Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason skrifar 14. maí 2019 08:00 Íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku. Þessu vilja þeir fá breytt og óska eftir að fá fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Núgildandi reglur um lífeyristökualdur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru þær sömu og almennt gilda í landinu en til að geta farið á fullan lífeyri þurfa þeir að starfa til 67 ára aldurs. Reynslan sýnir að fáir nái þeim áfanga. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru útsettir fyrir líkamlegum og andlegum áföllum vegna þeirra verkefna sem upp geta komið í störfum þeirra. Störfin eru í eðli sínu ólík en samt sambærileg að að nokkru leyti. Þeir einstaklingar sem vinna þessi störf þurfa að geta brugðist við neyð allan sólarhringinn allt árið og hafa nægan líkamlegan og andlegan styrk til að geta mætt þeim. Undanfarin ár hafa birst erlendar rannsóknir sem sýna tengsl milli slökkvistarfs og aukinnar tíðni ákveðinna krabbameina. Þetta hefur kallað á breytt verklag hjá slökkviliðum í landinu. Á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) starfar sérstök krabbameinsnefnd sem fylgist vel með nýjungum í þessum efnum og stuðlar að fræðslu til félagsmanna með það að markmiði að draga úr þessari hættu. Erlendar rannsóknir á líðan þessara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfallastreituröskun. LSS hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Neyðarlínuna gert samning við sálfræðinga um sálrænan stuðning. Markmiðið er að sporna gegn nýgengi áfallastreituröskunar og koma í veg fyrir brotthvarf verðmætra einstaklinga úr stéttunum. Miklar líkamlegar kröfur eru gerðar til slökkviliðsmanna. Þeir þurfa að uppfylla heilbrigðiskröfur sem settar eru í reglugerð um reykköfun en þar er enginn munur gerður á kröfum milli kyns eða aldurs. Með hækkandi aldri getur einstaklingum reynst erfiðara að uppfylla þessar kröfur sem skerðir starfsöryggi þeirra. Starf sjúkraflutningamanna krefst einnig góðs líkamlegs atgervis. Oft á tíðum þarf að lyfta sjúklingum úr erfiðum aðstæðum þar sem ómögulegt getur verið að beita réttri líkamsstöðu með tilheyrandi hættu á stoðkerfisáverkum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eldast eins og annað fólk. Sem betur fer halda sumir góðri heilsu og þreki langt fram eftir aldri sem þakka má m.a. metnaði fyrir því að viðhalda þreki og styrk með æfingum og virkri heilsufarsstefnu sem kveður meðal annars á um reglulegar læknisskoðanir. En þrátt fyrir þetta er algengt að starfsins vegna glími einstaklingar við heilsufarsvandamál sem aukast með aldrinum og gera þeim erfiðara fyrir að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sjaldgæft er að slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn klári starfsævina í vaktavinnu. Sumir færast til í starfi innan starfsstöðva ef það er í boði. Við aðra eru gerðir starfslokasamningar. Enn aðrir þurfa að láta af störfum fyrr af heilsufarslegum ástæðum þar sem erfitt getur verið að finna önnur verkefni við hæfi vegna sérhæfingar sem þessi störf krefjast. Lífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna er skv. könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Hér má nefna að í Danmörku og Noregi er lífeyristökualdur slökkviliðsmanna 60 ár. Með breytingum á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins 2016 var ráðherra falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila niðurstöðum fyrir árslok 2017. Þessir hópar bíða enn niðurstöðu þeirrar vinnu. LSS telur afar mikilvægt að lífeyristökualdur slökkviliðsmanna verði sá sami og í nágrannalöndum okkar eða 60 ár og ekki þykir ástæða til að gera vægari kröfu fyrir sjúkraflutningamenn.Magnús Smári Smárason, formaður LSS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskir slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn þurfa að vinna sex árum lengur en starfsfélagar þeirra í Noregi og Danmörku. Þessu vilja þeir fá breytt og óska eftir að fá fullan lífeyri frá 60 ára aldri. Núgildandi reglur um lífeyristökualdur slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna eru þær sömu og almennt gilda í landinu en til að geta farið á fullan lífeyri þurfa þeir að starfa til 67 ára aldurs. Reynslan sýnir að fáir nái þeim áfanga. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eru útsettir fyrir líkamlegum og andlegum áföllum vegna þeirra verkefna sem upp geta komið í störfum þeirra. Störfin eru í eðli sínu ólík en samt sambærileg að að nokkru leyti. Þeir einstaklingar sem vinna þessi störf þurfa að geta brugðist við neyð allan sólarhringinn allt árið og hafa nægan líkamlegan og andlegan styrk til að geta mætt þeim. Undanfarin ár hafa birst erlendar rannsóknir sem sýna tengsl milli slökkvistarfs og aukinnar tíðni ákveðinna krabbameina. Þetta hefur kallað á breytt verklag hjá slökkviliðum í landinu. Á vegum Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) starfar sérstök krabbameinsnefnd sem fylgist vel með nýjungum í þessum efnum og stuðlar að fræðslu til félagsmanna með það að markmiði að draga úr þessari hættu. Erlendar rannsóknir á líðan þessara stétta hafa sýnt fram á aukna hættu á áfallastreituröskun. LSS hefur í samstarfi við Samband íslenskra sveitarfélaga og Neyðarlínuna gert samning við sálfræðinga um sálrænan stuðning. Markmiðið er að sporna gegn nýgengi áfallastreituröskunar og koma í veg fyrir brotthvarf verðmætra einstaklinga úr stéttunum. Miklar líkamlegar kröfur eru gerðar til slökkviliðsmanna. Þeir þurfa að uppfylla heilbrigðiskröfur sem settar eru í reglugerð um reykköfun en þar er enginn munur gerður á kröfum milli kyns eða aldurs. Með hækkandi aldri getur einstaklingum reynst erfiðara að uppfylla þessar kröfur sem skerðir starfsöryggi þeirra. Starf sjúkraflutningamanna krefst einnig góðs líkamlegs atgervis. Oft á tíðum þarf að lyfta sjúklingum úr erfiðum aðstæðum þar sem ómögulegt getur verið að beita réttri líkamsstöðu með tilheyrandi hættu á stoðkerfisáverkum. Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn eldast eins og annað fólk. Sem betur fer halda sumir góðri heilsu og þreki langt fram eftir aldri sem þakka má m.a. metnaði fyrir því að viðhalda þreki og styrk með æfingum og virkri heilsufarsstefnu sem kveður meðal annars á um reglulegar læknisskoðanir. En þrátt fyrir þetta er algengt að starfsins vegna glími einstaklingar við heilsufarsvandamál sem aukast með aldrinum og gera þeim erfiðara fyrir að uppfylla þær kröfur sem gerðar eru til þeirra. Sjaldgæft er að slökkviliðs- eða sjúkraflutningamenn klári starfsævina í vaktavinnu. Sumir færast til í starfi innan starfsstöðva ef það er í boði. Við aðra eru gerðir starfslokasamningar. Enn aðrir þurfa að láta af störfum fyrr af heilsufarslegum ástæðum þar sem erfitt getur verið að finna önnur verkefni við hæfi vegna sérhæfingar sem þessi störf krefjast. Lífeyristökualdur íslenskra slökkviliðsmanna er skv. könnun European Firefighters Network hærri en gengur og gerist í Evrópu. Hér má nefna að í Danmörku og Noregi er lífeyristökualdur slökkviliðsmanna 60 ár. Með breytingum á lögum um lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins 2016 var ráðherra falið að skipa starfshóp um snemmtöku lífeyris fyrir erfið og hættuleg störf. Nefndin átti að skila niðurstöðum fyrir árslok 2017. Þessir hópar bíða enn niðurstöðu þeirrar vinnu. LSS telur afar mikilvægt að lífeyristökualdur slökkviliðsmanna verði sá sami og í nágrannalöndum okkar eða 60 ár og ekki þykir ástæða til að gera vægari kröfu fyrir sjúkraflutningamenn.Magnús Smári Smárason, formaður LSS.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun