Gífurleg áhætta og skelfilegar afleiðingar Þórlindur Kjartansson skrifar 31. maí 2019 08:30 Sagt er að þegar þýskar herflugvélar gerðu sprengjuárásir á Lundúnir í seinni heimsstyrjöldinni, þá hafi verið hart lagt að Winston Churchill forsætisráðherra að halda sér öruggum inni í sprengjuheldu byrgi æðstu yfirstjórnar ríkis og hermála. Churchill mun nefnilega hafa verið lítt hrifinn af þessum afskiptum af athafnafrelsi sínu og sagt er að þegar sprengjunum var látið rigna yfir höfuðborgina hans hafi hann gjarnan tekið sér stöðu uppi á húsþökum, jafnvel ofan á sprengjuheldum höfuðskrifstofum hersins, og fylgst með eigin augum með eldblossunum í nánd og fjarska, fundið með eigin nefi lyktina af bensíni og dínamíti og hlustað með eigin eyrum á eyðileggingardrunurnar af dynjandi sprengjum og hrynjandi byggingum. Þetta hefur líklega ekki verið talið skynsamlegt og vafalaust hafa margir hugsað gamla þverhausnum þegjandi þörfina fyrir þetta háttalag sitt. En Churchill hefur áreiðanlega gert sér vel grein fyrir því að jafnvel þótt hundruð sprengjuflugvéla færu yfir stórborgina þá voru líkurnar með honum í liði. Jafnvel í mesta sprengjuregninu voru yfirgnæfandi líkur á því að hann kæmist óhultur af þakinu—líklega voru líkurnar á því að sprengja grandaði honum einn á móti mörgum þúsundum. Og Churchill fannst það líklega áhættunnar virði að sjá með eigin augum óvininn og tilraunir hans til að beygja vilja þjóðarinnar. Það hefur áreiðanlega verið einhvers virði fyrir Churchill að láta það sjást, og finna það sjálfur, að þrátt fyrir raunverulega ógnina þá léti hann ekki óttann stjórna sér.Öryggið uppmálað Nú til dags er hugsað ákaflega vel um öryggi þjóðarleiðtoga stærri þjóða. Þetta sjá allir þeir sem fara framhjá Downingstræti 10 í dag og sjá allan þann viðbúnað og vígbúnað sem notaður er til þess að koma í veg fyrir að minnstu líkur séu á því að einhver óviðkomandi komist í tæri við breska forsætisráðherrann. Sama gildir í Bandaríkjunum þar sem heilu göturnar og breiðstrætin eru rýmd þegar forsetinn hreyfir sig úr stað. Þessi áhersla á að tryggja öryggi þjóðhöfðingja hlýtur að eiga alveg sérstaklega við á tímum stríðs þar sem það gæti haft mjög neikvæð áhrif á móral og sigurtrú þjóðarinnar ef þjóðhöfðinginn sjálfur væri felldur innan eigin landamæra. Þó mun Churchill ekki bara hafa staðið uppi á húsþökum í sprengiregni heldur átti hann til að vilja fara í gönguferðir um Lundúnir en þá að sjálfsögðu í fylgd með öryggisgæslu. Eftir því sem fram kemur á safninu um Churchill við bresku stjórnarráðsþyrpinguna þá samanstóð persónuleg öryggisgæsla forsætisráðherrans af lífverðinum Walter H. Thompson og stundum einum lögreglumanni til viðbótar. Meira mun það að jafnaði ekki hafa verið þótt þjóðin stæði í miðjum mesta hildarleik mannkyns og margir eflaust viljað koma Churchill fyrir kattarnef. En hann var ekki hræddur. Það virðist nefnilega stundum vera þannig að fólk eins og Churchill sem upplifað hefur raunverulega ógn verður yfirvegað og dómbært á raunverulega áhættu. Þeir sem hins vegar búa við almennt öryggi eiga stundum á hættu að mikla fyrir sér ógnir og áhættu. Og Churchill hefur greinilega verið þeirrar gerðar að velta sér ekki mikið upp úr þeirri hættu sem steðjaði að hans eigin persónu. Það hefði heldur ekki farið vel á því ef maðurinn sem bar ábyrgð á að senda milljónir hermanna í lífshættulegar aðstæður á meginlandi Evrópu væri taugaveiklaður um eigið öryggi í heimahögum. En ætli Winston Churchill hefði þorað að koma til Íslands snemmsumars 2019? Hann hefði að minnsta kosti mátt hugsa sig um.Svört skýrsla Í vikunni kom nefnilega út skýrsla frá ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli. Enda var hún svört. Skýrslur eru stundum sagðar svartar ef þær segja váleg tíðindi en þessi var raunverulega svört. Í henni er metin með litakóðun sú ógn sem steðjar að Íslandi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Í fyrri skýrslum greiningardeildarinnar hefur sú ógn gjarnan verið flokkuð eins og veðrið—í grænt, gult, appelsínugult eða rautt. En nú bregður svo við að nýtt kerfi er tekið upp þar sem áhættan flokkast sem græn, gul, rauð eða svört. Rauð áhætta er skilgreind sem „mjög mikil áhætta“ en sú svarta sem „gífurleg“ áhætta. Ef það er ekki nóg til að fá hárin til að rísa þá sést í skýrslunni að „gífurleg“ áhætta telst það ef líkur á ógninni eru mjög miklar og afleiðingar ekki bara miklar heldur „skelfilegar“. Áhættumat ríkislögreglustjóra í einu friðsælasta ríki veraldarsögunnar segir sem sagt að ógnin af skipulagðri glæpastarfsemi sé „gífurleg“—líkurnar „mjög miklar“ og afleiðingarnar „skelfilegar“. Nú er það greinilega svart á Íslandi. En hvernig ætli þeim líði í Palermo, Tijuna og Mexíbóborg? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Sjá meira
Sagt er að þegar þýskar herflugvélar gerðu sprengjuárásir á Lundúnir í seinni heimsstyrjöldinni, þá hafi verið hart lagt að Winston Churchill forsætisráðherra að halda sér öruggum inni í sprengjuheldu byrgi æðstu yfirstjórnar ríkis og hermála. Churchill mun nefnilega hafa verið lítt hrifinn af þessum afskiptum af athafnafrelsi sínu og sagt er að þegar sprengjunum var látið rigna yfir höfuðborgina hans hafi hann gjarnan tekið sér stöðu uppi á húsþökum, jafnvel ofan á sprengjuheldum höfuðskrifstofum hersins, og fylgst með eigin augum með eldblossunum í nánd og fjarska, fundið með eigin nefi lyktina af bensíni og dínamíti og hlustað með eigin eyrum á eyðileggingardrunurnar af dynjandi sprengjum og hrynjandi byggingum. Þetta hefur líklega ekki verið talið skynsamlegt og vafalaust hafa margir hugsað gamla þverhausnum þegjandi þörfina fyrir þetta háttalag sitt. En Churchill hefur áreiðanlega gert sér vel grein fyrir því að jafnvel þótt hundruð sprengjuflugvéla færu yfir stórborgina þá voru líkurnar með honum í liði. Jafnvel í mesta sprengjuregninu voru yfirgnæfandi líkur á því að hann kæmist óhultur af þakinu—líklega voru líkurnar á því að sprengja grandaði honum einn á móti mörgum þúsundum. Og Churchill fannst það líklega áhættunnar virði að sjá með eigin augum óvininn og tilraunir hans til að beygja vilja þjóðarinnar. Það hefur áreiðanlega verið einhvers virði fyrir Churchill að láta það sjást, og finna það sjálfur, að þrátt fyrir raunverulega ógnina þá léti hann ekki óttann stjórna sér.Öryggið uppmálað Nú til dags er hugsað ákaflega vel um öryggi þjóðarleiðtoga stærri þjóða. Þetta sjá allir þeir sem fara framhjá Downingstræti 10 í dag og sjá allan þann viðbúnað og vígbúnað sem notaður er til þess að koma í veg fyrir að minnstu líkur séu á því að einhver óviðkomandi komist í tæri við breska forsætisráðherrann. Sama gildir í Bandaríkjunum þar sem heilu göturnar og breiðstrætin eru rýmd þegar forsetinn hreyfir sig úr stað. Þessi áhersla á að tryggja öryggi þjóðhöfðingja hlýtur að eiga alveg sérstaklega við á tímum stríðs þar sem það gæti haft mjög neikvæð áhrif á móral og sigurtrú þjóðarinnar ef þjóðhöfðinginn sjálfur væri felldur innan eigin landamæra. Þó mun Churchill ekki bara hafa staðið uppi á húsþökum í sprengiregni heldur átti hann til að vilja fara í gönguferðir um Lundúnir en þá að sjálfsögðu í fylgd með öryggisgæslu. Eftir því sem fram kemur á safninu um Churchill við bresku stjórnarráðsþyrpinguna þá samanstóð persónuleg öryggisgæsla forsætisráðherrans af lífverðinum Walter H. Thompson og stundum einum lögreglumanni til viðbótar. Meira mun það að jafnaði ekki hafa verið þótt þjóðin stæði í miðjum mesta hildarleik mannkyns og margir eflaust viljað koma Churchill fyrir kattarnef. En hann var ekki hræddur. Það virðist nefnilega stundum vera þannig að fólk eins og Churchill sem upplifað hefur raunverulega ógn verður yfirvegað og dómbært á raunverulega áhættu. Þeir sem hins vegar búa við almennt öryggi eiga stundum á hættu að mikla fyrir sér ógnir og áhættu. Og Churchill hefur greinilega verið þeirrar gerðar að velta sér ekki mikið upp úr þeirri hættu sem steðjaði að hans eigin persónu. Það hefði heldur ekki farið vel á því ef maðurinn sem bar ábyrgð á að senda milljónir hermanna í lífshættulegar aðstæður á meginlandi Evrópu væri taugaveiklaður um eigið öryggi í heimahögum. En ætli Winston Churchill hefði þorað að koma til Íslands snemmsumars 2019? Hann hefði að minnsta kosti mátt hugsa sig um.Svört skýrsla Í vikunni kom nefnilega út skýrsla frá ríkislögreglustjóra. Hún vakti athygli. Enda var hún svört. Skýrslur eru stundum sagðar svartar ef þær segja váleg tíðindi en þessi var raunverulega svört. Í henni er metin með litakóðun sú ógn sem steðjar að Íslandi vegna skipulagðrar glæpastarfsemi. Í fyrri skýrslum greiningardeildarinnar hefur sú ógn gjarnan verið flokkuð eins og veðrið—í grænt, gult, appelsínugult eða rautt. En nú bregður svo við að nýtt kerfi er tekið upp þar sem áhættan flokkast sem græn, gul, rauð eða svört. Rauð áhætta er skilgreind sem „mjög mikil áhætta“ en sú svarta sem „gífurleg“ áhætta. Ef það er ekki nóg til að fá hárin til að rísa þá sést í skýrslunni að „gífurleg“ áhætta telst það ef líkur á ógninni eru mjög miklar og afleiðingar ekki bara miklar heldur „skelfilegar“. Áhættumat ríkislögreglustjóra í einu friðsælasta ríki veraldarsögunnar segir sem sagt að ógnin af skipulagðri glæpastarfsemi sé „gífurleg“—líkurnar „mjög miklar“ og afleiðingarnar „skelfilegar“. Nú er það greinilega svart á Íslandi. En hvernig ætli þeim líði í Palermo, Tijuna og Mexíbóborg?
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar