Félag fær hirði Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 17. apríl 2019 08:00 Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í flestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingarsjóður í fluggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska flugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn flugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska flugfélagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, fjárfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hlutabréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykilþáttunum í endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markaðinum höfðu þó í för með sér ákveðinn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkomandi félagi, sitja í umboði lífeyrissjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessun tilnefningarnefndarmanna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörðunartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hagsmuni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrirtækja skiptir öllu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Það kom flestum fjárfestum á óvart í þarsíðustu viku þegar Icelandair tilkynnti að það hefði náð samkomulagi við bandaríska fjárfestingarsjóðinn PAR Capital Management um kaup sjóðsins á 11,5 prósenta hlut í Icelandair. Segja má að tíðindin hafi ekki hlotið þá athygli sem þau verðskulduðu í flestum fjölmiðlum. PAR er þekktur fjárfestingarsjóður í fluggeiranum, mikill að umfangi, og beitir sér með virkum hætti þegar taka þarf til í rekstri þeirra félaga sem hann fjárfestir í. Sjóðurinn komst í fréttir vestanhafs vorið 2016, skömmu eftir að hann fjárfesti í bandaríska flugfélaginu United Airlines. Hann gagnrýndi stjórn flugfélagsins harðlega fyrir að valda ekki störfum sínum og náði sínum mönnum inn í stjórnina. Það er alveg ljóst að PAR Capital verður ekki hlédrægur hluthafi í Icelandair. Fjárfestingin er stórt skref í rétta átt fyrir íslenska flugfélagið sem hefur sárvantað öfluga forystu í eigendahópi sínum. Í þessu samhengi má nefna annað minna skref sem var tekið síðasta haust þegar Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair, fjárfesti í félaginu fyrir 100 milljónir króna. Fjárfesting PAR Capital og hlutabréfakaup Úlfars eru nefnd í sömu málsgrein vegna þess að þau breyta hinu óáþreifanlega hvatakerfi sem býr að baki eignarhaldi og stjórn Icelandair. Það leikur enginn vafi á því að lífeyrissjóðirnir voru einn af lykilþáttunum í endurreisn hlutabréfamarkaðarins eftir fjármálahrunið en mikil umsvif sjóðanna á markaðinum höfðu þó í för með sér ákveðinn vanda. Vandinn er sá að stjórnarmenn, sem eiga of sjaldan hlut í viðkomandi félagi, sitja í umboði lífeyrissjóða, sem hafa engan eiginlegan eiganda, og þurfa helst að hljóta blessun tilnefningarnefndarmanna, sem eru enn síður líklegri til að eiga hlut. Í sumum tilfellum er enginn einstaklingur með neitt að veði í þessari keðju. „Sýndu mér hvatana og ég skal sýna þér útkomuna,“ var haft eftir bandarískum fjárfesti. Hann hafði rétt fyrir sér. Eflaust eru langflestir í keðjunni að reyna að gera vel en staðreyndin er sú að öruggasta leiðin til að tryggja góða ákvörðunartöku er sjá til þess að þeir sem taka ákvörðunina hafi beina hagsmuni af útkomunni. Hið óáþreifanlega hvatakerfi á bak við eignarhald og stjórnir fyrirtækja skiptir öllu máli.
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar