Að „berjast“ við aldurinn Teitur Guðmundsson skrifar 4. apríl 2019 07:00 Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerðingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna. Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglubundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn, það er það sem lífið gengur út á! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Teitur Guðmundsson Mest lesið Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Sjá meira
Það er ljóst að öll eldumst við, en það er ekki sama hvernig við förum að því. Sumir verða gamlir fyrir aldur fram, aðrir eru alltaf ungir burtséð frá hrukkunum og hrörnuninni sem á sér stað með tímanum. Þá eru þeir sem eru svo heppnir að halda heilsu og vera virkir, á meðan hinir slitna og veikjast. Allt er þetta hluti af lífinu, en það er líka val hvers og eins upp að vissu marki. Samspil andlegrar og líkamlegrar vellíðunar er flestum augljóst og óteljandi atriði sem geta haft áhrif á hvort tveggja. Það er eitthvað fallegt við það að sjá fólk njóta lífsins, sama á hvaða aldri það er. Því fylgir líka oft öfund og vanlíðan hjá þeim sem annars vegar ekki tekst það og svo hinum sem geta það ekki einhverra hluta vegna. Svo eru það sigurvegararnir sem láta ekki brjóta sig niður og neita að gefast upp þótt á móti blási. Heilsan skiptir okkur öll gríðarlegu máli og okkur hættir til að þykja það sjálfsagt að geta gengið, borðað, talað, sofið og hugsað skýrt. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á því hversu mikilvægt það var okkur. Margir þeirra sjúkdóma sem valda færniskerðingu eru mjög vaxandi í vestrænum samfélögum sem sjá fram á verulega áskorun þegar kemur að þjónustu og meðferð. Þar má telja Alzheimer, aðra minnistruflunar- og hrörnunarsjúkdóma líkt og Parkinson svo dæmi séu tekin. En þessir hópar einstaklinga þurfa að horfa til þess eftir greiningu hvað þeir geta gert og aðstandendur þeirra þar sem augljóst er að sjúkdómurinn mun þróast. Hluti af því að taka stjórn á eigin lífi og líðan felst í núvitund og æðruleysi auk þess að láta gott af sér leiða sem oftast. Það þarf ekki að vera merkilegt, oft er nóg að sýna áhuga, spyrja spurninga, brosa, taka utan um náungann og hrósa. Nýta þau tækifæri sem gefast til að hlæja og varðveita barnið í sjálfum sér. Þessi einföldu atriði skipta máli til viðbótar við mataræði og hreyfingu að sjálfsögðu. Hluttekning í lífi hins aldraða er mikilvæg burtséð frá því hvaða sjúkdóm hann glímir við, nánd og nærvera ættingja er mikilvæg í þessu tilliti og mikil næring. Í stað þess að berjast við aldurinn ættum við að fagna honum, nýta reynsluna sem honum fylgir og vera vakandi yfir þeim breytingum sem eiga sér stað með virkum forvörnum. Sinna bæði líkama og sál, sumt þarfnast áreynslu og áræðni, en í raun eiga sömu leiðbeiningar við um unga sem aldna. Sem dæmi má nefna. Hjarta-, vöðva- og jafnvægisþjálfun helst þrisvar í viku. Dagleg samskipti við annað fólk. Hugarleikfimi og minnisþjálfun, lærðu helst eitthvað nýtt á hverjum degi. Borðaðu almennt hollt en njóttu þess að sukka af og til. Ekki nota tóbak, drekktu áfengi í hófi og passaðu að fá þinn svefn. Stundaðu reglubundið kynlíf, leitaðu aðstoðar ef þarf. Segðu frá ef þér líður illa og leyfðu öðrum að njóta þess með þér þegar þér líður vel. Umfram allt gefðu bros, því það kostar ekkert! Þú ræður því hvernig þér líður, elskaðu sjálfan þig svo þú getir elskað aðra og vertu ekki að velta fyrir þér á hvaða aldri þú ert. Njóttu tímans og stundarinnar í botn, það er það sem lífið gengur út á!
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun