Björgólfur og Bakkavararbræður á lista yfir ríkustu menn Bretlands Birgir Olgeirsson skrifar 12. maí 2019 21:23 Björgólfur bætir við sig en Bakkavararbræður tapa. Fréttablaðið/GVA Björgólfur Thor Björgólfsson er einn af hundrað ríkustu manneskjum Bretlands samkvæmt lista breska dagblaðsins Sunday Times sem var birtur um helgina. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði fyrst frá hér á landi en Björgólfur er sagður hafa bætt við sig 98 milljónum punda, eða því sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna, á milli ára. Alls eru eignir hans metnar á 1,7 milljarða punda, eða því sem nemur um 276 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sunday Times birtir nöfn þúsund einstaklinga sem eru taldir þeir ríkustu í Bretlandi en á honum er að finna Bakkavararbræðurna Ágúst og Lýð Guðmundssyni. Sunday Times segir auð þeirra hafa dregist saman um 140 milljónir punda, eða 22 milljarða króna, og eiga þeir í dag 560 milljónir punda, eða því sem nemur 91 milljarði íslenskra króna.Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Vísir/VilhelmÁ toppi listans sitja bræðurnir Sri og Gopi Hinduja en auðæfi þeirra eru metin á 22 milljarða breskra punda. Í Öðru sæti eru bræðurnir David og Simon Rueben en í þriðja sæti eru Jim Ratcliffe sem metinn er á 18,7 milljarða breskra punda. Radcliffe var í efsta sæti listans í fyrra en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða hér á landi. Bretland Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Björgólfur Thor Björgólfsson er einn af hundrað ríkustu manneskjum Bretlands samkvæmt lista breska dagblaðsins Sunday Times sem var birtur um helgina. Fréttastofa Ríkisútvarpsins sagði fyrst frá hér á landi en Björgólfur er sagður hafa bætt við sig 98 milljónum punda, eða því sem nemur um 16 milljörðum íslenskra króna, á milli ára. Alls eru eignir hans metnar á 1,7 milljarða punda, eða því sem nemur um 276 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Sunday Times birtir nöfn þúsund einstaklinga sem eru taldir þeir ríkustu í Bretlandi en á honum er að finna Bakkavararbræðurna Ágúst og Lýð Guðmundssyni. Sunday Times segir auð þeirra hafa dregist saman um 140 milljónir punda, eða 22 milljarða króna, og eiga þeir í dag 560 milljónir punda, eða því sem nemur 91 milljarði íslenskra króna.Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Vísir/VilhelmÁ toppi listans sitja bræðurnir Sri og Gopi Hinduja en auðæfi þeirra eru metin á 22 milljarða breskra punda. Í Öðru sæti eru bræðurnir David og Simon Rueben en í þriðja sæti eru Jim Ratcliffe sem metinn er á 18,7 milljarða breskra punda. Radcliffe var í efsta sæti listans í fyrra en hann hefur á síðustu árum eignast fjölda jarða og lóða hér á landi.
Bretland Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira