Lítið lært Hörður Ægisson skrifar 7. júní 2019 07:00 Eina stærstu frétt vikunnar var að finna í tilkynningu Seðlabankans á mánudagsmorgun um nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Á fyrstu þremur mánuðum ársins batnaði hrein staða þjóðarbúsins um hvorki meira né minna en 270 milljarða og er núna jákvæð sem nemur 21 prósenti af landsframleiðslu. Aldrei hefur staðan verið betri í lýðveldissögunni – Íslendingar hafa ávallt verið lántakendur við útlönd – og er hún nú ein sú hagfelldasta í allri Evrópu. Ástæða er til að ætla að þessi breyting sé varanleg sem endurspeglar þá kerfisbreytingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Þetta átti samt ekki að vera hægt. Litið aftur til ársins 2013, þegar erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um þúsund milljarða og raunverulegar áhyggjur voru um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun hafta, áttu fáir von á þessum árangri. Þá einskorðaðist leið sumra, einkum stjórnmála- og embættismanna, við það að fara bónleiðina til Evrópska seðlabankans og slá þar risalán í evrum til að hleypa krónueignum erlendra kröfuhafa úr landi. Sem betur fer var önnur leið farin. Vel heppnuð áætlun um afnám hafta, byggð á sérsniðnum innlendum lausnum, breytti stöðunni á einni nóttu þegar kröfuhafar samþykktu að framselja krónueignir að virði meira en 500 milljarðar endurgjaldslaust til ríkisins – og um leið tóku væntingar innlendra og erlendra fjárfesta, ásamt fyrirtækjum og almenningi, stakkaskiptum gagnvart framtíð hagkerfisins. Nú telja hins vegar sumir að á sama tíma og þessi umskipti hafa orðið á hagkerfinu þá hafi umræðan um þriðja orkupakkann opnað upp á gátt spurninguna um hvort Ísland eigi heima í ESB. Þetta er furðulegt stöðumat. Verkefnið er að verja og betrumbæta EES-samninginn, okkar mikilvægasta alþjóðasamning, gegn þeim öflum sem nú skynja að þau kunni að hafa pólitíska stundarhagsmuni af því að grafa undan honum. Það er aftur á móti sannarlega ekki að setja enn á ný aðild að ESB á dagskrá, sem myndi valda djúpstæðum ágreiningi í samfélaginu, og þá um leið upptöku evru, sem væri meiriháttar glapræði. Stundum mætti halda að þeir hinir sömu, sem ætti að vera kunnugt um mikla og afgerandi andstöðu þjóðarinnar gegn slíkri vegferð, hafi lítið lært af reynslu síðustu ára heldur snúist málið orðið meira nánast um þráhyggju en raunhæft mat á því hvar íslenskum hagsmunum sé best borgið. Ísland, hvar hagkerfið hvílir á fáum stoðum sem kallar á sveigjanlegt gengisfyrirkomulag og á því fátt sameiginlegt með evrusvæðinu, á ekkert erindi í ESB. Eftir fordæmalausa efnahagsuppsveiflu hefur þjóðarbúið sjaldan staðið á sterkari stoðum. Sú staðreynd að Ísland er orðið að stórum lánveitenda við útlönd er aðeins eitt, ásamt meðal annars myndarlegum gjaldeyrisforða og litlum skuldum ríkissjóðs, af styrkleikamerkjum hagkerfisins. Ólíkt mörgum Evrópuríkjum, sem hafa yfir að ráða takmörkuðum úrræðum með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju óburðugs myntbandalags, erum við vel í stakk búin til að takast á við skammvinnan efnahagssamdrátt. Við skulum nýta okkur þá stöðu, í stað þess að þrátta um eitthvað sem seint mun verða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Sjá meira
Eina stærstu frétt vikunnar var að finna í tilkynningu Seðlabankans á mánudagsmorgun um nýjar tölur um greiðslujöfnuð við útlönd og erlenda stöðu þjóðarbúsins. Á fyrstu þremur mánuðum ársins batnaði hrein staða þjóðarbúsins um hvorki meira né minna en 270 milljarða og er núna jákvæð sem nemur 21 prósenti af landsframleiðslu. Aldrei hefur staðan verið betri í lýðveldissögunni – Íslendingar hafa ávallt verið lántakendur við útlönd – og er hún nú ein sú hagfelldasta í allri Evrópu. Ástæða er til að ætla að þessi breyting sé varanleg sem endurspeglar þá kerfisbreytingu sem hefur orðið á grunngerð hagkerfisins. Þetta átti samt ekki að vera hægt. Litið aftur til ársins 2013, þegar erlend staða þjóðarbúsins var neikvæð um þúsund milljarða og raunverulegar áhyggjur voru um sjálfbærni skuldastöðunnar ef illa færi við losun hafta, áttu fáir von á þessum árangri. Þá einskorðaðist leið sumra, einkum stjórnmála- og embættismanna, við það að fara bónleiðina til Evrópska seðlabankans og slá þar risalán í evrum til að hleypa krónueignum erlendra kröfuhafa úr landi. Sem betur fer var önnur leið farin. Vel heppnuð áætlun um afnám hafta, byggð á sérsniðnum innlendum lausnum, breytti stöðunni á einni nóttu þegar kröfuhafar samþykktu að framselja krónueignir að virði meira en 500 milljarðar endurgjaldslaust til ríkisins – og um leið tóku væntingar innlendra og erlendra fjárfesta, ásamt fyrirtækjum og almenningi, stakkaskiptum gagnvart framtíð hagkerfisins. Nú telja hins vegar sumir að á sama tíma og þessi umskipti hafa orðið á hagkerfinu þá hafi umræðan um þriðja orkupakkann opnað upp á gátt spurninguna um hvort Ísland eigi heima í ESB. Þetta er furðulegt stöðumat. Verkefnið er að verja og betrumbæta EES-samninginn, okkar mikilvægasta alþjóðasamning, gegn þeim öflum sem nú skynja að þau kunni að hafa pólitíska stundarhagsmuni af því að grafa undan honum. Það er aftur á móti sannarlega ekki að setja enn á ný aðild að ESB á dagskrá, sem myndi valda djúpstæðum ágreiningi í samfélaginu, og þá um leið upptöku evru, sem væri meiriháttar glapræði. Stundum mætti halda að þeir hinir sömu, sem ætti að vera kunnugt um mikla og afgerandi andstöðu þjóðarinnar gegn slíkri vegferð, hafi lítið lært af reynslu síðustu ára heldur snúist málið orðið meira nánast um þráhyggju en raunhæft mat á því hvar íslenskum hagsmunum sé best borgið. Ísland, hvar hagkerfið hvílir á fáum stoðum sem kallar á sveigjanlegt gengisfyrirkomulag og á því fátt sameiginlegt með evrusvæðinu, á ekkert erindi í ESB. Eftir fordæmalausa efnahagsuppsveiflu hefur þjóðarbúið sjaldan staðið á sterkari stoðum. Sú staðreynd að Ísland er orðið að stórum lánveitenda við útlönd er aðeins eitt, ásamt meðal annars myndarlegum gjaldeyrisforða og litlum skuldum ríkissjóðs, af styrkleikamerkjum hagkerfisins. Ólíkt mörgum Evrópuríkjum, sem hafa yfir að ráða takmörkuðum úrræðum með vextina við núllið og eru föst í spennitreyju óburðugs myntbandalags, erum við vel í stakk búin til að takast á við skammvinnan efnahagssamdrátt. Við skulum nýta okkur þá stöðu, í stað þess að þrátta um eitthvað sem seint mun verða.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun