Herforingjar dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 21:39 Aðstandendur fólks sem var myrt í tíð herforingjastjórnanna fylgist með réttarhöldunum í Róm frá Montevideo í Úrúgvæ. AP/Matilde Campodonico Dómstóll á Ítalíu dæmdi 24 suður-ameríska fyrrverandi einræðisherra og embættismenn í lífstíðarfangelsi fyrir morð, handtökur og pyntingar á hundruð stjórnarandstæðinga á 8. og 9. áratugnum. Samvinna herforingjastjórnanna um að berja niður andóf gekk undir heitinu Kondóráætlunin. Allir nema einn voru dæmdir að þeim fjarstöddum og segir breska ríkisútvarpið BBC ólíklegt að upprunalönd þeirra muni framselja þá. Fleiri en tuttugu fórnarlömb þeirra voru Ítalir. Ítölsk lög heimila að morð á ítölskum borgurum séu rannsökuð og tekin fyrir dóm á Ítalíu. Þeir sem voru dæmdir voru einræðisherrar eða embættismenn herforingjastjórna í Bólivíu, Síle, Perú og Úrúgvæ. Þeirra á meðal voru Luis García Meza, yfirmaður herforingjastjórnar Bólivíu frá 1980 til 1981 sem lést í fyrra og Francisco Morales Bermúdez, yfirmaður herforingjastjórnar Perú frá 1975 til 1980. Saman stóðu herforingjastjórnirnar að hryðjuverkum sem teygðu sig út fyrir álfuna. Áætlun þeirra gekk undir nafninu Kondóráætlunin. Lögðu þær á ráðin um að finna, ræna og myrða pólitíska andstæðinga um alla Suður-Ameríku og víðar. Argentína, Bólivía, Síle, Paragvæ, Úrúgvæ og síðar Brasilía, Ekvador og Perú tóku þátt í henni.Eltu uppi andófsfólk þvert yfir landamæri Fórnarlömbunum var oft rænt úti á götu eða á heimilum sínum. Þau voru síðan pyntuð, myrt eða „látin hverfa“ með öðrum hætti. Löndin unnu saman að því að elta andófsfólkið uppi, þvert á landamæri. Eitt þekktasta fórnarlamb Kondóraðgerðarinnar var Orlando Letelier, utanríkisráðherra í forsetatíð sósíalistans Salvadors Allende í Síle. Letelier var myrtur í Washington-borg árið 1976, þremur árum eftir að herinn rændi Allende völdum. Mannréttindasamtök fullyrða að þúsundir manna hafi orðið herforingjastjórnunum, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, að bráð. Eini sakborningurinn sem var viðstaddur réttarhöldin var Jorge Tróccoli, 79 ára gamall liðsforingi í úrúgvæska sjóhernum sem flúði heimalandið árið 2007. Líklegt er að hann verði nú handtekinn. Aðrir dúsa þegar í fangelsi í heimalandi sínu eða er það gamlir að ólíklegt er að þeir verði framseldir til Ítalíu. Bólivía Ítalía Perú Úrúgvæ Tengdar fréttir Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Dómstóll á Ítalíu dæmdi 24 suður-ameríska fyrrverandi einræðisherra og embættismenn í lífstíðarfangelsi fyrir morð, handtökur og pyntingar á hundruð stjórnarandstæðinga á 8. og 9. áratugnum. Samvinna herforingjastjórnanna um að berja niður andóf gekk undir heitinu Kondóráætlunin. Allir nema einn voru dæmdir að þeim fjarstöddum og segir breska ríkisútvarpið BBC ólíklegt að upprunalönd þeirra muni framselja þá. Fleiri en tuttugu fórnarlömb þeirra voru Ítalir. Ítölsk lög heimila að morð á ítölskum borgurum séu rannsökuð og tekin fyrir dóm á Ítalíu. Þeir sem voru dæmdir voru einræðisherrar eða embættismenn herforingjastjórna í Bólivíu, Síle, Perú og Úrúgvæ. Þeirra á meðal voru Luis García Meza, yfirmaður herforingjastjórnar Bólivíu frá 1980 til 1981 sem lést í fyrra og Francisco Morales Bermúdez, yfirmaður herforingjastjórnar Perú frá 1975 til 1980. Saman stóðu herforingjastjórnirnar að hryðjuverkum sem teygðu sig út fyrir álfuna. Áætlun þeirra gekk undir nafninu Kondóráætlunin. Lögðu þær á ráðin um að finna, ræna og myrða pólitíska andstæðinga um alla Suður-Ameríku og víðar. Argentína, Bólivía, Síle, Paragvæ, Úrúgvæ og síðar Brasilía, Ekvador og Perú tóku þátt í henni.Eltu uppi andófsfólk þvert yfir landamæri Fórnarlömbunum var oft rænt úti á götu eða á heimilum sínum. Þau voru síðan pyntuð, myrt eða „látin hverfa“ með öðrum hætti. Löndin unnu saman að því að elta andófsfólkið uppi, þvert á landamæri. Eitt þekktasta fórnarlamb Kondóraðgerðarinnar var Orlando Letelier, utanríkisráðherra í forsetatíð sósíalistans Salvadors Allende í Síle. Letelier var myrtur í Washington-borg árið 1976, þremur árum eftir að herinn rændi Allende völdum. Mannréttindasamtök fullyrða að þúsundir manna hafi orðið herforingjastjórnunum, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, að bráð. Eini sakborningurinn sem var viðstaddur réttarhöldin var Jorge Tróccoli, 79 ára gamall liðsforingi í úrúgvæska sjóhernum sem flúði heimalandið árið 2007. Líklegt er að hann verði nú handtekinn. Aðrir dúsa þegar í fangelsi í heimalandi sínu eða er það gamlir að ólíklegt er að þeir verði framseldir til Ítalíu.
Bólivía Ítalía Perú Úrúgvæ Tengdar fréttir Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Erlent Fleiri fréttir 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Sjá meira
Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57