Framhaldsskóli verður grunnskóli Guðjón H. Hauksson skrifar 19. júní 2019 10:48 Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. Þessir kennarar eru gríðarlega mikilvægir fyrir yngsta stig grunnskólans þar sem kennarar eru sérfræðingar í að vinna með þann grunn sem leikskólinn byggir. Á yngsta stigi grunnskólans heldur vinnan með einstaklinginn og félagsþroskann áfram en hér byggist snilldin á að færa börnunum tæki til læsis og tjáningar og kenna grunnaðferðir stærðfræðinnar. Kennarar á miðstigi taka við boltanum og nú fá nemendur sífellt ný tæki til að hugsa og tjá sig um, erlend tungumál bætast við, rökhugsun og ýmis óræð eða abstrakt hugtök velta fyrir sér og öðrum á skapandi hátt. Þetta er ótrúlega flókið samspil og alltaf byggt á því góða sem næstu kennarar á undan hafa mótað með nemendum. Á unglingastiginu vinna færustu kennarar við að efla félags- og einstaklingsþroska nemenda, samkennd, sjálfstraust, sjálfsmynd og ábyrgð á eigin ákvörðunum og vali um leið og sífellt er farið meira á dýptina á hinum ýmsu fagsviðum. Enda er svo hér komið sögu í lífi nemenda að skólaskyldu lýkur og þeir geta valið sér áframhaldandi leið gegnum skólakerfið. Unginn tekur flugið úr hreiðrinu. Langflestir kjósa, sem betur fer, að halda áfram námi eftir grunnskóla og velja sér framhaldsskóla sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum. Kennarar í framhaldsskólum eru sömuleiðis stoltir af verkum sínum sem byggja á því að kenna þau fagsvið sem þeir hafa helgað sér á oft löngum náms- og starfsferli. Framhaldsskólakennarar eru því í grunninn fyrst sérfræðingar í ákveðnum fögum sem síðan ákveða að gerast kennarar. Langoftast er það þannig að þessir sérfræðingar taka kennsluréttindi eftir sitt fagnám og jafnvel eftir að þeir hafa hafið störf við kennslu. Enda byggir framhaldsskólinn á því að nemendur hafi öðlast færni til sjálfstæðra vinnubragða og góðan almennan þekkingargrunn og félagsfærni þegar þeir ljúka grunnskóla. Þessi mynd sem hér er dregin upp af íslenskum skóla er auðvitað mun flóknari, bæði eru störf kennara miklu fjölbreyttari og sömuleiðis eru skil milli skólastiga mun meira fljótandi. Í grunninn er það nú samt svo að reginmunur er á námi nemenda í framhaldsskólum annars vegar og í leik- og grunnskólum hins vegar. Í framhaldsskólanum byggist allt á því að nemendur takast á við ákveðið efni undir leiðsögn sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu. Með nýju frumvarpi um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á að draga úr sérfræðiþekkingu framhaldsskólakennara en auka vægi uppeldis- og kennslufræði í staðinn. Eitt leyfisbréf kennara tekur gildi fyrir alla kennara á þremur skólastigum. Í staðinn fyrir að vinna með styrkleika hvers skólastigs er verið að steypa allt í sama formið. Grunnskólinn einn hefur vaxið um heil tvö skólaár síðustu 20 árin (Hann er 20% lengri en hann var árið 1996) en nú má ætla að fari svo á endanum að hann gleypi í sig leikskólann og framhaldsskólann. Leikurinn er í stórhættu í leikskólanum, læsið og stærðfræðikunnáttan er í hættu í grunnskólanum og dýpri fagþekking í framhaldsskólanum er í uppnámi. Hvar ætlum við að enda þetta? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðjón H. Hauksson Skóla - og menntamál Mest lesið Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar Skoðun Mjódd framtíðar - hjarta Breiðholts Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun 32 dagar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Blóraböggull fundinn! Jenný Gunnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Skaðaminnkun Rauða krossins Ósk Sigurðardóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Áfram, hærra Logi Pedro Stefánsson skrifar Skoðun Reykjavík stígi alla leið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Valkvætt minnisleysi ofbeldismanna Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gæði í uppbyggingu frekar en bara hraða og magn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þétting byggðar? Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Forsendur skólakerfis hverfast um samstarf Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kirkjan sem talar fallega – og spurningin sem fylgir HIlmar Kristinsson skrifar Skoðun Samstaða í ferðaþjónustu aldrei mikilvægari Halldór Óli Kjartansson skrifar Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Sjá meira
Kennarar eru stolt stétt. Leikskólakennarar eru sérfræðingar í því að byggja upp sterka einstaklinga gegnum leik og samskipti við önnur börn, eflingu hreyfi- og málþroska. Þessir kennarar eru gríðarlega mikilvægir fyrir yngsta stig grunnskólans þar sem kennarar eru sérfræðingar í að vinna með þann grunn sem leikskólinn byggir. Á yngsta stigi grunnskólans heldur vinnan með einstaklinginn og félagsþroskann áfram en hér byggist snilldin á að færa börnunum tæki til læsis og tjáningar og kenna grunnaðferðir stærðfræðinnar. Kennarar á miðstigi taka við boltanum og nú fá nemendur sífellt ný tæki til að hugsa og tjá sig um, erlend tungumál bætast við, rökhugsun og ýmis óræð eða abstrakt hugtök velta fyrir sér og öðrum á skapandi hátt. Þetta er ótrúlega flókið samspil og alltaf byggt á því góða sem næstu kennarar á undan hafa mótað með nemendum. Á unglingastiginu vinna færustu kennarar við að efla félags- og einstaklingsþroska nemenda, samkennd, sjálfstraust, sjálfsmynd og ábyrgð á eigin ákvörðunum og vali um leið og sífellt er farið meira á dýptina á hinum ýmsu fagsviðum. Enda er svo hér komið sögu í lífi nemenda að skólaskyldu lýkur og þeir geta valið sér áframhaldandi leið gegnum skólakerfið. Unginn tekur flugið úr hreiðrinu. Langflestir kjósa, sem betur fer, að halda áfram námi eftir grunnskóla og velja sér framhaldsskóla sem hentar þeirra áhuga og styrkleikum. Kennarar í framhaldsskólum eru sömuleiðis stoltir af verkum sínum sem byggja á því að kenna þau fagsvið sem þeir hafa helgað sér á oft löngum náms- og starfsferli. Framhaldsskólakennarar eru því í grunninn fyrst sérfræðingar í ákveðnum fögum sem síðan ákveða að gerast kennarar. Langoftast er það þannig að þessir sérfræðingar taka kennsluréttindi eftir sitt fagnám og jafnvel eftir að þeir hafa hafið störf við kennslu. Enda byggir framhaldsskólinn á því að nemendur hafi öðlast færni til sjálfstæðra vinnubragða og góðan almennan þekkingargrunn og félagsfærni þegar þeir ljúka grunnskóla. Þessi mynd sem hér er dregin upp af íslenskum skóla er auðvitað mun flóknari, bæði eru störf kennara miklu fjölbreyttari og sömuleiðis eru skil milli skólastiga mun meira fljótandi. Í grunninn er það nú samt svo að reginmunur er á námi nemenda í framhaldsskólum annars vegar og í leik- og grunnskólum hins vegar. Í framhaldsskólanum byggist allt á því að nemendur takast á við ákveðið efni undir leiðsögn sérfræðinga sem hafa djúpa þekkingu á viðfangsefninu. Með nýju frumvarpi um menntun og ráðningu kennara og stjórnenda í leik-, grunn- og framhaldsskólum á að draga úr sérfræðiþekkingu framhaldsskólakennara en auka vægi uppeldis- og kennslufræði í staðinn. Eitt leyfisbréf kennara tekur gildi fyrir alla kennara á þremur skólastigum. Í staðinn fyrir að vinna með styrkleika hvers skólastigs er verið að steypa allt í sama formið. Grunnskólinn einn hefur vaxið um heil tvö skólaár síðustu 20 árin (Hann er 20% lengri en hann var árið 1996) en nú má ætla að fari svo á endanum að hann gleypi í sig leikskólann og framhaldsskólann. Leikurinn er í stórhættu í leikskólanum, læsið og stærðfræðikunnáttan er í hættu í grunnskólanum og dýpri fagþekking í framhaldsskólanum er í uppnámi. Hvar ætlum við að enda þetta?
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun
Skoðun Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Það þarf ekki fullkomið fólk til að móta gott samfélag. Það þarf fólk sem er tilbúið að vera til staðar Liv Åse Skarstad skrifar
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Opið bréf til frambjóðenda í Reykjavík: Hættum frösunum – leysum leikskólavandann með raunverulegum aðgerðum Nichole Leigh Mosty Skoðun
Mönnun íslensks heilbrigðiskerfis til framtíðar í uppnámi Unnur Anna Valdimarsdóttir,Arna Hauksdóttir,Berglind Eva Benediktsdóttir,Bjarni Elvar Pétursson,Heiða María Sigurðardóttir,Helga Bragadóttir,Ólafur Ögmundarson,Sólveg Ása Árnadóttir,Sædís Sævarsdóttir Skoðun