Snemmtæk íhlutun Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 21. maí 2019 08:15 Samhliða hækkandi meðalaldri og stórbættum greiningaraðferðum hefur tilfellum Alzheimer-sjúkdóms fjölgað gríðarlega á undanförnum árum, og það í nær öllum heimsins hornum. Sjúkdómurinn, sem tekur til 60 til 70 prósenta allra tilfella heilabilunar, er að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunar eitt brýnasta úrlausnarefni mannkyns um þessar mundir og næstu áratuga. Á heimsvísu er talið að um 40 til 50 milljónir manna glími við sjúkdóminn. Hér á landi, líkt og víðar, eru heilabilunarsjúkdómar eins og Alzheimer afar algengir. Sá einstaki árangur sem við höfum náð í læknavísindum á undanförnum áratugum hefur skilað sér í auknum lífslíkum og þar með auknum fjölda einstaklinga sem glíma við heilabilun og Alzheimer. Þannig höfum við, á sama tíma og við höfum fjármagnað, eflt og mannað merkar framfarir í heilbrigðisvísindum, vanrækt þarfir og réttmæta kröfu þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandendur þeirra um viðeigandi þjónustu og skjóta greiningu. Fyrr á þessu ári fjallaði Fréttablaðið ítarlega um erfiða stöðu málaflokksins hér á landi, stöðu sem krefst aðgerða. „Hér á landi er staðreyndin oft á tíðum sú að það er verið að bregðast við krísum og mikið hugsað í skammtímalausnum, en ekki litið á heildarmyndina,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst við vera á þeim stað að ástandið er orðið óþolandi og það fyrir löngu síðan. […] Tengjum við ekki öll við þennan hóp? Ættingja okkar? Okkur sjálf eftir örfá ár? Við þurfum að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Tíminn til aðgerða er núna.“ Alzheimer er sannarlega krefjandi verkefni, og því vekur vissa furðu hversu lítið hefur verið gert til að kortleggja umfang vandans hér á landi. Ekki er vitað með vissu hversu margir Íslendingar þjást af sjúkdómnum, en líklegt er að fjöldinn sé á bilinu fjögur til fimm þúsund. Sem stendur er sjúkdómurinn ekki skráningarskyldur í lögum um landlækni og lýðheilsu en breyting þess efnis myndi vafalaust auðvelda alla áætlanagerð, sem sárlegur skortur er á, og það að meta þróun heilsufars þeirra sem glíma við Alzheimer-sjúkdóm. Frumvarp sem tekur á þessu var lagt fyrir Alþingi í mars síðastliðnum en hefur ekki enn verið tekið til umræðu. Þingið hefur haft öðrum hnöppum að hneppa, en frumvarpið verður að sögn flutningsmanna þess lagt fyrir á ný á næsta þingi. Þörf er á mikilli vitundarvakningu um heilabilun og Alzheimer-sjúkdóm. Heildstæð stefna í málum þessara einstaklinga, sem boðuð var með þingsályktunartillögu árið 2017, ásamt skráningarskyldu Alzheimer, eru nauðsynleg fyrstu skref í þá átt. Snemmtæk íhlutun, í heilbrigðiskerfi sem búið er viðeigandi húsnæði, þekkingu og mannskap, getur skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga og aðstandendur þeirra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Hvers vegna er ungbarnadauði lægstur á Íslandi? Þórður Þórkelsson Skoðun Skoðun Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Sjá meira
Samhliða hækkandi meðalaldri og stórbættum greiningaraðferðum hefur tilfellum Alzheimer-sjúkdóms fjölgað gríðarlega á undanförnum árum, og það í nær öllum heimsins hornum. Sjúkdómurinn, sem tekur til 60 til 70 prósenta allra tilfella heilabilunar, er að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunar eitt brýnasta úrlausnarefni mannkyns um þessar mundir og næstu áratuga. Á heimsvísu er talið að um 40 til 50 milljónir manna glími við sjúkdóminn. Hér á landi, líkt og víðar, eru heilabilunarsjúkdómar eins og Alzheimer afar algengir. Sá einstaki árangur sem við höfum náð í læknavísindum á undanförnum áratugum hefur skilað sér í auknum lífslíkum og þar með auknum fjölda einstaklinga sem glíma við heilabilun og Alzheimer. Þannig höfum við, á sama tíma og við höfum fjármagnað, eflt og mannað merkar framfarir í heilbrigðisvísindum, vanrækt þarfir og réttmæta kröfu þeirra sem glíma við heilabilun og aðstandendur þeirra um viðeigandi þjónustu og skjóta greiningu. Fyrr á þessu ári fjallaði Fréttablaðið ítarlega um erfiða stöðu málaflokksins hér á landi, stöðu sem krefst aðgerða. „Hér á landi er staðreyndin oft á tíðum sú að það er verið að bregðast við krísum og mikið hugsað í skammtímalausnum, en ekki litið á heildarmyndina,“ sagði Steinunn Þórðardóttir, sérfræðingur í lyf- og öldrunarlækningum, í samtali við Fréttablaðið. „Mér finnst við vera á þeim stað að ástandið er orðið óþolandi og það fyrir löngu síðan. […] Tengjum við ekki öll við þennan hóp? Ættingja okkar? Okkur sjálf eftir örfá ár? Við þurfum að undirbúa okkur fyrir framtíðina. Tíminn til aðgerða er núna.“ Alzheimer er sannarlega krefjandi verkefni, og því vekur vissa furðu hversu lítið hefur verið gert til að kortleggja umfang vandans hér á landi. Ekki er vitað með vissu hversu margir Íslendingar þjást af sjúkdómnum, en líklegt er að fjöldinn sé á bilinu fjögur til fimm þúsund. Sem stendur er sjúkdómurinn ekki skráningarskyldur í lögum um landlækni og lýðheilsu en breyting þess efnis myndi vafalaust auðvelda alla áætlanagerð, sem sárlegur skortur er á, og það að meta þróun heilsufars þeirra sem glíma við Alzheimer-sjúkdóm. Frumvarp sem tekur á þessu var lagt fyrir Alþingi í mars síðastliðnum en hefur ekki enn verið tekið til umræðu. Þingið hefur haft öðrum hnöppum að hneppa, en frumvarpið verður að sögn flutningsmanna þess lagt fyrir á ný á næsta þingi. Þörf er á mikilli vitundarvakningu um heilabilun og Alzheimer-sjúkdóm. Heildstæð stefna í málum þessara einstaklinga, sem boðuð var með þingsályktunartillögu árið 2017, ásamt skráningarskyldu Alzheimer, eru nauðsynleg fyrstu skref í þá átt. Snemmtæk íhlutun, í heilbrigðiskerfi sem búið er viðeigandi húsnæði, þekkingu og mannskap, getur skipt sköpum fyrir þessa einstaklinga og aðstandendur þeirra.
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson Skoðun