Skjótvirk leið til þess að lækka vexti Kristinn Ingi Jónsson skrifar 29. maí 2019 05:00 Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig markar á vissan hátt tímamót í íslenskri hagsögu. Ólíkt því sem áður hefur þekkst gerir gjörbreytt staða Íslands – sem er orðið fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptaafgang – bankanum kleift að nota eitt af stýritækjum sínum – vextina – til þess að mýkja lendingu hagkerfisins í stað þess að þurfa að hækka vextina til þess að sporna gegn gengisfalli krónunnar, eins og gerðist fyrir liðlega tíu árum. Vaxtalækkun peningastefnunefndarinnar nú á miðju samdráttarskeiði – en bankinn gerir ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti í ár eftir 4,6 prósenta hagvöxt í fyrra – er þannig einkar ánægjuleg og gefur vonandi fyrirheit um að áfram verði haldið í að minnka vaxtamun við útlönd. Allar forsendur standa til þess að vextir hér færist nær vaxtastiginu í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. En stýrivextir eru aðeins eitt af þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta gripið til í því skyni að tryggja stöðugleika. Það þýðir lítt að leggja mat á aðhald peningastefnunnar eingöngu út frá raunstýrivaxtastiginu á meðan fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vexti í bankakerfinu. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna þær stífu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna sem og þá séríslensku skatta – bankaskatt, almennan fjársýsluskatt á laun og sérstakan fjársýsluskatt á hagnað – sem leggjast á þá en báðir þessir þættir skila sér í auknum kostnaði í bankakerfinu og stuðla þannig að hærri útlánavöxtum. Til marks um það var meðal annars tekið fram í minnisblaði sem Bankasýslan tók saman fyrir starfshóp sem skrifaði nýverið hvítbók um fjármálakerfið að tíu prósenta lækkun á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins auk helmingslækkunar á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð króna hins vegar gæti lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda bankanna úr 2,6 prósentum í 2,3 prósent. Til viðbótar telur Bankasýslan að lægri eiginfjárkröfur og aukin hagræðing geti leitt til þess að vaxtamunurinn fari niður í allt að 2,1 prósent. Íslenska ríkið setur leikreglurnar á bankamarkaði og hefur það því í hendi sér að draga úr kostnaði í bankakerfinu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri vexti. Lækkun stýrivaxta er góðra gjalda verð en fljótlegasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi væri að draga úr kröfum um eigið fé bankanna og færa skattaumhverfi þeirra til samræmis við það sem gengur og gerist í samkeppnisríkjunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Sjá meira
Sú ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabanka Íslands að lækka stýrivexti bankans um hálft prósentustig markar á vissan hátt tímamót í íslenskri hagsögu. Ólíkt því sem áður hefur þekkst gerir gjörbreytt staða Íslands – sem er orðið fjármagnsinnflytjandi með viðvarandi viðskiptaafgang – bankanum kleift að nota eitt af stýritækjum sínum – vextina – til þess að mýkja lendingu hagkerfisins í stað þess að þurfa að hækka vextina til þess að sporna gegn gengisfalli krónunnar, eins og gerðist fyrir liðlega tíu árum. Vaxtalækkun peningastefnunefndarinnar nú á miðju samdráttarskeiði – en bankinn gerir ráð fyrir 0,4 prósenta samdrætti í ár eftir 4,6 prósenta hagvöxt í fyrra – er þannig einkar ánægjuleg og gefur vonandi fyrirheit um að áfram verði haldið í að minnka vaxtamun við útlönd. Allar forsendur standa til þess að vextir hér færist nær vaxtastiginu í þeim ríkjum sem við berum okkur gjarnan saman við. En stýrivextir eru aðeins eitt af þeim stjórntækjum sem Seðlabankinn og stjórnvöld geta gripið til í því skyni að tryggja stöðugleika. Það þýðir lítt að leggja mat á aðhald peningastefnunnar eingöngu út frá raunstýrivaxtastiginu á meðan fjölmargir aðrir þættir hafa áhrif á vexti í bankakerfinu. Í þessu sambandi er nærtækt að nefna þær stífu eiginfjárkröfur sem gerðar eru til bankanna sem og þá séríslensku skatta – bankaskatt, almennan fjársýsluskatt á laun og sérstakan fjársýsluskatt á hagnað – sem leggjast á þá en báðir þessir þættir skila sér í auknum kostnaði í bankakerfinu og stuðla þannig að hærri útlánavöxtum. Til marks um það var meðal annars tekið fram í minnisblaði sem Bankasýslan tók saman fyrir starfshóp sem skrifaði nýverið hvítbók um fjármálakerfið að tíu prósenta lækkun á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins auk helmingslækkunar á fjársýsluskatti á laun annars vegar og hagnað umfram milljarð króna hins vegar gæti lækkað vaxtamun vaxtaberandi eigna og skulda bankanna úr 2,6 prósentum í 2,3 prósent. Til viðbótar telur Bankasýslan að lægri eiginfjárkröfur og aukin hagræðing geti leitt til þess að vaxtamunurinn fari niður í allt að 2,1 prósent. Íslenska ríkið setur leikreglurnar á bankamarkaði og hefur það því í hendi sér að draga úr kostnaði í bankakerfinu og skapa þannig skilyrði fyrir lægri vexti. Lækkun stýrivaxta er góðra gjalda verð en fljótlegasta leiðin til þess að ná fram lægra vaxtastigi væri að draga úr kröfum um eigið fé bankanna og færa skattaumhverfi þeirra til samræmis við það sem gengur og gerist í samkeppnisríkjunum.
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar