Apple Watch nákvæmast heilsuúra sem skrá oft kolrangar vegalengdir hlaupara Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. apríl 2019 12:12 Apple úrin eru talin hvað nákvæmust þegar kemur að skráðri hlaupavegalengd. Justin Sullivan/Getty Rannsókn neytendavöktunarsíðunnar Which? frá Bretlandi hefur leitt í ljós að heilsuúr hinna ýmsu tæknifyrirtækja geta verið mjög mistæk þegar kemur að því að halda utan um hlaupaárangur. Heilsuúr eru tegund snjallúra sem gerir notendum kleift að halda utan um heilsutengdan árangur sinn, svo sem hjartslátt meðan á æfingu stendur, fitubrennslu og hlaupna vegalengd. Rannsókn Which? hefur þó sýnt fram á að heilsuúr sem þessi eru misnákvæm þegar kemur að mælingu þeirrar vegalengdar sem notendur hlaupa hverju sinni. Mælingin var framkvæmd þannig að rannsakendur hlupu maraþon, 42,2 kílómetra, og fylgdust með því hvenær úrin skráðu að maraþoni væri lokið. Alls voru 118 mismunandi heilsuúr (e. fitness trackers) prófuð. Mesti munurinn á mældri og raunverulegri vegalengd var hjá Garmin-úrinu Vivosmart 4, en hlaupa þurfti auka 17,3 kílómetra til þess að fá heilt maraþon skráð. Því voru hlaupnir rúmlega 59 kílómetrar í stað 42,2. Samkvæmt rannsókninni er Apple Watch úrið hvað nákvæmast en skeikaði þó um 1% umfram raunverulega lengd maraþonsins. Því þarf að hlaupa um 420 metrum lengra en raunverulegt maraþon er til þess að fá maraþon skráð í tækið. Meðal annarra úra sem kröfðust lengri vegalengdar en maraþon eru í raun voru Samsung Gear S2, um 16 kílómetrar, og Xiaomi Amazfit Bip, um 13 kílómetrar. Aðeins þurfti að hlaupa rétt rúma 30 kílómetra til þess að Huawei Watch 2 Sport úrið skráði að hlaupið hefði verið heilt maraþon. Apple Bretland Heilsa Huawei Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Rannsókn neytendavöktunarsíðunnar Which? frá Bretlandi hefur leitt í ljós að heilsuúr hinna ýmsu tæknifyrirtækja geta verið mjög mistæk þegar kemur að því að halda utan um hlaupaárangur. Heilsuúr eru tegund snjallúra sem gerir notendum kleift að halda utan um heilsutengdan árangur sinn, svo sem hjartslátt meðan á æfingu stendur, fitubrennslu og hlaupna vegalengd. Rannsókn Which? hefur þó sýnt fram á að heilsuúr sem þessi eru misnákvæm þegar kemur að mælingu þeirrar vegalengdar sem notendur hlaupa hverju sinni. Mælingin var framkvæmd þannig að rannsakendur hlupu maraþon, 42,2 kílómetra, og fylgdust með því hvenær úrin skráðu að maraþoni væri lokið. Alls voru 118 mismunandi heilsuúr (e. fitness trackers) prófuð. Mesti munurinn á mældri og raunverulegri vegalengd var hjá Garmin-úrinu Vivosmart 4, en hlaupa þurfti auka 17,3 kílómetra til þess að fá heilt maraþon skráð. Því voru hlaupnir rúmlega 59 kílómetrar í stað 42,2. Samkvæmt rannsókninni er Apple Watch úrið hvað nákvæmast en skeikaði þó um 1% umfram raunverulega lengd maraþonsins. Því þarf að hlaupa um 420 metrum lengra en raunverulegt maraþon er til þess að fá maraþon skráð í tækið. Meðal annarra úra sem kröfðust lengri vegalengdar en maraþon eru í raun voru Samsung Gear S2, um 16 kílómetrar, og Xiaomi Amazfit Bip, um 13 kílómetrar. Aðeins þurfti að hlaupa rétt rúma 30 kílómetra til þess að Huawei Watch 2 Sport úrið skráði að hlaupið hefði verið heilt maraþon.
Apple Bretland Heilsa Huawei Mest lesið ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Íþróttafræðin inn á vinnustaðinn: Yfirmenn ekki lengur alvitri einhyrningurinn Atvinnulíf Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira