Sigurvegarar og lúserar Þórlindur Kjartansson skrifar 26. apríl 2019 07:00 Í minningargreinum er örugglega sjaldgæft að fólki sé hrósað sérstaklega fyrir suma af þeim eiginleikum sem þó virðast hafðir í miklum hávegum í samfélagi nútímans. „Afi var sannur sigurvegari í lífinu og lét ekki bjóða sér neina vitleysu. Hann sendi vínflöskur miskunnarlaust til baka á veitingastöðum þegar þær uppfylltu ekki gæðakröfur hans og það var regla frekar en undantekning að hann léti skipta að minnsta kosti tvisvar um hótelherbergi þegar hann ferðaðist. Hann var mjög veraldarvanur og lét þjónustufólk fá það óþvegið ef honum mislíkaði hvernig komið var fram við hann. Okkur barnabörnunum er sérlega minnistætt þegar hann kallaði þernuna sem hafði nýlokið við að „þrífa“ hótelherbergið okkar í New York aftur inn til okkar og klíndi svo með tilþrifum á nefið á henni rykskán sem hann hafði strokið ofan af myndaramma og sagðist mundu sjá til þess að hún yrði rekin ef hún tæki sig ekki saman í andlitinu. Seinna útskýrði hann fyrir okkur að hann hafi í raun verið að gera henni greiða því hún myndi læra af þessu dýrmæta lexíu um leið og hún hætti að grenja. Þetta fannst okkur fallega gert af honum. Hann átti aldrei neitt inni hjá neinum, lét aldrei plata sig, sýndi óvinum sínum enga miskunn og þótt hann væri forríkur eyddi hann hvorki tíma né peningum í að styðja einhverja aumingja—hvorki hér innanlands eða í útlöndum. Hans verður sárt saknað.“Gildin í daglega lífinu Það kann að vera að ég hafi ekki lesið nógu mikið af minningargreinum, en af því sem ég hef lesið þá virðist það vera ákveðið meginstef að lýsa frekar mýkri hliðum fólks, góðmennsku, elskulegheitum og hlýju heldur en veraldlegum sigrum, efnahagslegu bolmagni og kaupgetu. Uppskáldaða dæmið hér að ofan líkist engu af því sem ég hef séð hingað til. Þetta er í raun mjög skrýtið ef við lítum til þess hvers lags skilaboð eru almennt ríkjandi í dægurmenningunni. Þar er hið æðsta gildi sem hægt er að stefna að einmitt það að vera sigurvegari í lífinu—„winner“. En alls ekki undirtylla eða gólfmotta sem aðrir troða á, semsagt að vera „lúser“. Þessi tvískipting er líklega einna helst áberandi í bandarískri menningu, þar sem dýrkun á sigurvegurum er allsráðandi á öllum stigum samfélagsins. Sigurvegari er sá sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér, lætur ekki plata sig, er alfadýrið í hjörðinni, biður engan afsökunar á sjálfum sér og keppist við að skilja eftir sig sem allra stærst og karlmannlegast kolefnisfótspor til marks um sigurgöngu sína í þessu jarðlífi. Ekki vera „lúser“ Þessi aðgreining á milli „sigurvegara“ og „lúsera“ endurspeglast ekki bara í bandarískri dægurmenningu heldur er hún hluti af allri pólitískri umræðu. Það að vera sigurvegari er mikilvægara en nokkur annar eiginleiki. „Looks like a winner“ eru einhver bestu meðmæli sem hægt er að gefa nokkrum manni þegar kemur að því að velja menn til forystu í bandarísku þjóðlífi—hvort sem það er í hernum, innan stórfyrirtækja eða í stjórnmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta, eins og flest annað, fyrst og fremst um peninga og ytri fegurð. Þeir sem eiga nóg af peningum og lifa í vellystingum sýna þar með hina einu raunverulegu birtingarmynd velgengni sem einhver virðing er borin fyrir í bandarískri dægurmenningu. „Hver sá sem sagði að peningar gætu ekki leyst vandamálin hlýtur að hafa ekki átt nóg af peningum til að leysa þau,“ syngur söngkonan Ariana Grande í laginu „7 Rings“ sem var á toppi vinsældalista um heim allan í upphafi ársins. Í laginu notast Grande við lagið „Döggin á rósum“ (My Favourite Things) úr Söngvaseið—en snýr boðskap lagsins algjörlega á haus. Eins og flestir þekkja snýst hinn upphaflegi boðskapur textans um að fagna fegurð einfaldleikans—allt sem sungið er um er ódýrt eða ókeypis samanber „fjúkið úr snjónum á augnlokum mínum,“ eins og segir í meistaralegri þýðingu Flosa Ólafssonar. Lagið hennar Ariönu Grande er hins vegar lofsöngur um kampavínsdrykkju, skartgripi, innkaupafyllerí og óhefta kaupgetu með svarta kortinu frá American Express. „Ég sé það, mér líkar það, ég vil það, ég kaupi það,“ segir viðlagið. Neysludýrkun sigurvegarans Þessi kinnroðalausa og klámfengna neysludýrkun er tiltölulega ný af nálinni í dægurmenningunni. Sambærileg umfjöllunarefni og í lagi Aríönnu Grande eru nú til dags ríkjandi í vinsælli dægurtónlist—en hefðu verið óhugsandi fyrir örfáum áratugum hjá tónlistarfólki sem tók sig alvarlega. Og það er auðvitað ekki við tiltekna listamenn að sakast, þetta er einfaldlega birtingarmynd á þeim gildum sem virðast ráðandi á yfirborðinu. Það skiptir meira máli að vera „flottur“ heldur en góður—að sigra er gildi í sjálfu sér óháð því hvernig sá sigur er fenginn eða með hvaða ráðum hann er keyptur. Það er álitið betra að vera svindlari heldur en „lúser“. Þetta kann að skýra að einhverju leyti af hverju Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna. Hann hefur yfir sér áru sigurvegarans (enda er sú ára þaulhugsuð og æfð í hans tilviki). Trump svífst einskis til að sigra en í staðinn fyrir að vera vantreyst fyrir þær sakir er hann upphafinn og dýrkaður. Það hvort hann er „góður maður“ í hefðbundnum hversdagslegum skilningi þess hugtaks virðist engu máli skipta. Það sem skiptir máli er að hann er „sigurvegari“. Sigursælt samfélag Þótt veraldleg velgengni geti verið eftirsóknarverð og borið vitni um dugnað og metnað—þá segir hún oftast sáralitla sögu í heildarsamhenginu um hversu góðu lífi fólk lifir. Það er gott samfélag þar sem borin er virðing fyrir fólki á grundvelli þess hvort það lætur gott af sér leiða, sinnir verkefnum sínum af metnaði, kemur fram við meðborgara sína af alúð og stuðlar almennt að vellíðan í kringum sig. Þegar við minnumst góðs fólks og lærum af því þá er það sjaldnast á grundvelli þess hvort það flokkaðist sem „sigurvegari“ eða „lúser“—heldur einmitt á grundvelli þess hvort fólkið var hlýlegt, gott og heiðarlegt; og líka hvort það náði að upplifa fegurðina í einfaldleikanum. Það skiptir meira máli og er svo miklu varanlegra heldur en kaupgetan, kampavínsdrykkjan og skartgripirnir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Ólafur Björn Sverrisson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Í minningargreinum er örugglega sjaldgæft að fólki sé hrósað sérstaklega fyrir suma af þeim eiginleikum sem þó virðast hafðir í miklum hávegum í samfélagi nútímans. „Afi var sannur sigurvegari í lífinu og lét ekki bjóða sér neina vitleysu. Hann sendi vínflöskur miskunnarlaust til baka á veitingastöðum þegar þær uppfylltu ekki gæðakröfur hans og það var regla frekar en undantekning að hann léti skipta að minnsta kosti tvisvar um hótelherbergi þegar hann ferðaðist. Hann var mjög veraldarvanur og lét þjónustufólk fá það óþvegið ef honum mislíkaði hvernig komið var fram við hann. Okkur barnabörnunum er sérlega minnistætt þegar hann kallaði þernuna sem hafði nýlokið við að „þrífa“ hótelherbergið okkar í New York aftur inn til okkar og klíndi svo með tilþrifum á nefið á henni rykskán sem hann hafði strokið ofan af myndaramma og sagðist mundu sjá til þess að hún yrði rekin ef hún tæki sig ekki saman í andlitinu. Seinna útskýrði hann fyrir okkur að hann hafi í raun verið að gera henni greiða því hún myndi læra af þessu dýrmæta lexíu um leið og hún hætti að grenja. Þetta fannst okkur fallega gert af honum. Hann átti aldrei neitt inni hjá neinum, lét aldrei plata sig, sýndi óvinum sínum enga miskunn og þótt hann væri forríkur eyddi hann hvorki tíma né peningum í að styðja einhverja aumingja—hvorki hér innanlands eða í útlöndum. Hans verður sárt saknað.“Gildin í daglega lífinu Það kann að vera að ég hafi ekki lesið nógu mikið af minningargreinum, en af því sem ég hef lesið þá virðist það vera ákveðið meginstef að lýsa frekar mýkri hliðum fólks, góðmennsku, elskulegheitum og hlýju heldur en veraldlegum sigrum, efnahagslegu bolmagni og kaupgetu. Uppskáldaða dæmið hér að ofan líkist engu af því sem ég hef séð hingað til. Þetta er í raun mjög skrýtið ef við lítum til þess hvers lags skilaboð eru almennt ríkjandi í dægurmenningunni. Þar er hið æðsta gildi sem hægt er að stefna að einmitt það að vera sigurvegari í lífinu—„winner“. En alls ekki undirtylla eða gólfmotta sem aðrir troða á, semsagt að vera „lúser“. Þessi tvískipting er líklega einna helst áberandi í bandarískri menningu, þar sem dýrkun á sigurvegurum er allsráðandi á öllum stigum samfélagsins. Sigurvegari er sá sem lætur engan eiga neitt inni hjá sér, lætur ekki plata sig, er alfadýrið í hjörðinni, biður engan afsökunar á sjálfum sér og keppist við að skilja eftir sig sem allra stærst og karlmannlegast kolefnisfótspor til marks um sigurgöngu sína í þessu jarðlífi. Ekki vera „lúser“ Þessi aðgreining á milli „sigurvegara“ og „lúsera“ endurspeglast ekki bara í bandarískri dægurmenningu heldur er hún hluti af allri pólitískri umræðu. Það að vera sigurvegari er mikilvægara en nokkur annar eiginleiki. „Looks like a winner“ eru einhver bestu meðmæli sem hægt er að gefa nokkrum manni þegar kemur að því að velja menn til forystu í bandarísku þjóðlífi—hvort sem það er í hernum, innan stórfyrirtækja eða í stjórnmálum. Þegar öllu er á botninn hvolft þá snýst þetta, eins og flest annað, fyrst og fremst um peninga og ytri fegurð. Þeir sem eiga nóg af peningum og lifa í vellystingum sýna þar með hina einu raunverulegu birtingarmynd velgengni sem einhver virðing er borin fyrir í bandarískri dægurmenningu. „Hver sá sem sagði að peningar gætu ekki leyst vandamálin hlýtur að hafa ekki átt nóg af peningum til að leysa þau,“ syngur söngkonan Ariana Grande í laginu „7 Rings“ sem var á toppi vinsældalista um heim allan í upphafi ársins. Í laginu notast Grande við lagið „Döggin á rósum“ (My Favourite Things) úr Söngvaseið—en snýr boðskap lagsins algjörlega á haus. Eins og flestir þekkja snýst hinn upphaflegi boðskapur textans um að fagna fegurð einfaldleikans—allt sem sungið er um er ódýrt eða ókeypis samanber „fjúkið úr snjónum á augnlokum mínum,“ eins og segir í meistaralegri þýðingu Flosa Ólafssonar. Lagið hennar Ariönu Grande er hins vegar lofsöngur um kampavínsdrykkju, skartgripi, innkaupafyllerí og óhefta kaupgetu með svarta kortinu frá American Express. „Ég sé það, mér líkar það, ég vil það, ég kaupi það,“ segir viðlagið. Neysludýrkun sigurvegarans Þessi kinnroðalausa og klámfengna neysludýrkun er tiltölulega ný af nálinni í dægurmenningunni. Sambærileg umfjöllunarefni og í lagi Aríönnu Grande eru nú til dags ríkjandi í vinsælli dægurtónlist—en hefðu verið óhugsandi fyrir örfáum áratugum hjá tónlistarfólki sem tók sig alvarlega. Og það er auðvitað ekki við tiltekna listamenn að sakast, þetta er einfaldlega birtingarmynd á þeim gildum sem virðast ráðandi á yfirborðinu. Það skiptir meira máli að vera „flottur“ heldur en góður—að sigra er gildi í sjálfu sér óháð því hvernig sá sigur er fenginn eða með hvaða ráðum hann er keyptur. Það er álitið betra að vera svindlari heldur en „lúser“. Þetta kann að skýra að einhverju leyti af hverju Donald Trump var kosinn forseti Bandaríkjanna. Hann hefur yfir sér áru sigurvegarans (enda er sú ára þaulhugsuð og æfð í hans tilviki). Trump svífst einskis til að sigra en í staðinn fyrir að vera vantreyst fyrir þær sakir er hann upphafinn og dýrkaður. Það hvort hann er „góður maður“ í hefðbundnum hversdagslegum skilningi þess hugtaks virðist engu máli skipta. Það sem skiptir máli er að hann er „sigurvegari“. Sigursælt samfélag Þótt veraldleg velgengni geti verið eftirsóknarverð og borið vitni um dugnað og metnað—þá segir hún oftast sáralitla sögu í heildarsamhenginu um hversu góðu lífi fólk lifir. Það er gott samfélag þar sem borin er virðing fyrir fólki á grundvelli þess hvort það lætur gott af sér leiða, sinnir verkefnum sínum af metnaði, kemur fram við meðborgara sína af alúð og stuðlar almennt að vellíðan í kringum sig. Þegar við minnumst góðs fólks og lærum af því þá er það sjaldnast á grundvelli þess hvort það flokkaðist sem „sigurvegari“ eða „lúser“—heldur einmitt á grundvelli þess hvort fólkið var hlýlegt, gott og heiðarlegt; og líka hvort það náði að upplifa fegurðina í einfaldleikanum. Það skiptir meira máli og er svo miklu varanlegra heldur en kaupgetan, kampavínsdrykkjan og skartgripirnir.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun