Norðurslóðir fyrr og síðar Einar Benediktsson skrifar 20. júní 2019 07:00 Ummæli Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra NATO, við nýlega komu til Íslands, voru tímabær hugvekja um varnar- og öryggismál á tímum viðhorfsbreytinga víða um lönd; ólík þróun og mismikil en tilefni umræðu um stöðu eða þátttöku í hefðbundinni alþjóðasamvinnu. Öflug samvinna á óvissutímum var heiti fyrirlesturs Stoltenbergs í Norræna húsinu 11. júní. Þess mátti þá minnast að Ísland var meðal 16 stofnaðila Atlantshafsbandalagsins við undirritun hinnar merku stofnskrár þess í Washington 4. apríl 1949. Það gerði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fyrir Íslands hönd. Um aðildina urðu hörð pólitísk átök og skal Bjarna ávallt minnst sem leiðtogans, sem stóð í stafni og kom málinu í höfn á Alþingi. Aðildin að NATO, sigursæl barátta í landhelgismálinu og þátttaka í efnahagssamvinnu Evrópu voru til gæfuríkar stefnumótunar hins unga íslenska lýðveldis. Hér skal í stuttu máli dregið saman það sem höfundur taldi áhugaverðast í ræðu og svörum aðalframkvæmdastjórans. Í 70 ára sögu NATO hefði varðveisla friðar í Evrópu hvílt á styrk bandalagsins , traustri tengingu Evrópu og Norður-Ameríku og lágspennu samskipta á norðurskautssvæðinu. Í þeim efnum þyrfti ekki að fjölyrða um mikilvægi landlegu Íslands, sérlega á óvissutímum. Eftirlitsflugið frá Íslandi nú væri þýðingarmikið. Þrátt fyrir áróður fjölmiðla um að Bandaríkin hefðu horfið frá varnarskuldbindingum, væri staðreyndin sú að framlag þeirra til varna Evrópu hefði aukist sem og varnarfjárlög Evrópulanda frá fyrri niðurskurði. Samtímis hefði hernaðargeta Rússa á Norðurslóðum stöðugt aukist og framtíð INF- samningsins um upprætingu meðaldrægra kjarnavopn væri í hættu. Í krafti styrkleika NATO þyrfti að hefja viðræður við Rússa í anda þess sem áður var á dögum erfiðrar sambúðar. Ísland kæmi nú mjög inn í þá mynd vegna formennskunnar í Norðurskautsráðinu. Við værum reynslunni ríkari vegna ráðstefnunnar í Höfða sem mjög kemur við sögu í afvopnunarmálum. INF er annars skammstöfun fyrir Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty – Aðilar að INF-samningnum voru Bandaríkin og Sovétríkin og var samningurinn staðfestur af Reagan og Gorbachev 1. júní 1987. Samningurinn leggur bann við öllum eldflaugum á landi hjá báðum aðilanna, stýriflaugum og skotpöllum að drægi 500–1.000 km. Höfundur minnist veru sinnar sem fastafulltrúi í NATO á þessum tíma og þeirrar bjartsýni sem ríkti með að afvopnunarstefna bandalagsins bæri árangur. Reglulegir fundir voru með bandaríska samningamanninum George Shultz og utanríkisráðherrum aðildarríkja, þá Matthíasi Á. Mathiesen og síðar Steingrími Hermannssyni fyrir Íslands hönd. Þar sat Ísland, þótt vopnlaust væri, við sama borð og aðrir. Sé horft um öxl, þá varð Ísland í raun hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni við að í júlí 1941 kemur bandarísk hersveit til Reykjavíkur; 65 árum síðar, í október 2006, lýkur hernaðarlegri viðveru þeirra hér við að bandaríski flugherinn fer frá Keflavík. Eftir var sem áður tvíhliða varnarsamningurinn frá 1952 og ýmsar samningsbundnar ráðstafanir vegna brottfararinnar, þar með tímabundið óvopnað eftirlitsflug ýmissa NATO-ríkja og Svíþjóðar og Finnlands. Síðar kom staðsetning nýrra fullkomnari flugvéla til kafbátaleitar. Þegar fækkun í varnarliðinu boðaði brottför þess, gerði Davíð Oddsson sitt ýtrasta gegn því að svo yrði. Enda er skemmst frá því að segja að við brottför Bandaríkjahers myndaðist tómarúm í varnarmálum á lykilsvæði norðurslóða. Þá birtast Kínverjar sem að eigin sögn eiga hlutdeild í norðurskautssvæðinu vegna nálægðar. Og ekki hefur Ísland farið varhluta af þeim áhuga. Svo sem fyrr segir var það gæfuspor, að Ísland skipaði sér frá upphafi í raðir vestrænna lýðræðisríkja sér til varnar. Forsendur til að svo sé og verði hafa ekki breyst. Á hinn bóginn breytast aðstæður í tímans rás og ný vandamál krefjast framtaks af okkur sem öðrum. Í tilefni þjóðhátíðardagsins var minnt á að sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna, sækjum við fram vegna hagsmuna okkar. En því fylgir þá skylda um tillitssemi við aðra þegar enginn er hagsmunaárekstur. Mættu alþingismenn hafa það hugfast og kasta ekki með málþófi rýrð á virðingu þeirrar göfugu, aldagömlu stofnunar sem þeirra er að gæta.Höfundur er fyrrverandi sendiherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Einar Benediktsson NATO Norðurslóðir Utanríkismál Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ummæli Jens Stoltenberg, aðalframkvæmdastjóra NATO, við nýlega komu til Íslands, voru tímabær hugvekja um varnar- og öryggismál á tímum viðhorfsbreytinga víða um lönd; ólík þróun og mismikil en tilefni umræðu um stöðu eða þátttöku í hefðbundinni alþjóðasamvinnu. Öflug samvinna á óvissutímum var heiti fyrirlesturs Stoltenbergs í Norræna húsinu 11. júní. Þess mátti þá minnast að Ísland var meðal 16 stofnaðila Atlantshafsbandalagsins við undirritun hinnar merku stofnskrár þess í Washington 4. apríl 1949. Það gerði Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra fyrir Íslands hönd. Um aðildina urðu hörð pólitísk átök og skal Bjarna ávallt minnst sem leiðtogans, sem stóð í stafni og kom málinu í höfn á Alþingi. Aðildin að NATO, sigursæl barátta í landhelgismálinu og þátttaka í efnahagssamvinnu Evrópu voru til gæfuríkar stefnumótunar hins unga íslenska lýðveldis. Hér skal í stuttu máli dregið saman það sem höfundur taldi áhugaverðast í ræðu og svörum aðalframkvæmdastjórans. Í 70 ára sögu NATO hefði varðveisla friðar í Evrópu hvílt á styrk bandalagsins , traustri tengingu Evrópu og Norður-Ameríku og lágspennu samskipta á norðurskautssvæðinu. Í þeim efnum þyrfti ekki að fjölyrða um mikilvægi landlegu Íslands, sérlega á óvissutímum. Eftirlitsflugið frá Íslandi nú væri þýðingarmikið. Þrátt fyrir áróður fjölmiðla um að Bandaríkin hefðu horfið frá varnarskuldbindingum, væri staðreyndin sú að framlag þeirra til varna Evrópu hefði aukist sem og varnarfjárlög Evrópulanda frá fyrri niðurskurði. Samtímis hefði hernaðargeta Rússa á Norðurslóðum stöðugt aukist og framtíð INF- samningsins um upprætingu meðaldrægra kjarnavopn væri í hættu. Í krafti styrkleika NATO þyrfti að hefja viðræður við Rússa í anda þess sem áður var á dögum erfiðrar sambúðar. Ísland kæmi nú mjög inn í þá mynd vegna formennskunnar í Norðurskautsráðinu. Við værum reynslunni ríkari vegna ráðstefnunnar í Höfða sem mjög kemur við sögu í afvopnunarmálum. INF er annars skammstöfun fyrir Intermediate-Range Nuclear Forces Treaty – Aðilar að INF-samningnum voru Bandaríkin og Sovétríkin og var samningurinn staðfestur af Reagan og Gorbachev 1. júní 1987. Samningurinn leggur bann við öllum eldflaugum á landi hjá báðum aðilanna, stýriflaugum og skotpöllum að drægi 500–1.000 km. Höfundur minnist veru sinnar sem fastafulltrúi í NATO á þessum tíma og þeirrar bjartsýni sem ríkti með að afvopnunarstefna bandalagsins bæri árangur. Reglulegir fundir voru með bandaríska samningamanninum George Shultz og utanríkisráðherrum aðildarríkja, þá Matthíasi Á. Mathiesen og síðar Steingrími Hermannssyni fyrir Íslands hönd. Þar sat Ísland, þótt vopnlaust væri, við sama borð og aðrir. Sé horft um öxl, þá varð Ísland í raun hluti af varnarkerfi Bandaríkjanna í seinni heimsstyrjöldinni við að í júlí 1941 kemur bandarísk hersveit til Reykjavíkur; 65 árum síðar, í október 2006, lýkur hernaðarlegri viðveru þeirra hér við að bandaríski flugherinn fer frá Keflavík. Eftir var sem áður tvíhliða varnarsamningurinn frá 1952 og ýmsar samningsbundnar ráðstafanir vegna brottfararinnar, þar með tímabundið óvopnað eftirlitsflug ýmissa NATO-ríkja og Svíþjóðar og Finnlands. Síðar kom staðsetning nýrra fullkomnari flugvéla til kafbátaleitar. Þegar fækkun í varnarliðinu boðaði brottför þess, gerði Davíð Oddsson sitt ýtrasta gegn því að svo yrði. Enda er skemmst frá því að segja að við brottför Bandaríkjahers myndaðist tómarúm í varnarmálum á lykilsvæði norðurslóða. Þá birtast Kínverjar sem að eigin sögn eiga hlutdeild í norðurskautssvæðinu vegna nálægðar. Og ekki hefur Ísland farið varhluta af þeim áhuga. Svo sem fyrr segir var það gæfuspor, að Ísland skipaði sér frá upphafi í raðir vestrænna lýðræðisríkja sér til varnar. Forsendur til að svo sé og verði hafa ekki breyst. Á hinn bóginn breytast aðstæður í tímans rás og ný vandamál krefjast framtaks af okkur sem öðrum. Í tilefni þjóðhátíðardagsins var minnt á að sem fullvalda ríki í samfélagi þjóðanna, sækjum við fram vegna hagsmuna okkar. En því fylgir þá skylda um tillitssemi við aðra þegar enginn er hagsmunaárekstur. Mættu alþingismenn hafa það hugfast og kasta ekki með málþófi rýrð á virðingu þeirrar göfugu, aldagömlu stofnunar sem þeirra er að gæta.Höfundur er fyrrverandi sendiherra
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun