Herforingjar dæmdir vegna Kondóráætlunarinnar Kjartan Kjartansson skrifar 9. júlí 2019 21:39 Aðstandendur fólks sem var myrt í tíð herforingjastjórnanna fylgist með réttarhöldunum í Róm frá Montevideo í Úrúgvæ. AP/Matilde Campodonico Dómstóll á Ítalíu dæmdi 24 suður-ameríska fyrrverandi einræðisherra og embættismenn í lífstíðarfangelsi fyrir morð, handtökur og pyntingar á hundruð stjórnarandstæðinga á 8. og 9. áratugnum. Samvinna herforingjastjórnanna um að berja niður andóf gekk undir heitinu Kondóráætlunin. Allir nema einn voru dæmdir að þeim fjarstöddum og segir breska ríkisútvarpið BBC ólíklegt að upprunalönd þeirra muni framselja þá. Fleiri en tuttugu fórnarlömb þeirra voru Ítalir. Ítölsk lög heimila að morð á ítölskum borgurum séu rannsökuð og tekin fyrir dóm á Ítalíu. Þeir sem voru dæmdir voru einræðisherrar eða embættismenn herforingjastjórna í Bólivíu, Síle, Perú og Úrúgvæ. Þeirra á meðal voru Luis García Meza, yfirmaður herforingjastjórnar Bólivíu frá 1980 til 1981 sem lést í fyrra og Francisco Morales Bermúdez, yfirmaður herforingjastjórnar Perú frá 1975 til 1980. Saman stóðu herforingjastjórnirnar að hryðjuverkum sem teygðu sig út fyrir álfuna. Áætlun þeirra gekk undir nafninu Kondóráætlunin. Lögðu þær á ráðin um að finna, ræna og myrða pólitíska andstæðinga um alla Suður-Ameríku og víðar. Argentína, Bólivía, Síle, Paragvæ, Úrúgvæ og síðar Brasilía, Ekvador og Perú tóku þátt í henni.Eltu uppi andófsfólk þvert yfir landamæri Fórnarlömbunum var oft rænt úti á götu eða á heimilum sínum. Þau voru síðan pyntuð, myrt eða „látin hverfa“ með öðrum hætti. Löndin unnu saman að því að elta andófsfólkið uppi, þvert á landamæri. Eitt þekktasta fórnarlamb Kondóraðgerðarinnar var Orlando Letelier, utanríkisráðherra í forsetatíð sósíalistans Salvadors Allende í Síle. Letelier var myrtur í Washington-borg árið 1976, þremur árum eftir að herinn rændi Allende völdum. Mannréttindasamtök fullyrða að þúsundir manna hafi orðið herforingjastjórnunum, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, að bráð. Eini sakborningurinn sem var viðstaddur réttarhöldin var Jorge Tróccoli, 79 ára gamall liðsforingi í úrúgvæska sjóhernum sem flúði heimalandið árið 2007. Líklegt er að hann verði nú handtekinn. Aðrir dúsa þegar í fangelsi í heimalandi sínu eða er það gamlir að ólíklegt er að þeir verði framseldir til Ítalíu. Bólivía Ítalía Perú Úrúgvæ Tengdar fréttir Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Dómstóll á Ítalíu dæmdi 24 suður-ameríska fyrrverandi einræðisherra og embættismenn í lífstíðarfangelsi fyrir morð, handtökur og pyntingar á hundruð stjórnarandstæðinga á 8. og 9. áratugnum. Samvinna herforingjastjórnanna um að berja niður andóf gekk undir heitinu Kondóráætlunin. Allir nema einn voru dæmdir að þeim fjarstöddum og segir breska ríkisútvarpið BBC ólíklegt að upprunalönd þeirra muni framselja þá. Fleiri en tuttugu fórnarlömb þeirra voru Ítalir. Ítölsk lög heimila að morð á ítölskum borgurum séu rannsökuð og tekin fyrir dóm á Ítalíu. Þeir sem voru dæmdir voru einræðisherrar eða embættismenn herforingjastjórna í Bólivíu, Síle, Perú og Úrúgvæ. Þeirra á meðal voru Luis García Meza, yfirmaður herforingjastjórnar Bólivíu frá 1980 til 1981 sem lést í fyrra og Francisco Morales Bermúdez, yfirmaður herforingjastjórnar Perú frá 1975 til 1980. Saman stóðu herforingjastjórnirnar að hryðjuverkum sem teygðu sig út fyrir álfuna. Áætlun þeirra gekk undir nafninu Kondóráætlunin. Lögðu þær á ráðin um að finna, ræna og myrða pólitíska andstæðinga um alla Suður-Ameríku og víðar. Argentína, Bólivía, Síle, Paragvæ, Úrúgvæ og síðar Brasilía, Ekvador og Perú tóku þátt í henni.Eltu uppi andófsfólk þvert yfir landamæri Fórnarlömbunum var oft rænt úti á götu eða á heimilum sínum. Þau voru síðan pyntuð, myrt eða „látin hverfa“ með öðrum hætti. Löndin unnu saman að því að elta andófsfólkið uppi, þvert á landamæri. Eitt þekktasta fórnarlamb Kondóraðgerðarinnar var Orlando Letelier, utanríkisráðherra í forsetatíð sósíalistans Salvadors Allende í Síle. Letelier var myrtur í Washington-borg árið 1976, þremur árum eftir að herinn rændi Allende völdum. Mannréttindasamtök fullyrða að þúsundir manna hafi orðið herforingjastjórnunum, sem nutu stuðnings Bandaríkjastjórnar, að bráð. Eini sakborningurinn sem var viðstaddur réttarhöldin var Jorge Tróccoli, 79 ára gamall liðsforingi í úrúgvæska sjóhernum sem flúði heimalandið árið 2007. Líklegt er að hann verði nú handtekinn. Aðrir dúsa þegar í fangelsi í heimalandi sínu eða er það gamlir að ólíklegt er að þeir verði framseldir til Ítalíu.
Bólivía Ítalía Perú Úrúgvæ Tengdar fréttir Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Fleiri fréttir Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Sjá meira
Fundu ættleiddan son myrts andófsfólks Samtök sem leita að börnum fólks sem var drepið í tíð herforingjastjórnarinnar í Argentínu hefur tekist að bera kennsl á son andófsfólks sem var látið hverfa árið 1977. 14. júní 2019 22:57