Einsleita eylandið Katrín Olga Jóhannesdóttir skrifar 21. maí 2019 06:00 Færa má rök fyrir því að á Íslandi hafi ríkt einsleit menning í aldanna rás og að hún ríki enn. Landið er eyland og það kann að hafa mótað ýmislegt í einsleitu genamengi okkar. Það má jafnvel segja að einsleitnin sé slík að spegillinn einn sé við hönd þegar ráðið er í störf, ekki síst stjórnunarstöður innan fyrirtækja. Þar sækjast virkilega sér um líkir. Einhverjir myndu segja að ekki ætti að hrófla við því sem virðist virka – ekki eigi að rugga bátnum að óþörfu. En virkar þetta í alvöru eða fljótum við sofandi að feigðarósi? Við höfum verið upptekin af því að mæla einsleitni þjóðarinnar í kynjahalla enda víða pottur brotinn þar. Ef við lítum bara á stjórnunarstöður þá er eingöngu 11 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins stýrt af konum og síðan 2012 hafa 14 karlmenn verið ráðnir sem forstjórar þeirra 18 fyrirtækja sem eru skráð á markaði. En einsleitnin ristir mun dýpra en bara milli kynja. Fjölbreytileikinn nær til ótal fleiri þátta sem geta birst í aldri, menntun og þjóðerni sem dæmi. Þar er auðlindagnótt af bakgrunni og reynsluheimi sem fyrirtækin í landinu, og þar með íslenskt samfélag, eiga í hættu að fara á mis við. Við getum þó ekki fullkomlega kennt okkur við einsleitnina á öllum sviðum. Þar má sem dæmi nefna alþjóðavæðingu síðustu áratuga sem hefur óneitanlega auðgað líf okkar allra og ekki síst með alþjóðasamningum á borð við EES. Í raun er óhætt að segja að utanríkisviðskipti og alþjóðavæðing hafi gjörbreytt öllum sviðum samfélagsins. Í slíkum heimi alþjóðavæðingar og tækniframfara er flutningur vinnuafls ekkert tiltökumál eins og sést glögglega á Íslandi. Allir þeir sem flust hafa til Íslands síðustu 5 ár, sem eru 21.429 umfram brottflutta, hefðu getað myndað nýjan bæ frá grunni sem væri talsvert stærri en Akureyri (18.925 íbúar). Við vitum að með þessum fólksflutningum kemur fjölbreytileikinn eins og ferskur vindur inn í íslenskt atvinnulíf og samfélag, en 13% landsmanna í dag er af erlendu bergi brotinn. Með þessum fersku vindum koma áskoranir sem brýn þörf er á að umbreyta í tækifæri. Áskorun atvinnulífsins er að stilla sig inn á rétta viðhorfið með upplýstum stjórnendum sem tryggja rétta ferla svo að fjölbreytileikinn fái notið sín. Áskorun hins opinbera er að innviðir landsins styðji við fjölbreytileika í atvinnulífinu og að menntakerfið hlúi að fjölskyldum innflytjenda og erlendra sérfræðinga, sem dæmi.Rökin þrjú fyrir fjölbreytileika Margir skólar mætast þegar sérfræðingar ólíkra greina færa rök fyrir fjölbreytileikanum. Í umræðunni hafa þrjú meginrök verið lögð fram sem styðja við mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu. Siðfræðilegu rökin fjalla um réttlætið og sanngirnina sem felst í því að nýta allan mannauðinn. Gagnsemisrökin byggja á að uppeldi okkar, félagsmótun, ólík sýn, þekking, burðir, greiningarhæfni, reynsla og annað hjálpar alltaf fyrirtækinu að sækja fram, sjá fleiri möguleika og lausnir sem leiða til nýsköpunar innan fyrirtækisins. Viðskiptatengdu rökin eru að á endanum muni fjölbreytt vinnuafl og betra samtal leiða til fjárhagslegs ávinnings fyrirtækisins. Til að stemma stigu við innbyggðri einsleitni og vannýttum tækifærum í mannauði og rekstrarformi, hefur Viðskiptaráð Íslands sett málefni fjölbreytileikans sérstaklega á dagskrá. Í dag, á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika, ræsum við árveknisátak um fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd en í vinnu Viðskiptaráðs hafa tvö yfirþemu orðið til: Fjölbreytileiki í mannauði annars vegar og fjölbreytileiki í rekstrarformi hins vegar. Þessi þemu munum við meðal annars sjá í myndböndum þar sem fræðimenn og raddir atvinnulífsins ræða mikilvægi fjölbreytileikans á Íslandi. Ef við setjum okkur markmið um fjölbreytileika í íslensku viðskiptalífi þá mætti segja að fyrsta varðan og jafnframt sú nærtækasta sé að tryggja jafnara hlutfall kvenna og karla við stjórnun fyrirtækja og í öðrum liðsheildum. Ekki er þar með sagt að við séum þá alfarið fjölbreytt samfélag. Samhliða kynjavinklinum þarf að huga að ótal öðrum þáttum fjölbreytileikans sem auðga fyrirtækjamenningu, nýsköpun og gera okkur samkeppnishæfari við önnur lönd. Við vitum að samkeppnishæfni Íslands er ein af forsendum velgengni fyrirtækjanna í landinu. Ég þori að fullyrða að fjölbreytileikinn og víðsýni honum tengd sé einn lykillinn að samkeppnishæfni landsins, því að með honum þrífst nýsköpun, ánægja fólks í starfi eykst og samtalið verður fjölbreyttara og litríkara. Hraði og flækjustig eru að aukast í atvinnulífinu og þar með þarf fjölbreyttari liðsheild til að stýra fyrirtækjum. Við hvetjum atvinnulífið og stjórnvöld til að skoða viðhorf sín og ferla í tengslum við fjölbreytileika. Rannsóknir sýna að fjölbreytileikinn ber með sér ólíka þekkingu, reynslu og hæfni sem svo leiðir til aukinna skoðanaskipta, gagnrýnari umræðu og dýpri greiningar á málefnum. Slíkt mun alltaf leiða til betri ákvarðanatöku og framþróun þjóðarinnar. Segjum einsleitni stríð á hendur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Katrín Olga Jóhannesdóttir Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Sjá meira
Færa má rök fyrir því að á Íslandi hafi ríkt einsleit menning í aldanna rás og að hún ríki enn. Landið er eyland og það kann að hafa mótað ýmislegt í einsleitu genamengi okkar. Það má jafnvel segja að einsleitnin sé slík að spegillinn einn sé við hönd þegar ráðið er í störf, ekki síst stjórnunarstöður innan fyrirtækja. Þar sækjast virkilega sér um líkir. Einhverjir myndu segja að ekki ætti að hrófla við því sem virðist virka – ekki eigi að rugga bátnum að óþörfu. En virkar þetta í alvöru eða fljótum við sofandi að feigðarósi? Við höfum verið upptekin af því að mæla einsleitni þjóðarinnar í kynjahalla enda víða pottur brotinn þar. Ef við lítum bara á stjórnunarstöður þá er eingöngu 11 af 100 stærstu fyrirtækjum landsins stýrt af konum og síðan 2012 hafa 14 karlmenn verið ráðnir sem forstjórar þeirra 18 fyrirtækja sem eru skráð á markaði. En einsleitnin ristir mun dýpra en bara milli kynja. Fjölbreytileikinn nær til ótal fleiri þátta sem geta birst í aldri, menntun og þjóðerni sem dæmi. Þar er auðlindagnótt af bakgrunni og reynsluheimi sem fyrirtækin í landinu, og þar með íslenskt samfélag, eiga í hættu að fara á mis við. Við getum þó ekki fullkomlega kennt okkur við einsleitnina á öllum sviðum. Þar má sem dæmi nefna alþjóðavæðingu síðustu áratuga sem hefur óneitanlega auðgað líf okkar allra og ekki síst með alþjóðasamningum á borð við EES. Í raun er óhætt að segja að utanríkisviðskipti og alþjóðavæðing hafi gjörbreytt öllum sviðum samfélagsins. Í slíkum heimi alþjóðavæðingar og tækniframfara er flutningur vinnuafls ekkert tiltökumál eins og sést glögglega á Íslandi. Allir þeir sem flust hafa til Íslands síðustu 5 ár, sem eru 21.429 umfram brottflutta, hefðu getað myndað nýjan bæ frá grunni sem væri talsvert stærri en Akureyri (18.925 íbúar). Við vitum að með þessum fólksflutningum kemur fjölbreytileikinn eins og ferskur vindur inn í íslenskt atvinnulíf og samfélag, en 13% landsmanna í dag er af erlendu bergi brotinn. Með þessum fersku vindum koma áskoranir sem brýn þörf er á að umbreyta í tækifæri. Áskorun atvinnulífsins er að stilla sig inn á rétta viðhorfið með upplýstum stjórnendum sem tryggja rétta ferla svo að fjölbreytileikinn fái notið sín. Áskorun hins opinbera er að innviðir landsins styðji við fjölbreytileika í atvinnulífinu og að menntakerfið hlúi að fjölskyldum innflytjenda og erlendra sérfræðinga, sem dæmi.Rökin þrjú fyrir fjölbreytileika Margir skólar mætast þegar sérfræðingar ólíkra greina færa rök fyrir fjölbreytileikanum. Í umræðunni hafa þrjú meginrök verið lögð fram sem styðja við mikilvægi fjölbreytileikans í atvinnulífinu. Siðfræðilegu rökin fjalla um réttlætið og sanngirnina sem felst í því að nýta allan mannauðinn. Gagnsemisrökin byggja á að uppeldi okkar, félagsmótun, ólík sýn, þekking, burðir, greiningarhæfni, reynsla og annað hjálpar alltaf fyrirtækinu að sækja fram, sjá fleiri möguleika og lausnir sem leiða til nýsköpunar innan fyrirtækisins. Viðskiptatengdu rökin eru að á endanum muni fjölbreytt vinnuafl og betra samtal leiða til fjárhagslegs ávinnings fyrirtækisins. Til að stemma stigu við innbyggðri einsleitni og vannýttum tækifærum í mannauði og rekstrarformi, hefur Viðskiptaráð Íslands sett málefni fjölbreytileikans sérstaklega á dagskrá. Í dag, á alþjóðlegum degi Sameinuðu þjóðanna um menningarlegan fjölbreytileika, ræsum við árveknisátak um fjölbreytileikann í sinni víðustu mynd en í vinnu Viðskiptaráðs hafa tvö yfirþemu orðið til: Fjölbreytileiki í mannauði annars vegar og fjölbreytileiki í rekstrarformi hins vegar. Þessi þemu munum við meðal annars sjá í myndböndum þar sem fræðimenn og raddir atvinnulífsins ræða mikilvægi fjölbreytileikans á Íslandi. Ef við setjum okkur markmið um fjölbreytileika í íslensku viðskiptalífi þá mætti segja að fyrsta varðan og jafnframt sú nærtækasta sé að tryggja jafnara hlutfall kvenna og karla við stjórnun fyrirtækja og í öðrum liðsheildum. Ekki er þar með sagt að við séum þá alfarið fjölbreytt samfélag. Samhliða kynjavinklinum þarf að huga að ótal öðrum þáttum fjölbreytileikans sem auðga fyrirtækjamenningu, nýsköpun og gera okkur samkeppnishæfari við önnur lönd. Við vitum að samkeppnishæfni Íslands er ein af forsendum velgengni fyrirtækjanna í landinu. Ég þori að fullyrða að fjölbreytileikinn og víðsýni honum tengd sé einn lykillinn að samkeppnishæfni landsins, því að með honum þrífst nýsköpun, ánægja fólks í starfi eykst og samtalið verður fjölbreyttara og litríkara. Hraði og flækjustig eru að aukast í atvinnulífinu og þar með þarf fjölbreyttari liðsheild til að stýra fyrirtækjum. Við hvetjum atvinnulífið og stjórnvöld til að skoða viðhorf sín og ferla í tengslum við fjölbreytileika. Rannsóknir sýna að fjölbreytileikinn ber með sér ólíka þekkingu, reynslu og hæfni sem svo leiðir til aukinna skoðanaskipta, gagnrýnari umræðu og dýpri greiningar á málefnum. Slíkt mun alltaf leiða til betri ákvarðanatöku og framþróun þjóðarinnar. Segjum einsleitni stríð á hendur.
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Atlaga gegn trans fólki er atlaga gegn mannréttindum Drífa Snædal, Bjarndís Helga Tómasdóttir Skoðun
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun