Einkafjárfestar gera sig gildandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. maí 2019 08:00 Eftir fádæma ládeyðu á hlutabréfamarkaðinum síðustu ár, sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hlutabréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta, er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal annars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Management í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í flestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópnum – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einkafjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnarmanna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyrissjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlutverki sem eigendur að um fjörutíu prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauðsynlegar breytingar til endurskipulagningar og hagræðingar hjá fyrirtækjum landsins. Öflugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Skoðun Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Sjá meira
Eftir fádæma ládeyðu á hlutabréfamarkaðinum síðustu ár, sem birtist meðal annars í minnkandi veltu, lækkandi hlutabréfaverði og almennu áhugaleysi fjárfesta, er markaðurinn aftur kominn á skrið svo eftir er tekið. Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur rokið upp um meira en þrjátíu prósent það sem af er ári og hefur aldrei verið hærri, veltan hefur aukist og það sem meira er um vert er að einkafjárfestar eru loks farnir að láta til sín taka í skráðum félögum. Nokkrar stærstu fréttir síðustu mánaða eru af stórfjárfestingum einkafjárfesta í Kauphallarfélögum og má í því sambandi meðal annars nefna fjárfestingar Stoða í Arion banka og Símanum, 365 miðla í Skeljungi og PAR Capital Management í Icelandair Group. Skemmst er svo að minnast kaupa Útgerðarfélags Reykjavíkur á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip í fyrra en þær fjárfestingar eru líkast til þær stærstu af hálfu einkafjárfesta í skráðum félögum frá því að hlutabréfamarkaðurinn var endurreistur í kjölfar hrunsins haustið 2008. Skjótt skipast veður í lofti. Í mörg ár hefur verið kallað eftir því að aðrir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, geri sig þar meira gildandi. Í flestum félögum hefur skort forystu í hluthafahópnum – virka eigendur með skýra sýn á framtíðina. Eigendur sem veita stjórnendum aðhald og eiga sjálfir undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Þessi skortur á einkafjárfestum hefur meðal annars sýnt sig í samsetningu stjórna skráðra félaga þar sem aðeins lágt hlutfall – innan við fjórðungur – stjórnarmanna á yfir eins prósents hlut í því félagi sem þeir sitja í stjórn hjá. Því verður ekki neitað að lífeyrissjóðirnir léku lykilhlutverk við endurreisn hlutabréfamarkaðarins og gegna þar enn mikilvægu hlutverki sem eigendur að um fjörutíu prósent af öllum skráðum hlutabréfum í Kauphöllinni. Hins vegar fer það vart á milli mála að sjóðirnir eru ekki vel til þess fallnir að leiða rekstur þeirra félaga sem þeir fjárfesta í, sérstaklega ekki við núverandi aðstæður, þegar kólnun í hagkerfinu kallar á erfiðar en nauðsynlegar breytingar til endurskipulagningar og hagræðingar hjá fyrirtækjum landsins. Öflugur hlutabréfamarkaður byggist á því að jafnvægi sé á milli einkafjárfesta og stofnanafjárfesta þannig að hvorugur hópurinn gnæfi yfir hinn. Lengi hefur skort á að hinir fyrrnefndu láti að sér kveða og því gefa fregnir síðustu vikna og mánaða góð fyrirheit. Vonandi verður framhald þar á. Ekki veitir af.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun