Staða ferðaþjónustunnar í hnotskurn Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar 28. júní 2019 15:36 Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2019 er staðreynd. Töluverður samdráttur í verðmætasköpun er fyrirsjáanlegur, en hann verður mismikill milli fyrirtækja, atvinnugreina og eftir landshlutum. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmönnum í Samtökum ferðaþjónustunnar má reikna með að samdrátturinn verði á bilinu 10-20% borið saman við árið 2018. Samdrátturinn hófst í kjölfar ofris íslensku krónunnar árið 2017. Stór hluti ferðaþjónustu er verðlagður í erlendri mynt, 12-18 mánuði fram í tímann. Því koma áhrif af gengisbreytingum krónu gagnvart helstu mörkuðum fram með töluverðri tímatöf. Áhrif sterkrar krónu komu fram af fullum þunga árið 2018 og eru enn að verki í ár. Fall WOW air og kyrrsetning Boeing Max véla Icelandair ýta undir samdráttinn, þar sem framboð á flugsætum til Íslands er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagsmenn í SAF hafa áhyggjur af næsta vetri, þar sem bókunarstaða er mjög óljós. Framboð á beinu flugi til og frá áfangastað hefur áhrif á eftirspurn – en eftirspurn á mörkuðum getur sömuleiðis og ekki síður haft áhrif á framboð flugs frá markaðssvæðum. Gengi krónu gagnvart evru er 14% veikara í dag (28. júní), en fyrir ári síðan. Gengi krónu gagnvart dollara er um 16% veikara og gagnvart bresku pundi rúmlega 12% veikara. Það er líklegt að veiking krónunnar muni nú þegar hafa áhrif á kaup erlendra ferðamanna á vörum og þjónustu hér á landi. Þessi þróun vegur upp á móti samdrætti í fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Það er lykilatriði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að gengi krónu sé í nokkuð góðu jafnvægi gagnvart helstu viðskiptamyntum. „Of“ sterk króna þýðir töpuð tækifæri og lakari samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Haldist gengið á núverandi slóðum gæti það eflt ferðaþjónustu um land allt og þar með styrkt stöðu þjóðarbúsins í heild. Til að vinna gegn frekari samdrætti telja SAF brýnt að ráðist verði í markaðsátak á skilgreindum lykilmörkuðum til að örva eftirspurn eftir Íslandsferðum veturinn 2019-2020 og sumarið 2020. Sömuleiðis þarf að ráðast í markaðsátak á innanlandsmarkaði og hvetja til stóraukinnar ferðamennsku innanlands. Framlag ferðaþjónustu í verðmætasköpun landsins er mikilvæg stoð í efnahagslífi landsins. Opinber fjárfesting í stoðkerfi greinarinnar (í innviðum, markaðssetningu, rannsóknum, nýsköpun og vöruþróun) mun efla fyrirtækin í greininni, auka tekjur ríkisins og skila sér í bættum lífskjörum og ábata fyrir samfélagið allt til framtíðar. Ferðaþjónusta hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa störf og ný tækifæri fyrir Íslendinga á undanförnum árum. Um tíma var atvinnuleysi hér á landi nær ekkert og átti ferðaþjónustan stærstan þátt í því. Staðan er hins vegar sú að í maí sl. voru um 10 þúsund manns á atvinnuleysiskrá í landinu og má ætla að hlutur ferðaþjónustunnar sé þar nokkur. Niðursveifla í ferðaþjónustu hefur þannig víðtæk áhrif á allt atvinnulíf í landinu. Eftirspurn eftir Íslandsferðum er fyrir hendi. Ísland er einstakur áfangastaður, sem enn er örlítill í alþjóðlegu samhengi. Samdráttur stafar fyrst og fremst af háu verðlagi, sem rekja má til samspils hækkunar á innlendum kostnaði og sterkrar krónu. Komist jafnvægi á gengi krónu á þeim stað sem uppfyllir bæði markmið útflutningsgreina og hagstjórnar er framtíð Íslands sem áfangastaðar björt. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarnheiður Hallsdóttir Efnahagsmál Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samdráttur í ferðaþjónustu á Íslandi árið 2019 er staðreynd. Töluverður samdráttur í verðmætasköpun er fyrirsjáanlegur, en hann verður mismikill milli fyrirtækja, atvinnugreina og eftir landshlutum. Samkvæmt upplýsingum frá félagsmönnum í Samtökum ferðaþjónustunnar má reikna með að samdrátturinn verði á bilinu 10-20% borið saman við árið 2018. Samdrátturinn hófst í kjölfar ofris íslensku krónunnar árið 2017. Stór hluti ferðaþjónustu er verðlagður í erlendri mynt, 12-18 mánuði fram í tímann. Því koma áhrif af gengisbreytingum krónu gagnvart helstu mörkuðum fram með töluverðri tímatöf. Áhrif sterkrar krónu komu fram af fullum þunga árið 2018 og eru enn að verki í ár. Fall WOW air og kyrrsetning Boeing Max véla Icelandair ýta undir samdráttinn, þar sem framboð á flugsætum til Íslands er minna en áætlanir gerðu ráð fyrir. Félagsmenn í SAF hafa áhyggjur af næsta vetri, þar sem bókunarstaða er mjög óljós. Framboð á beinu flugi til og frá áfangastað hefur áhrif á eftirspurn – en eftirspurn á mörkuðum getur sömuleiðis og ekki síður haft áhrif á framboð flugs frá markaðssvæðum. Gengi krónu gagnvart evru er 14% veikara í dag (28. júní), en fyrir ári síðan. Gengi krónu gagnvart dollara er um 16% veikara og gagnvart bresku pundi rúmlega 12% veikara. Það er líklegt að veiking krónunnar muni nú þegar hafa áhrif á kaup erlendra ferðamanna á vörum og þjónustu hér á landi. Þessi þróun vegur upp á móti samdrætti í fjölda erlendra ferðamanna til landsins. Það er lykilatriði fyrir ferðaþjónustu á Íslandi að gengi krónu sé í nokkuð góðu jafnvægi gagnvart helstu viðskiptamyntum. „Of“ sterk króna þýðir töpuð tækifæri og lakari samkeppnishæfni Íslands sem áfangastaðar. Haldist gengið á núverandi slóðum gæti það eflt ferðaþjónustu um land allt og þar með styrkt stöðu þjóðarbúsins í heild. Til að vinna gegn frekari samdrætti telja SAF brýnt að ráðist verði í markaðsátak á skilgreindum lykilmörkuðum til að örva eftirspurn eftir Íslandsferðum veturinn 2019-2020 og sumarið 2020. Sömuleiðis þarf að ráðast í markaðsátak á innanlandsmarkaði og hvetja til stóraukinnar ferðamennsku innanlands. Framlag ferðaþjónustu í verðmætasköpun landsins er mikilvæg stoð í efnahagslífi landsins. Opinber fjárfesting í stoðkerfi greinarinnar (í innviðum, markaðssetningu, rannsóknum, nýsköpun og vöruþróun) mun efla fyrirtækin í greininni, auka tekjur ríkisins og skila sér í bættum lífskjörum og ábata fyrir samfélagið allt til framtíðar. Ferðaþjónusta hefur gegnt mikilvægu hlutverki við að skapa störf og ný tækifæri fyrir Íslendinga á undanförnum árum. Um tíma var atvinnuleysi hér á landi nær ekkert og átti ferðaþjónustan stærstan þátt í því. Staðan er hins vegar sú að í maí sl. voru um 10 þúsund manns á atvinnuleysiskrá í landinu og má ætla að hlutur ferðaþjónustunnar sé þar nokkur. Niðursveifla í ferðaþjónustu hefur þannig víðtæk áhrif á allt atvinnulíf í landinu. Eftirspurn eftir Íslandsferðum er fyrir hendi. Ísland er einstakur áfangastaður, sem enn er örlítill í alþjóðlegu samhengi. Samdráttur stafar fyrst og fremst af háu verðlagi, sem rekja má til samspils hækkunar á innlendum kostnaði og sterkrar krónu. Komist jafnvægi á gengi krónu á þeim stað sem uppfyllir bæði markmið útflutningsgreina og hagstjórnar er framtíð Íslands sem áfangastaðar björt. Höfundur er formaður Samtaka ferðaþjónustunnar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun