega mikinn óhug því hún var bersýnilega vel skipulögð og morðingjarnir voru flestir ríkisborgarar í Frakklandi og Belgíu auk tveggja Íraka. Forsprakkarnir höfðu ferðast til Sýrlands og urðu meðlimir í þéttu neti svipað þenkjandi einstaklinga sem ýmist hafa hug á eða samúð með voðaverkum á Vesturlöndum þar sem skotmörkin eru almennir borgarar. Um einu og hálfu ári eftir árásirnar mannskæðu í París bárust fréttir af svipuðu hryðjuverki. Fórnarlömbin voru sárasaklaus ungmenni að njóta lífsins, skemmta sér, daðra og dansa, vera ung og leika sér. Þá þurfti bara einn mann til að breyta græskulausu æskufjöri í blóðugan hrylling. Byssukúlur þutu í gegnum loftið og það var miðað til að drepa. Ungt fólk á harðahlaupum fyrir lífi sínu vissi ekki hvar var skjól og í kringum þá sem sluppu hrundu niður líflausir líkamar sem örfáum mínútum áður höfðu verið uppfullir af gleði, lífskrafti og kærulausum fögnuði. 58 féllu og á níunda hundrað særðust, ýmist af skotsárum eða í troðningnum. Þegar fréttir byrjuðu að berast af hryðjuverkinu í Las Vegas 1. október 2017 er öruggt að milljónir múslima um heim allan hafi gripið andann á lofti, fengið kökk í hálsinn og fundið hjá sér heita og nístandi ósk—og skammast sín fyrir hugsunina en ekki getað varist henni: „Ég vona að þetta hafi ekki verið múslimi…“ Og það var heldur ekki múslimi heldur amerískur bókhaldari sem hafði efnast á fjárhættuspilum en tapað miklum upphæðum skömmu áður en hann gerði árásina. Hann hafði skipulagt árásina vandlega mánuðina á undan og virst undarlegri en venjulega í háttum; heltekinn af ótta við sýkla og bakteríur og þjakaður af þunglyndi og kvíða. Það voru hins vegar engin teikn á lofti um að hann hefði í huga annað eins illvirki. Líklega datt ekki mörgum íbúum á Vesturlöndum í hug að spyrja sérstaklega um trúrækni hans. Sama hefur eflaust verið upp á teningnum þegar fréttir fóru að berast í síðustu viku af hryðjuverkum í Christchurch á Nýja-Sjálandi. Árásirnar voru, ef eitthvað er, jafnvel ennþá kaldrifjaðri heldur en mörg þeirra hryðjuverka sem framin hafa verið undanfarin ár á Vesturlöndum. Menn, konur og börn í Christchurch krupu saman í bæn til sama almættis og flestir trúræknir Vesturlandabúar tilbiðja. Það er siður múslima á föstudögum. Bænirnar eru svipaðar og við þekkjum, þær snúast um þakklæti og beiðni um leiðsögn til þess að verða betri manneskjur. Þessi kyrrðarstund var brotin upp í Al-Noor moskunni þegar þungvopnaður maður ruddist inn í helgidóminn. Safnaðarmeðlimur mætti honum og heilsaði með orðunum „sæll, bróðir“ og upphófst þá miskunnarlaus skothríð á söfnuðinn þar sem 42 féllu. Fimmtán mínútum síðar var gerð sambærileg árás á annan bænastað múslima. Þar létust sjö en einn dó á sjúkrahúsi af sárum sínum. Um fimmtíu særðust. Yngsta fórnarlambið, skotmark miskunnarlausrar heiftar hryðjuverkamannsins, var þriggja ára barn sem hann miðaði á og skaut. Eins hryllileg og þessi árás var þá hafa eflaust mjög fáir íbúar á Vesturlöndum dokað við, með kökkinn í hálsinum og leyft sér að hugsa: „Ég vona að þetta hafi ekki verið sannkristinn maður.“ Við þurfum ekki að velta því fyrir okkur, því við vitum það öll með algjörri bjargfastri vissu að maður sem fremur annað eins ódæði getur ekki verið kristinn maður; hann er andstæðan við kristilegt hugarfar—hann er óvinurinn sjálfur. En það virðist vera álitið réttlætanlegt að velta sambærilegum spurningum fyrir sér þegar hópar hryðjuverkamanna fara fram í nafni íslam. Flestum á Vesturlöndum er tamt að líta á hryðjuverk hvítra öfgamanna sem sjálfstæða og einangraða glæpi sturlaðra manna—en voðaverk manna frá múslimaheiminum sem hluta af þaulskipulögðu og stórhættulegu samsæri. Hér er vert að staldra við. Hryðjuverkamennirnir í Christchurch virðast hafa verið innblásnir af öðrum hryðjuverkamanni, Anders Breivik, sem drap 77 manns árið 2011, þar af 69 frjálslynd ungmenni á eyjunni Útey. Víðtækar ályktanir, og afdrifaríkar ákvarðanir um stríðsrekstur, hafa verið dregnar út frá veikari vísbendingum um samsæri. Sífellt glannalegri umræða stjórnmálamanna og fjölmiðlafólks á Vesturlöndum er smám saman að hafa þær afleiðingar að úti á ystu jöðrum samfélagsins fjölgar í hópum ungra hvítra manna sem lifa og hrærast í heimi samsæriskenninga, ofsóknaræðis og ofbeldisóra. Þeir fara í gegnum algjörlega sambærilegan heilaþvott og árásarmennirnir í París og aðrir þeir sem gengist hafa hinu svokallaða íslamska ríki á hönd. Í báðum tilvikum sogast villuráfandi ungir menn, margir í viðjum fíknar eða glæpa, ofan í hugmyndafræðilegt svarthol hatursins og verða hluti af samfélagi sem er bundið saman af botnlausri fyrirlitningu á þeim sem eru utan hópsins og skilyrðislausri hollustu við þá sem gengist hafa öfgunum á hönd. Það eru blikur á lofti á Vesturlöndum og allir þeir sem njóta virðingar og tekið er mark á í opinberri umræðu þurfa að gera sér vel grein fyrir því að í hinum ýmsu skúmaskotum vanlíðunar og tilgangsleysis leggja menn við hlustir; tilbúnir til þess að túlka jafnvel minnstu vísbendingar sem réttlætingu fyrir meira hatri og ofbeldi.
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Skoðun Landssamband smábátaeigenda 40 ára – hverju hefur baráttan skilað? Kjartan Páll Sveinsson,Örn Pálsson skrifar
Skoðun Frá séreignarstefnu til fjárfestingarmarkaðar: hvað fór úrskeiðis? Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun