Skrípaleikur Hörður Ægisson skrifar 21. júní 2019 07:00 Þætti einhverjum eðlilegt að forstjóri eftirlitsskylds félags á fjármálamarkaði færi fyrir nefnd sem ákvarðaði hæfi umsækjenda um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins? Vitaskuld ekki. Hagsmunaáreksturinn væri augljós. Það er hins vegar efnislega sú staða sem nú er uppi við val á næsta seðlabankastjóra. Frá og með næstu áramótum, þegar sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins gengur í garð, verður hann æðsti yfirmaður með eftirlitsstarfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Forsætisráðuneytinu, sem bárust kvartanir vegna hæfi Sigríðar Benediktsdóttur, formanns hæfisnefndar sem metur hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra á sama tíma og hún situr í bankaráði Landsbankans, þótti ekki ástæða til að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þessi skipan mála er skandall, einn af mörgum frá því að ráðningarferlið hófst, og hefur rýrt stórkostlega trúverðugleika nefndarinnar. Þetta hefur verið klúður frá upphafi. Tímasetningin var óheppileg þegar embættið var auglýst laust til umsóknar í febrúar en þá hafði verið boðað frumvarp um að fjölga bankastjórum í fjóra – einn seðlabankastjóra og þrjá varaseðlabankastjóra – og að færa Seðlabankann og FME undir einn hatt. Nú er það orðið að lögum. Við mat á hæfi umsækjenda kaus nefndin hins vegar, en samkvæmt drögum að umsögn hennar metur hún fjóra mjög vel hæfa til að gegna starfi seðlabankastjóra, að taka í engu tillit til þeirra veigamiklu breytinga sem verða á embættinu með sameiningu bankans og FME. Sú nálgun tekur engu tali. Ein stærsta áskorun næsta seðlabankastjóra, sem mun krefjast mikilla stjórnunarhæfileika, verður að leiða það verkefni farsællega til lykta. Ekki er nóg að líta til hvaða embætta umsækjendur hafa gegnt – slíkt er enginn sjálfkrafa mælikvarði á hvort viðkomandi sé góður stjórnandi – heldur einnig þess árangurs sem þeir hafa náð í þeim störfum. Sú staðreynd að nefndin miðar umsögn sína við starfið í fortíð en ekki framtíð er því slíkur ágalli á hæfismatinu að forsætisráðherra, sem fer með skipunarvaldið, er ekki stætt á að reisa ákvörðun sína með það eitt til hliðsjónar. Umsögn nefndarinnar ber þess merki að niðurstaðan hafi verið gefin fyrirfram. Sett eru ný skilyrði, umfram það sem kveðið er á um í lögum og var ekki að finna í umsögnum fyrri hæfisnefnda frá 2014 og 2018, og rökstuðningur nefndarinnar, þegar honum er fyrir að fara, er í senn fátæklegur og handahófskenndur. Stjórnarformennska í nefnd opinberrar stofnunar, svo dæmi sé tekið, er tekin fram yfir framkvæmdastjórastöðu í stóru fjármálafyrirtæki við mat á stjórnunarhæfileikum. Þessi vinnubrögð, sem eru skrípaleikur, eru ekki boðleg. Þá bendir flest til að nefndin hafi ekki uppfyllt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins og augljóst virðist að ekki hafi farið fram heildstætt mat á umsækjendum eins og ætla má að krafa sé gerð um. Hvað er til ráða? Sjái hæfisnefndin ekki að sér, sem er ekki við að búast, þá verða stjórnvöld að grípa í taumana. Sama hvaða skoðun menn kunna að hafa á því hver eigi að setjast í stól seðlabankastjóra þá er einsýnt að forystumenn ríkisstjórnarinnar, hafi þeir á annað borð áhuga á að vanda til verka í þessu stóra máli, geta að óbreyttu ekki gert neitt með marklausar niðurstöður nefndarinnar. Til að leysa hnútinn þarf forsætisráðherra þess vegna að ráðast í sjálfstæða rannsókn á hæfi umsækjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Hörður Ægisson Seðlabankinn Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Þætti einhverjum eðlilegt að forstjóri eftirlitsskylds félags á fjármálamarkaði færi fyrir nefnd sem ákvarðaði hæfi umsækjenda um starf forstjóra Fjármálaeftirlitsins? Vitaskuld ekki. Hagsmunaáreksturinn væri augljós. Það er hins vegar efnislega sú staða sem nú er uppi við val á næsta seðlabankastjóra. Frá og með næstu áramótum, þegar sameining Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins gengur í garð, verður hann æðsti yfirmaður með eftirlitsstarfsemi allra fjármálafyrirtækja landsins. Forsætisráðuneytinu, sem bárust kvartanir vegna hæfi Sigríðar Benediktsdóttur, formanns hæfisnefndar sem metur hæfi umsækjenda um embætti seðlabankastjóra á sama tíma og hún situr í bankaráði Landsbankans, þótti ekki ástæða til að gera athugasemdir við þetta fyrirkomulag. Þessi skipan mála er skandall, einn af mörgum frá því að ráðningarferlið hófst, og hefur rýrt stórkostlega trúverðugleika nefndarinnar. Þetta hefur verið klúður frá upphafi. Tímasetningin var óheppileg þegar embættið var auglýst laust til umsóknar í febrúar en þá hafði verið boðað frumvarp um að fjölga bankastjórum í fjóra – einn seðlabankastjóra og þrjá varaseðlabankastjóra – og að færa Seðlabankann og FME undir einn hatt. Nú er það orðið að lögum. Við mat á hæfi umsækjenda kaus nefndin hins vegar, en samkvæmt drögum að umsögn hennar metur hún fjóra mjög vel hæfa til að gegna starfi seðlabankastjóra, að taka í engu tillit til þeirra veigamiklu breytinga sem verða á embættinu með sameiningu bankans og FME. Sú nálgun tekur engu tali. Ein stærsta áskorun næsta seðlabankastjóra, sem mun krefjast mikilla stjórnunarhæfileika, verður að leiða það verkefni farsællega til lykta. Ekki er nóg að líta til hvaða embætta umsækjendur hafa gegnt – slíkt er enginn sjálfkrafa mælikvarði á hvort viðkomandi sé góður stjórnandi – heldur einnig þess árangurs sem þeir hafa náð í þeim störfum. Sú staðreynd að nefndin miðar umsögn sína við starfið í fortíð en ekki framtíð er því slíkur ágalli á hæfismatinu að forsætisráðherra, sem fer með skipunarvaldið, er ekki stætt á að reisa ákvörðun sína með það eitt til hliðsjónar. Umsögn nefndarinnar ber þess merki að niðurstaðan hafi verið gefin fyrirfram. Sett eru ný skilyrði, umfram það sem kveðið er á um í lögum og var ekki að finna í umsögnum fyrri hæfisnefnda frá 2014 og 2018, og rökstuðningur nefndarinnar, þegar honum er fyrir að fara, er í senn fátæklegur og handahófskenndur. Stjórnarformennska í nefnd opinberrar stofnunar, svo dæmi sé tekið, er tekin fram yfir framkvæmdastjórastöðu í stóru fjármálafyrirtæki við mat á stjórnunarhæfileikum. Þessi vinnubrögð, sem eru skrípaleikur, eru ekki boðleg. Þá bendir flest til að nefndin hafi ekki uppfyllt rannsóknarreglu stjórnsýsluréttarins og augljóst virðist að ekki hafi farið fram heildstætt mat á umsækjendum eins og ætla má að krafa sé gerð um. Hvað er til ráða? Sjái hæfisnefndin ekki að sér, sem er ekki við að búast, þá verða stjórnvöld að grípa í taumana. Sama hvaða skoðun menn kunna að hafa á því hver eigi að setjast í stól seðlabankastjóra þá er einsýnt að forystumenn ríkisstjórnarinnar, hafi þeir á annað borð áhuga á að vanda til verka í þessu stóra máli, geta að óbreyttu ekki gert neitt með marklausar niðurstöður nefndarinnar. Til að leysa hnútinn þarf forsætisráðherra þess vegna að ráðast í sjálfstæða rannsókn á hæfi umsækjenda.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun