Vald og ábyrgð Hörður Ægisson skrifar 28. júní 2019 08:00 Skiptir hæfni í mannlegum samskiptum máli við mat á hæfni umsækjenda til að stýra einni mikilvægustu stofnun landsins? Að mati hæfisnefndar um embætti seðlabankastjóra virðist svo ekki vera. Sérstaklega var kveðið á um í skipunarbréfi hennar að hún skyldi meta hæfni umsækjenda í mannlegum samskiptum. Í drögum að niðurstöðum nefndarinnar, sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag, kemur hins vegar fram að hún hafi einungis stuðst við viðtöl nefndarmanna við tólf umsækjendur við mat á þessum þætti. „Í viðtölunum komu allir umsækjendur vel fyrir og er á grundvelli þeirra ekki forsenda til að gera upp á milli þeirra,“ segir í umsögninni. Svo mörg voru þau orð. Útilokað er að slík vinnubrögð, sem endurspegla ágætlega það fúsk sem einkennir alla vinnu nefndarinnar, væru viðhöfð þegar seðlabankastjórar í okkar nágrannaríkjum eru skipaðir. Minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem voru ekki metnir mjög vel hæfir til að gegna embættinu sáu ástæðu til að andmæla mati nefndarinnar. Gagnrýni þeirra er í meginatriðum efnislega sú hin sama. Þeir telja verulega vankanta á allri málsmeðferð hæfisnefndarinnar og furða sig á því að hún hafi ekki tekið til greina þær viðamiklu breytingar sem verða á eðli starfsins við sameiningu Seðlabankans og FME. Það sé því áleitin spurning hvort nokkurt mark sé takandi á hæfnismatinu. Framkvæmd nefndarinnar á hæfnismatinu ber þess merki að vinnan hafi mestanpart verið í skötulíki. Í gagnrýni umsækjenda er bent á að nefndin hafi lagt huglægt og óskiljanlegt mat á stjórnunarhæfileika – enginn greinarmunur er gerður á reynslu stjórnenda sem höfðu mannaforráð og hins vegar setu í stjórnum í opinberum stofnunum – þar sem starfsferilskrár hafi verið teknar gildar án rannsóknar á því hvort fyrri störf hafi í raun krafist stjórnunarhæfileika. Umsækjendur gátu því í raun, eins og einn nefnir, sagt hvað sem er um sjálfa sig. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Vald og ábyrgð eiga að haldast í hendur. Mikilvægt er að ráðherra hafi af þeim sökum nægjanlegt svigrúm við mat á því hver eigi að veljast í starf seðlabankastjóra. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við mat á hæfni umsækjenda um þetta valdamikla og krefjandi embætti, og hafa nú verið opinberuð, eru einn allsherjar áfellisdómur yfir störfum nefndarinnar. Settar hafa verið fram málefnalegar röksemdir um að hæfisnefndin hafi ekki gætt jafnræðis, ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í skilningi stjórnsýslulaga og sömuleiðis ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Þau rök kalla á viðbrögð, og eins pólitískan kjark, í því skyni að tryggja að nefndin fari ekki út fyrir sitt lögbundna hlutverk, sem hún hefur gert, og sinni sínum skyldum. Forsætisráðherra, í samráði við forystumenn ríkisstjórnarinnar, þarf að taka þá nauðsynlegu ákvörðun að setja hæfnismat nefndarinnar að mestu til hliðar og ráðuneytið framkvæmi þess í stað sitt eigið sjálfstæða mat á hæfni umsækjenda. Ráðherra á fárra annarra kosta völ. Það er óhugsandi að niðurstaða nefndarinnar, sem fer ekki með skipunarvaldið og hefur jafnframt misst allan trúverðugleika, verði að óbreyttu ein höfð til grundvallar við þessa stóru og mikilvægu ákvörðun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Skiptir hæfni í mannlegum samskiptum máli við mat á hæfni umsækjenda til að stýra einni mikilvægustu stofnun landsins? Að mati hæfisnefndar um embætti seðlabankastjóra virðist svo ekki vera. Sérstaklega var kveðið á um í skipunarbréfi hennar að hún skyldi meta hæfni umsækjenda í mannlegum samskiptum. Í drögum að niðurstöðum nefndarinnar, sem fjallað er um í Fréttablaðinu í dag, kemur hins vegar fram að hún hafi einungis stuðst við viðtöl nefndarmanna við tólf umsækjendur við mat á þessum þætti. „Í viðtölunum komu allir umsækjendur vel fyrir og er á grundvelli þeirra ekki forsenda til að gera upp á milli þeirra,“ segir í umsögninni. Svo mörg voru þau orð. Útilokað er að slík vinnubrögð, sem endurspegla ágætlega það fúsk sem einkennir alla vinnu nefndarinnar, væru viðhöfð þegar seðlabankastjórar í okkar nágrannaríkjum eru skipaðir. Minnst sjö af þeim átta umsækjendum sem voru ekki metnir mjög vel hæfir til að gegna embættinu sáu ástæðu til að andmæla mati nefndarinnar. Gagnrýni þeirra er í meginatriðum efnislega sú hin sama. Þeir telja verulega vankanta á allri málsmeðferð hæfisnefndarinnar og furða sig á því að hún hafi ekki tekið til greina þær viðamiklu breytingar sem verða á eðli starfsins við sameiningu Seðlabankans og FME. Það sé því áleitin spurning hvort nokkurt mark sé takandi á hæfnismatinu. Framkvæmd nefndarinnar á hæfnismatinu ber þess merki að vinnan hafi mestanpart verið í skötulíki. Í gagnrýni umsækjenda er bent á að nefndin hafi lagt huglægt og óskiljanlegt mat á stjórnunarhæfileika – enginn greinarmunur er gerður á reynslu stjórnenda sem höfðu mannaforráð og hins vegar setu í stjórnum í opinberum stofnunum – þar sem starfsferilskrár hafi verið teknar gildar án rannsóknar á því hvort fyrri störf hafi í raun krafist stjórnunarhæfileika. Umsækjendur gátu því í raun, eins og einn nefnir, sagt hvað sem er um sjálfa sig. Allt er þetta með miklum ólíkindum. Vald og ábyrgð eiga að haldast í hendur. Mikilvægt er að ráðherra hafi af þeim sökum nægjanlegt svigrúm við mat á því hver eigi að veljast í starf seðlabankastjóra. Þau vinnubrögð sem hafa verið viðhöfð við mat á hæfni umsækjenda um þetta valdamikla og krefjandi embætti, og hafa nú verið opinberuð, eru einn allsherjar áfellisdómur yfir störfum nefndarinnar. Settar hafa verið fram málefnalegar röksemdir um að hæfisnefndin hafi ekki gætt jafnræðis, ekki sinnt rannsóknarskyldu sinni í skilningi stjórnsýslulaga og sömuleiðis ekki framkvæmt heildstæðan samanburð á umsækjendum. Þau rök kalla á viðbrögð, og eins pólitískan kjark, í því skyni að tryggja að nefndin fari ekki út fyrir sitt lögbundna hlutverk, sem hún hefur gert, og sinni sínum skyldum. Forsætisráðherra, í samráði við forystumenn ríkisstjórnarinnar, þarf að taka þá nauðsynlegu ákvörðun að setja hæfnismat nefndarinnar að mestu til hliðar og ráðuneytið framkvæmi þess í stað sitt eigið sjálfstæða mat á hæfni umsækjenda. Ráðherra á fárra annarra kosta völ. Það er óhugsandi að niðurstaða nefndarinnar, sem fer ekki með skipunarvaldið og hefur jafnframt misst allan trúverðugleika, verði að óbreyttu ein höfð til grundvallar við þessa stóru og mikilvægu ákvörðun.
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir Skoðun
Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun