Ljón á vegi blómlegrar verslunar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. maí 2019 08:15 Athygli vakti í liðnum mánuði þegar breska verslanakeðjan Debenhams, sem var stofnuð fyrir ríflega 240 árum, fór í greiðslustöðvun og var í kjölfarið tekin yfir af kröfuhöfum sem hyggjast draga verulega úr umsvifum keðjunnar. Á sama tíma greindi ráðgjafarfyrirtækið Coresight frá því að bandarískir smásalar hefðu í hyggju að loka allt að sex þúsundum verslunum í ár sem yrðu þá 2,2 prósent fleiri verslanir en í fyrra. Allt ber að sama brunni. Á sama tíma og netverslun stóreykst berjast rótgrónar verslanakeðjur í bökkum. Gjörbreytt samkeppnisumhverfi – með aukinni netverslun, minna trausti neytenda og breyttri hegðun nýrrar aldamótakynslóðar – hefur leitt til þess að hefðbundnar verslanir hafa þurft að leita leiða til þess að hagræða í rekstri, draga saman seglin og laga sig að breyttum veruleika. Að öðrum kosti blasir gjaldþrot við, eins og eigendur Claire’s, Sears og Toys R Us, svo dæmi séu nefnd, hafa fengið að kenna á. Ris Amazon, eins verðmætasta fyrirtækis heims, er hin hliðin á sama peningi. Íslenskar verslanir hafa vitaskuld ekki farið varhluta af þessari þróun. Stærsta smásölufyrirtæki landsins, sem rak á sínum tíma Topshop, Debenhams, All Saints, Day, Coast og Dorothy Perkins, hefur til að mynda dregið verulega úr fataverslun á umliðnum árum. Verslun víða í miðborginni á jafnframt undir högg að sækja og standa mörg verslunarrými þar á besta stað nú auð. Þessi hraða þróun – sú breyting sem er að verða á verslunarmynstri fólks – er ein helsta áskorunin sem íslenskir verslunareigendur standa frammi fyrir um þessar mundir, fremur en göngugötur og skortur á bílastæðum, eins og stundum mætti halda af umræðunni. Fyrir utan þá staðreynd að nær hvergi í evrópskum miðborgum er eins mikið af niðurgreiddum bílastæðum og miðsvæðis í Reykjavík hefur umferð um miðborgina stóraukist frá því sem áður var. Reykvísk borgaryfirvöld mættu í því sambandi líta til miðborga í evrópskum stórborgum, til dæmis Kaupmannahöfn og Ósló, þar sem markvisst er verið að þrengja að einkabílnum og auka þess í stað rými fyrir gangandi. Um leið mættu reykvískir stjórnmálamenn taka skattastefnu borgarinnar til gagngerrar endurskoðunar en þau himinháu fasteignagjöld sem hún leggur á verslunarhúsnæði í miðborginni eru vafalaust einn helsti þröskuldurinn í vegi þess að verslun þar blómgist og dafni. Engum dylst að miðað við arðsemi fasteignafélaganna eiga þau ekki annarra kosta völ en að velta tugprósenta hækkunum á fasteignagjöldum út í leiguverð – verslunarfyrirtækjum til tjóns. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Sjá meira
Athygli vakti í liðnum mánuði þegar breska verslanakeðjan Debenhams, sem var stofnuð fyrir ríflega 240 árum, fór í greiðslustöðvun og var í kjölfarið tekin yfir af kröfuhöfum sem hyggjast draga verulega úr umsvifum keðjunnar. Á sama tíma greindi ráðgjafarfyrirtækið Coresight frá því að bandarískir smásalar hefðu í hyggju að loka allt að sex þúsundum verslunum í ár sem yrðu þá 2,2 prósent fleiri verslanir en í fyrra. Allt ber að sama brunni. Á sama tíma og netverslun stóreykst berjast rótgrónar verslanakeðjur í bökkum. Gjörbreytt samkeppnisumhverfi – með aukinni netverslun, minna trausti neytenda og breyttri hegðun nýrrar aldamótakynslóðar – hefur leitt til þess að hefðbundnar verslanir hafa þurft að leita leiða til þess að hagræða í rekstri, draga saman seglin og laga sig að breyttum veruleika. Að öðrum kosti blasir gjaldþrot við, eins og eigendur Claire’s, Sears og Toys R Us, svo dæmi séu nefnd, hafa fengið að kenna á. Ris Amazon, eins verðmætasta fyrirtækis heims, er hin hliðin á sama peningi. Íslenskar verslanir hafa vitaskuld ekki farið varhluta af þessari þróun. Stærsta smásölufyrirtæki landsins, sem rak á sínum tíma Topshop, Debenhams, All Saints, Day, Coast og Dorothy Perkins, hefur til að mynda dregið verulega úr fataverslun á umliðnum árum. Verslun víða í miðborginni á jafnframt undir högg að sækja og standa mörg verslunarrými þar á besta stað nú auð. Þessi hraða þróun – sú breyting sem er að verða á verslunarmynstri fólks – er ein helsta áskorunin sem íslenskir verslunareigendur standa frammi fyrir um þessar mundir, fremur en göngugötur og skortur á bílastæðum, eins og stundum mætti halda af umræðunni. Fyrir utan þá staðreynd að nær hvergi í evrópskum miðborgum er eins mikið af niðurgreiddum bílastæðum og miðsvæðis í Reykjavík hefur umferð um miðborgina stóraukist frá því sem áður var. Reykvísk borgaryfirvöld mættu í því sambandi líta til miðborga í evrópskum stórborgum, til dæmis Kaupmannahöfn og Ósló, þar sem markvisst er verið að þrengja að einkabílnum og auka þess í stað rými fyrir gangandi. Um leið mættu reykvískir stjórnmálamenn taka skattastefnu borgarinnar til gagngerrar endurskoðunar en þau himinháu fasteignagjöld sem hún leggur á verslunarhúsnæði í miðborginni eru vafalaust einn helsti þröskuldurinn í vegi þess að verslun þar blómgist og dafni. Engum dylst að miðað við arðsemi fasteignafélaganna eiga þau ekki annarra kosta völ en að velta tugprósenta hækkunum á fasteignagjöldum út í leiguverð – verslunarfyrirtækjum til tjóns.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun