Stærstu flugfélögin samþykkja að draga úr losun Kjartan Kjartansson skrifar 29. maí 2019 14:47 American Airlines er á meðal þeirra bandarísku flugfélaga sem taka sjálfviljug þátt í áætluninni um samdrátt í losun. Vísir/EPA Öll helstu flugfélög Bandaríkjanna og flest þeirra minni hafa samþykkt að gangast sjálfviljug undir áætlun Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum. Áætlunin miðar að því að losun standi í stað frá og með næsta ári þrátt fyrir spár um að flugumferð þrefaldist fyrir miðja öldina.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Dan Williams, umhverfissérfræðingi hjá Flugmálastofnun Bandaríkjanna, að flugfélögin sem hafa samþykkt að taka þátt standi fyrir um 97% af eldsneytisnotkun í alþjóðaflugi og þar með losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlunin er á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og er óháð Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur því ekki áhrif á áætlunina fyrir flugrekendur. Rúmlega tvö prósent flugfélaga í Bandaríkjunum taka ekki þátt í áætluninni. Það eru fyrst og fremst sögð lítil leiguflugfélög og fyrirtæki sem leigja einkaþotur. Þátttaka í áætlun ICAO er á forsendum flugfélaganna en til stendur að þau verði skikkuð til að taka þátt frá og með árinu 2027. Allra minnstu flugfélögin og flugvélarnar verða áfram undanskildar kröfum um samdrátt í losun. Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Öll helstu flugfélög Bandaríkjanna og flest þeirra minni hafa samþykkt að gangast sjálfviljug undir áætlun Sameinuðu þjóðanna um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda frá flugferðum. Áætlunin miðar að því að losun standi í stað frá og með næsta ári þrátt fyrir spár um að flugumferð þrefaldist fyrir miðja öldina.Bloomberg-fréttastofan hefur eftir Dan Williams, umhverfissérfræðingi hjá Flugmálastofnun Bandaríkjanna, að flugfélögin sem hafa samþykkt að taka þátt standi fyrir um 97% af eldsneytisnotkun í alþjóðaflugi og þar með losun gróðurhúsalofttegundanna sem valda loftslagsbreytingum á jörðinni. Áætlunin er á vegum Alþjóðaflugmálastofnunarinnar (ICAO) og er óháð Parísarsamkomulaginu. Ákvörðun Donalds Trump Bandaríkjaforseta um að draga Bandaríkin út úr samkomulaginu hefur því ekki áhrif á áætlunina fyrir flugrekendur. Rúmlega tvö prósent flugfélaga í Bandaríkjunum taka ekki þátt í áætluninni. Það eru fyrst og fremst sögð lítil leiguflugfélög og fyrirtæki sem leigja einkaþotur. Þátttaka í áætlun ICAO er á forsendum flugfélaganna en til stendur að þau verði skikkuð til að taka þátt frá og með árinu 2027. Allra minnstu flugfélögin og flugvélarnar verða áfram undanskildar kröfum um samdrátt í losun.
Bandaríkin Fréttir af flugi Loftslagsmál Mest lesið Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Viðskipti innlent SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Viðskipti erlent Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Viðskipti innlent Samruni fyrirtækja: „Það sem ekki þarf að vera leyndarmál er ekki leyndarmál“ Atvinnulíf Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Viðskipti innlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Gátu ekki fært sönnur á fullyrðingar um virkni sveppadropa og dufts Neytendur Fleiri fréttir SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira