Of strangar reglur um Frístundakortið Kolbrún Baldursdóttir skrifar 17. apríl 2019 08:00 Frístundakort er 50.000 króna styrkur frá Reykjavíkurborg til barna á aldrinum 6-18 ára og gildir í eitt ár í einu. Systkini geta ekki notað sama Frístundakort. Hægt er að nota Frístundakortið til að borga fyrir þátttöku í íþróttum, listum og tómstundum. Það er einungis hægt að nota Frístundakortið hjá félögum og samtökum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi. Félagslegar aðstæður og efnahagur eiga ekki að skipta máli, segir á vef borgarinnar. Félagið sem er með námskeiðið þarf að vera með samning við Reykjavíkurborg. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur. Kennarinn eða leiðbeinandinn þarf að vera með menntun í því sem er kennt á námskeiðinu og eldri en 18 ára. Húsnæði þar sem námskeið fer fram þarf að vera með rekstrarleyfi.Allt of strangar reglur Reglur um Frístundakort eru allt of strangar. Nýtingartölur sem eru skráðar eftir póstnúmerum eru ekki nógu góðar. Kortanýting er 69% til 90%. Í borgarstjórn hef ég reynt að leggja fram tillögur um að notkunarskilyrði verði rýmkuð. Það ætti t.d. að vera sjálfsagt að systkini geti notað sama Frístundakortið henti það þeim. Ekki er heldur hægt að nota Frístundakortið í starfi félagsmiðstöðvanna en þar eru viðburðir og ferðir ekki alltaf gjaldfrjálsar. Ekki er hægt að nota Frístundakortið í niðurgreidd sumarnámskeið á vegum borgarinnar eða félaga. Eins og vitað er þá hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt þrátt fyrir niðurgreiðslu. Kortið ætti ekki einungis að ná yfir frístundir heldur allt sem kallar á útiveru og hreyfingu. Markmið borgarinnar ætti að vera að rýmka reglur kortsins það mikið að það verði fullnýtt. Taka ætti allt sem vitað er að geri börnum gott andlega og líkamlega inn í notkunarskilgreininguna. Ljóst er að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þarf að endurskoða þessar reglur.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Mest lesið Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Skoðun Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Frístundakort er 50.000 króna styrkur frá Reykjavíkurborg til barna á aldrinum 6-18 ára og gildir í eitt ár í einu. Systkini geta ekki notað sama Frístundakort. Hægt er að nota Frístundakortið til að borga fyrir þátttöku í íþróttum, listum og tómstundum. Það er einungis hægt að nota Frístundakortið hjá félögum og samtökum í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Markmið Frístundakortsins er að öll börn og unglingar í Reykjavík geti tekið þátt í frístundastarfi. Félagslegar aðstæður og efnahagur eiga ekki að skipta máli, segir á vef borgarinnar. Félagið sem er með námskeiðið þarf að vera með samning við Reykjavíkurborg. Námskeið þarf að vera að minnsta kosti 10 vikur. Kennarinn eða leiðbeinandinn þarf að vera með menntun í því sem er kennt á námskeiðinu og eldri en 18 ára. Húsnæði þar sem námskeið fer fram þarf að vera með rekstrarleyfi.Allt of strangar reglur Reglur um Frístundakort eru allt of strangar. Nýtingartölur sem eru skráðar eftir póstnúmerum eru ekki nógu góðar. Kortanýting er 69% til 90%. Í borgarstjórn hef ég reynt að leggja fram tillögur um að notkunarskilyrði verði rýmkuð. Það ætti t.d. að vera sjálfsagt að systkini geti notað sama Frístundakortið henti það þeim. Ekki er heldur hægt að nota Frístundakortið í starfi félagsmiðstöðvanna en þar eru viðburðir og ferðir ekki alltaf gjaldfrjálsar. Ekki er hægt að nota Frístundakortið í niðurgreidd sumarnámskeið á vegum borgarinnar eða félaga. Eins og vitað er þá hafa sumir foreldrar ekki efni á námskeiði fyrir barn sitt þrátt fyrir niðurgreiðslu. Kortið ætti ekki einungis að ná yfir frístundir heldur allt sem kallar á útiveru og hreyfingu. Markmið borgarinnar ætti að vera að rýmka reglur kortsins það mikið að það verði fullnýtt. Taka ætti allt sem vitað er að geri börnum gott andlega og líkamlega inn í notkunarskilgreininguna. Ljóst er að menningar-, íþrótta- og tómstundaráð þarf að endurskoða þessar reglur.Kolbrún Baldursdóttir, sálfræðingur og borgarfulltrúi Flokks fólksins.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun