Að gera góða laug ánægjulegri fyrir gesti Jón Gunnar Schram skrifar 28. júní 2019 12:33 Sæl öll. Mér finnst, og veit að það eru fleiri sem eru á sama máli, að sundlaugarnar á Íslandi eru perlur, mikil heilsubót. Á það því einnig að vera gleði að fara í sund. Við, sundlaugargestir, heimamenn, borgum fyrir allan kostnað laugarinnar með skatti okkar og aðgöngugjaldi. Nú hefur afgreiðslan verið endurbætt í sundlaug Keflavíkur, sem er gott mál. Færri fara í sund án þess að greiða sundlaugargjaldið. Það er e.t.v. eitt sem má laga, að mínu mati og annarra, til að gleðin við það að fara í sund sé áfram til staðar. Samræður í heitu pottunum fjalla oft um daginn og veginn, þar á meðal um sundlaugina sjálfa, starfsmennina. Komið hefur fram í máli manna, að þrifum sé ábótavant, sumir (yngstu) sundlaugargestir þrífa sig helst ekki fyrir sund. Þar eru þeir efstir á blaði sem æfa sund í lauginni. Heyrst hefur að þessi hópur fer helst ekki í sturtu fyrir sundæfingar. Annar hópur er erlendir gestir sem eru ekki vanir að þrífa sig fyrir sund eða vilja ekki sýna hvernig þeir eru skapaðir. Reglur laugarinnar eru á þann veg að gestir eiga að þrífa sig fyrir sund, skilti á veggjum baðherbergja benda á það. Vitni hafa séð að erlendir karlkynsgestir reyndu að fara/fóru í nærbuxum í laugina undir sundskýlu, það fannst íslensku gestunum ógeðslegt og er ég sammála. Er þá ekki gleðin, við að fara í sund, farin að minka töluvert við þetta? Þó að skiltin séu áberandi í sturtuklefunum þá fara erlendu gestirnir helst ekkert eftir þeim, líta ekki á þau, og þó að þeim sé bent á þau af íslenskum gestum, yppta bara öxlum. Einhver stjórnandi í RVK. í sundlaugarmálum, kom fram í sjónvarpinu, taldi að íslenskir sundlaugargestir ættu að koma í veg fyrir að útlendingar færu óbaðaðir í laugina. Við íslenskir sundlaugargestir eigum ekki að standa í ströggli, leiðindum, við aðra gesti, við erum komin til að njóta laugarinnar. Þessi maður fær því falleinkunn. Þetta með óþrifin hef ég nefnt við starfsmann í afgreiðslu, stjórnandann. Á hans máli mátti skilja að vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara sem kæmu í sund þá væri erfitt að fylgjast með þeim í búningsherbergjum (hvers vegna erfitt?). Sama vandamál væri í öðrum sundlaugum t.d. í Rvk. (Þetta er vandamál sem stjórnendur lauganna búa til). Einnig nefndi hann að trúarlegar ástæður væru fyrir því að menn þrifu sig ekki fyrir sund, töldu sig vera hreina (múslimi), þurfa ekki að fara í sturtu (til hvers eru menn þá að fara í sund, ef ekki m.a. til að þrífa sig?). Einnig hélt hann að eftir u.þ.b. 10-15 ár þá færu fæstir í sturtu fyrir sund, unga kynslóðin væri nú þegar hætt því í dag. Eða með öðrum orðum, starfsmenn laugarinnar nenna ekki að standa í þessu með hreinlætið er sama þó menn fari óbaðaðir og í skítugum nærbuxum í laugina. Eldri sundlaugargestir, sem hafa alltaf farið eftir reglum sundlaugarinnar og borga sitt útsvar, eru ekki ánægðir með hvernig er tekið á þessum þrifamálum. Það má spyrja, hvað segja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélagsins t.d. um nærbuxur í sundlauginni eða bara aðrir sundlaugargestir, er einhver ánægður með það? Með vaxandi óþrifum (bakteríur) í sundlauginni þá þarf að bæta klóri í vatnið, sem er ekki gott fyrir t.d. börn. Það ætti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Hvernig? Skal ekki segja. Þetta er stjórnendavandamál. E.t.v. má endurskipuleggja vaktirnar hjá starfsmönnum laugarinnar þannig að það væri einhver alltaf í baðherbergjunum. Ég hef heyrt það, að í Bláa Lóninu séu baðverðir og enginn gestur fer í lónið óbaðaður, til fyrirmyndar. Ég læt mitt sjónarmið duga hér. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sundlaugar Mest lesið Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Nýtum kennsluaðferðir sem skila betri árangri Skúli Helgason skrifar Skoðun Tiltekt í Reykjavík Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen skrifar Skoðun Ég reyndi að byggja ódýrar íbúðir í Reykjavík Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar Skoðun Framhaldsskólinn: horfum til framtíðar og finnum lausnir Simon Cramer Larsen skrifar Skoðun Um taugafjölbreytileika Svava Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ódýrt á pappír, dýrt í raun – og þjóðin blæðir Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Samvinna, en ekki einangrun María Malmquist skrifar Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Kerfi sem kosta skattgreiðendur Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar Skoðun Er skóli án aðgreiningar barn síns tíma? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Alvöru aðför að einkabílnum Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Sjá meira
Sæl öll. Mér finnst, og veit að það eru fleiri sem eru á sama máli, að sundlaugarnar á Íslandi eru perlur, mikil heilsubót. Á það því einnig að vera gleði að fara í sund. Við, sundlaugargestir, heimamenn, borgum fyrir allan kostnað laugarinnar með skatti okkar og aðgöngugjaldi. Nú hefur afgreiðslan verið endurbætt í sundlaug Keflavíkur, sem er gott mál. Færri fara í sund án þess að greiða sundlaugargjaldið. Það er e.t.v. eitt sem má laga, að mínu mati og annarra, til að gleðin við það að fara í sund sé áfram til staðar. Samræður í heitu pottunum fjalla oft um daginn og veginn, þar á meðal um sundlaugina sjálfa, starfsmennina. Komið hefur fram í máli manna, að þrifum sé ábótavant, sumir (yngstu) sundlaugargestir þrífa sig helst ekki fyrir sund. Þar eru þeir efstir á blaði sem æfa sund í lauginni. Heyrst hefur að þessi hópur fer helst ekki í sturtu fyrir sundæfingar. Annar hópur er erlendir gestir sem eru ekki vanir að þrífa sig fyrir sund eða vilja ekki sýna hvernig þeir eru skapaðir. Reglur laugarinnar eru á þann veg að gestir eiga að þrífa sig fyrir sund, skilti á veggjum baðherbergja benda á það. Vitni hafa séð að erlendir karlkynsgestir reyndu að fara/fóru í nærbuxum í laugina undir sundskýlu, það fannst íslensku gestunum ógeðslegt og er ég sammála. Er þá ekki gleðin, við að fara í sund, farin að minka töluvert við þetta? Þó að skiltin séu áberandi í sturtuklefunum þá fara erlendu gestirnir helst ekkert eftir þeim, líta ekki á þau, og þó að þeim sé bent á þau af íslenskum gestum, yppta bara öxlum. Einhver stjórnandi í RVK. í sundlaugarmálum, kom fram í sjónvarpinu, taldi að íslenskir sundlaugargestir ættu að koma í veg fyrir að útlendingar færu óbaðaðir í laugina. Við íslenskir sundlaugargestir eigum ekki að standa í ströggli, leiðindum, við aðra gesti, við erum komin til að njóta laugarinnar. Þessi maður fær því falleinkunn. Þetta með óþrifin hef ég nefnt við starfsmann í afgreiðslu, stjórnandann. Á hans máli mátti skilja að vegna fjölgunar erlendra ríkisborgara sem kæmu í sund þá væri erfitt að fylgjast með þeim í búningsherbergjum (hvers vegna erfitt?). Sama vandamál væri í öðrum sundlaugum t.d. í Rvk. (Þetta er vandamál sem stjórnendur lauganna búa til). Einnig nefndi hann að trúarlegar ástæður væru fyrir því að menn þrifu sig ekki fyrir sund, töldu sig vera hreina (múslimi), þurfa ekki að fara í sturtu (til hvers eru menn þá að fara í sund, ef ekki m.a. til að þrífa sig?). Einnig hélt hann að eftir u.þ.b. 10-15 ár þá færu fæstir í sturtu fyrir sund, unga kynslóðin væri nú þegar hætt því í dag. Eða með öðrum orðum, starfsmenn laugarinnar nenna ekki að standa í þessu með hreinlætið er sama þó menn fari óbaðaðir og í skítugum nærbuxum í laugina. Eldri sundlaugargestir, sem hafa alltaf farið eftir reglum sundlaugarinnar og borga sitt útsvar, eru ekki ánægðir með hvernig er tekið á þessum þrifamálum. Það má spyrja, hvað segja heilbrigðisyfirvöld sveitarfélagsins t.d. um nærbuxur í sundlauginni eða bara aðrir sundlaugargestir, er einhver ánægður með það? Með vaxandi óþrifum (bakteríur) í sundlauginni þá þarf að bæta klóri í vatnið, sem er ekki gott fyrir t.d. börn. Það ætti að kippa þessu í liðinn sem fyrst. Hvernig? Skal ekki segja. Þetta er stjórnendavandamál. E.t.v. má endurskipuleggja vaktirnar hjá starfsmönnum laugarinnar þannig að það væri einhver alltaf í baðherbergjunum. Ég hef heyrt það, að í Bláa Lóninu séu baðverðir og enginn gestur fer í lónið óbaðaður, til fyrirmyndar. Ég læt mitt sjónarmið duga hér.
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að heildrænni endurhæfingu: Skammsýni á Reykjalundi Þórunn Hanna Halldórsdóttir,Elísabet Arnardóttir,Sigríður Magnúsdóttir,Þóra Másdóttir skrifar
Skoðun Ákall til önugra femínista – Steinunni í borgarstjórn! Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir skrifar
Á bak við tært vatn sundlauganna, ósýnilegt hlutverk heilbrigðiseftirlits Kolbrún Georgsdóttir Skoðun