Handbolti

Góður dagur hjá landsliðshornamönnunum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arnór Þór skoraði sjö mörk gegn Bietigheim.
Arnór Þór skoraði sjö mörk gegn Bietigheim. vísir/getty
Arnór Þór Gunnarsson var markahæstur í liði Bergischer sem vann Bietigheim, 21-28, á útivelli í þýsku úrvalsdeildinni í handbolta í dag.

Arnór skoraði sjö mörk úr átta skotum. Þrjú marka hans komu af vítalínunni. Þetta var þriðji sigur Bergsicher í röð. Liðið er í 7. sæti deildarinnar.

Hannes Jón Jónsson er þjálfari Bietigheim sem er í sautjánda og næstneðsta sæti deildarinnar með átta stig, þremur stigum frá öruggu sæti.

Stefán Rafn Sigurmannsson skoraði þrjú marka Pick Szeged í öruggum sigri á Wisla Plock, 23-16, í seinni leik liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Szeged vann einvígið 45-36 og mætir Vardar í 8-liða úrslitum.

Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk fyrir Füchse Berlin sem rúllaði yfir Balatonfüredi, 36-23, í lokaumferð riðlakeppni EHF-bikarsins.

Berlínarrefirnir unnu sinn riðil og eru komnir í 8-liða úrslit keppninnar sem þeir unnu á síðasta ári.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×