Félag fær hirði Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í flestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingarsjóður í fluggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska flugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn flugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska flugfélagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, fjárfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hlutabréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykilþáttunum í endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markaðinum höfðu þó í för með sér ákveðinn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkomandi félagi, sitja í umboði lífeyrissjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessun tilnefningarnefndarmanna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörðunartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hagsmuni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrirtækja skiptir öllu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í flestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingarsjóður í fluggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska flugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn flugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska flugfélagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, fjárfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hlutabréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykilþáttunum í endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markaðinum höfðu þó í för með sér ákveðinn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkomandi félagi, sitja í umboði lífeyrissjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessun tilnefningarnefndarmanna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörðunartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hagsmuni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrirtækja skiptir öllu máli.
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun