Fótbolti

Mikið breytt lið Barcelona tapaði fyrir Celta Vigo

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Iago Aspas skoraði annað mark Celta Vigo gegn Barcelona.
Iago Aspas skoraði annað mark Celta Vigo gegn Barcelona. vísir/getty
Spánarmeistarar Barcelona töpuðu 2-0 fyrir Celta Vigo í síðasta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni.

Ernesto Velvarde skipti út öllu byrjunarliðinu frá leiknum gegn Liverpool á miðvikudaginn og tefldi fram mörgum ungum leikmönnum í kvöld.

Celta Vigo nýtti sér það til hins ítrasta. Maxi Gómez kom heimamönnum yfir á 67. mínútu og þegar tvær mínútur voru til leiksloka gulltryggði Iago Aspas sigur Celta Vigo með marki úr vítaspyrnu.

Með sigrinum fór Celta Vigo langt með að bjarga sér frá falli. Liðið er fimm stigum frá fallsæti þegar það á tvo leiki eftir.

Barcelona tryggði sér Spánarmeistaratitilinn með sigri á Levante um síðustu helgi og leikurinn í kvöld skipti því engu máli fyrir Börsunga.

Barcelona mætir Liverpool í seinni leik liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á þriðjudaginn. Börsungar leiða 3-0 eftir fyrri leikinn.






Tengdar fréttir

Atletico fékk skell

Atletico Madrid fékk skell gegn Espanyol á útivelli í spænsku La Liga deildinni í fótbolta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×