Emerson Collective eignast hlut í Kerecis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júní 2019 08:00 Laurene Powell Jobs, stofnandi Emerson Collective. Steve Jennings/Getty Samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, breyttu í síðasta mánuði kröfum sínum á hendur íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis í hlutafé fyrir 390 milljónir, samkvæmt gögnum sem borist hafa fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Fjöldi fjárfesta, einkum hluthafar í Kerecis, breytti kröfum á hendur félaginu í hlutafé á gengi í kringum 1.570 krónur á hlut og var samanlagt kaupverð um 732 milljónir. Emerson Collective, sem eru nefnd í höfuðið á heimspekingnum Ralph Waldo Emerson, fjárfesta aðallega í nýsköpunarfyrirtækjum en samtökin fara einnig meðal annars með hlut í tímaritinu The Atlantic, fréttasíðunni Axios Media og kennslufyrirtækinu Amplify. Á meðal annarra fjárfesta sem breyttu kröfum sínum á hendur Kerecis í hlutafé voru Omega, í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir 124 milljónir, lyfjafyrirtækið Alvogen fyrir 45 milljónir króna og sjóðir á vegum GAMMA Capital Management fyrir 109 milljónir en félögin hafa verið í hluthafahópi nýsköpunarfyrirtækisins um nokkurt skeið. Hlutafé Kerecis hefur verið aukið um þrjátíu prósent á síðustu tveimur mánuðum og stendur nú í 6,2 milljónum hluta. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði félagsins verið allt að 12,4 milljarðar króna. Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, breyttu í síðasta mánuði kröfum sínum á hendur íslenska nýsköpunarfyrirtækinu Kerecis í hlutafé fyrir 390 milljónir, samkvæmt gögnum sem borist hafa fyrirtækjaskrá ríkisskattstjóra. Fjöldi fjárfesta, einkum hluthafar í Kerecis, breytti kröfum á hendur félaginu í hlutafé á gengi í kringum 1.570 krónur á hlut og var samanlagt kaupverð um 732 milljónir. Emerson Collective, sem eru nefnd í höfuðið á heimspekingnum Ralph Waldo Emerson, fjárfesta aðallega í nýsköpunarfyrirtækjum en samtökin fara einnig meðal annars með hlut í tímaritinu The Atlantic, fréttasíðunni Axios Media og kennslufyrirtækinu Amplify. Á meðal annarra fjárfesta sem breyttu kröfum sínum á hendur Kerecis í hlutafé voru Omega, í eigu Novators, fjárfestingafélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, fyrir 124 milljónir, lyfjafyrirtækið Alvogen fyrir 45 milljónir króna og sjóðir á vegum GAMMA Capital Management fyrir 109 milljónir en félögin hafa verið í hluthafahópi nýsköpunarfyrirtækisins um nokkurt skeið. Hlutafé Kerecis hefur verið aukið um þrjátíu prósent á síðustu tveimur mánuðum og stendur nú í 6,2 milljónum hluta. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði félagsins verið allt að 12,4 milljarðar króna.
Bandaríkin Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Viðskipti innlent Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Viðskipti innlent „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Viðskipti erlent Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Viðskipti innlent BYKO PLÚS er nýr fríðindaklúbbur fyrir einstaklinga Samstarf Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf „Þetta er ekki mjög töff en ég get ekki að þessu gert“ Atvinnulíf Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Viðskipti innlent Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Viðskipti innlent Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf
Bankastjóri Íslandsbanka: „Ég samdi við Brynju strax á fyrsta alvöru stefnumótinu...“ Atvinnulíf