Fótbolti

Messi vann markakóngstitilinn á Spáni með fimmtán marka mun

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi.
Lionel Messi. Getty/ David S. Bustamante
Lionel Messi bætti enn einu meti og enn einum markakóngstitlinum í safnið í lokaumferð spænsku deildarinnar í gær.

Messi skoraði þá tvö mörk í 2-2 jafntefli við Eibar og endaði því með 36 deildarmörk á þessari leiktíð.

Messi hefur lagt það í vana sinn að setja nokkur met á hverju tímabili og í gær náði hann að bæta enn einu meti í safnið.

Argentínski snillingurinn skoraði nefnilega fimmtán mörkum meira en næstmarkahæstu menn deildarinnar sem voru Frakkinn Karim Benzema hjá Real Madrid og Úrúgvæmaðurinn Luis Suárez hjá Barcelona.  

Messi skoraði 36 mörk í 34 leikjum og Karim Benzema var með 21 mark í 36 leikjum. Luis Suárez var síðan þriðji með 21 mark í 33 leikjum.





Aðeins sjö aðrir leikmenn en Lionel Messi í spænsku deildinni náðu að skora fimmtán deildarmörk á tímabilinu.

Frakkinn Antoine Griezmann endaði þannig með fimmtán mörk samtals fyrir Atletico Madrid á leiktíðinni eða jafnmörg mörk og það munaði á Messi og næstu mönnum á markalistanum.

Það liðu 75 mínútur á milli marka hjá Lionel Messi en 141 (Benzema) og 135 (Suárez) mínútur á milli marka hjá hinum tveimur á topp þrjú.

Þá má heldur ekki gleyma að Lionel Messi lagði líka upp fleiri mörk en allir aðrir í spænsku deildinni.

Hér fyrir neðan má sjá athyglisverðan lista þar sem sést að Messi er í efsta sætinu á næstum því öllum helstu tölfræðilistum La Liga á þessari leiktíð.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×