Spjall Haukur Örn Birgisson skrifar 14. maí 2019 08:00 Við lifum á tímum stafrænna samskipta. Það er frábært að mörgu leyti en hefur aukaverkanir, eins og margt annað. Í viðskiptum getur fólk fundað, skrifast á og jafnvel undirritað samninga í gegnum tölvubúnað. Þeir námfúsu geta nælt sér í heilu háskólagráðurnar án þess að stíga fæti inn í skólabyggingu og ástvinir geta viðhaldið tengslum þrátt fyrir að búa í sitthvoru heimshorninu. En á sama tíma og við nýtum okkur kosti stafrænna samskipta þá fer okkur aftur í mannlegum samskiptum. Við erum hætt að hittast jafn mikið og við gerðum. Tala saman. Tjáningin fer nú fram með þumlum, fýluköllum, hlægiköllum og emoji-táknum. Merking raunverulegra orða tapast í stafrænni þýðingu og svipbrigðin eru falin á bak við svarta spegla snjallsímanna. Við glötum smátt og smátt hæfileikanum til þess að eiga spjall um ekki neitt, sem eru oft skemmtilegustu spjöllin. Þeir sem stunda heitu pottana eru reyndar öruggir með að halda í hæfileikann. Ég hitti prófessor á þessu sviði í gær, þegar ég ferðaðist með leigubíl að Keflavíkurflugvelli. Bílstjórinn kunni spjalllistina betur en flestir og það var augljóst að samfélagsmiðlunum hefur ekki tekist að eyðileggja hann. Á hálftíma ferðalagi ræddi hann við mig um allt frá gagnaverum á Suðurnesjum til barnanna minna. Frá Íslendingasögunum til lélegrar lögfræðiþjónustu. Þar sem ég bý stærstan hluta ársins í hinum stafræna heimi þá bar hann samræðurnar uppi. Ég svaraði bara. Það kom aldrei dauð stund þar sem þögnin réði ríkjum. Þetta var yndisleg bílferð og nærandi. Hann Egill ætti að halda námskeið í spjalli fyrir okkur hin og námskeiðið ætti að vera skyldufag, sem því miður endar líklegast á því að vera kennt í fjarnámi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Haukur Örn Birgisson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Við lifum á tímum stafrænna samskipta. Það er frábært að mörgu leyti en hefur aukaverkanir, eins og margt annað. Í viðskiptum getur fólk fundað, skrifast á og jafnvel undirritað samninga í gegnum tölvubúnað. Þeir námfúsu geta nælt sér í heilu háskólagráðurnar án þess að stíga fæti inn í skólabyggingu og ástvinir geta viðhaldið tengslum þrátt fyrir að búa í sitthvoru heimshorninu. En á sama tíma og við nýtum okkur kosti stafrænna samskipta þá fer okkur aftur í mannlegum samskiptum. Við erum hætt að hittast jafn mikið og við gerðum. Tala saman. Tjáningin fer nú fram með þumlum, fýluköllum, hlægiköllum og emoji-táknum. Merking raunverulegra orða tapast í stafrænni þýðingu og svipbrigðin eru falin á bak við svarta spegla snjallsímanna. Við glötum smátt og smátt hæfileikanum til þess að eiga spjall um ekki neitt, sem eru oft skemmtilegustu spjöllin. Þeir sem stunda heitu pottana eru reyndar öruggir með að halda í hæfileikann. Ég hitti prófessor á þessu sviði í gær, þegar ég ferðaðist með leigubíl að Keflavíkurflugvelli. Bílstjórinn kunni spjalllistina betur en flestir og það var augljóst að samfélagsmiðlunum hefur ekki tekist að eyðileggja hann. Á hálftíma ferðalagi ræddi hann við mig um allt frá gagnaverum á Suðurnesjum til barnanna minna. Frá Íslendingasögunum til lélegrar lögfræðiþjónustu. Þar sem ég bý stærstan hluta ársins í hinum stafræna heimi þá bar hann samræðurnar uppi. Ég svaraði bara. Það kom aldrei dauð stund þar sem þögnin réði ríkjum. Þetta var yndisleg bílferð og nærandi. Hann Egill ætti að halda námskeið í spjalli fyrir okkur hin og námskeiðið ætti að vera skyldufag, sem því miður endar líklegast á því að vera kennt í fjarnámi.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun